Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 68
198
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA I
Sýkingarorsakir. Hlutfall. Dánartölur
Fjöldi tilfella % tala af heild Dauðsföll Dánir %
Neisseria meningitidis 46 34.8 1 2.2
Diplococcus pneumoniae 6 4.5 1 16.6
Haemophilus influenzae 23 17.4 0 0.0
Aðrir sýklar 7 5.3 6 85.7
Óþekkt etiologia 50 38.0 4 8.0
Samtals 132 100.0 12 9.1
hvort með ræktun og/eða smásjárskoðun
á gram-lituðu sýni. Ef sýklagreining var
ekki fyrir hendi var fjöldi hvítra blóð-
korna í mænuvökva, sykur- og eggjahvítu-
innihald látið ráða um hvort tilfellið væri
tekið með eða ekki.
Allmörgum sjúklingum var sleppt, þar
sem sjúkdómsgreiningin í sjúkraskrá þótti
vafasöm og byggðist eingöngu á einkenn-
um: Nokkur börn með hydrocephalus, sem
í hafði verið settur Pudenz ventill komu
inn með háan hita, uppköst eða krampa
ag voru grunuð um meningitis, en það ekki
staðfest með mænuvökvarannsókn eða
blóðræktunum. 6 sjúklinga þótti rétt að
flokka fremur undir meningitis serosa, eft-
ir einkennum og gangi sjúkdómsins og
þeim gögnum, sem fyrir lágu í sjúkra-
skrám um rannsóknir á mænuvökva. 3
sjúklingar af 13 með greininguna mening-
itis og syndroma Waterhouse-Friedrichsen
var sleppt, enda þótt ástand þeirra við
komu svaraði til sjúkdómsmyndarinnar.
Hjá einum þeirra var ekki gerð nein mænu-
vökvarannsókn. Hjá öðrum leiddi mænu-
vökvarannsókn ekkert athugavert í ljós og
ræktun var neikvæð. Sá þriðji dó 3 klukku-
stundum eftir komu á spitalann og hafði
ekki verið hryggstunginn áður. Við krufn-
ingu kom í Ijós, að hann hafði fibroela-
tosis cordis m. m., en engin bólga var í
heila eða heilahimnu og ræktun á mænu-
vökva var neikvæð.
Engir nýir sjúklingar með meningitis
bacterialis komu fram við leit í sjúkra-
skrám, sem báru einhverja greiningu er
gaf til kynna sýkingu í taugakerfi, s. s.
sepsis, meningoencephalitis, meningitis se-
rosa o. s. frv.
Athugaðar voru krufningarskýrslur allra
barna, sem létust á umræddu tímabili á
barnadeild Landsspítalans. Komu þar fram
5 ný mengisbólgutilfelli, sem ekki báru þá
greiningu í sjúkraskrám. Þrír þessara
sjúklinga höfðu fæðst með myelomeningo-
cele. Fjórði sjúklingurinn reyndist hafa
fengið höfuðkúpubrot eftir sakleysislegan
ytri áverka og lézt 3% klukkustund eftir
komu á spítalann. Sá fimmti, ungbarn með
hita frá fæðingu, reyndist hafa mengis-
bólgu af völdum B-coli.
Tveir sjúklingar komu inn frá öðrum
sjúkrahúsum, þar sem mænuvökvi hafði
verið athugaður og meningococci fundizt
við smásjárskoðun. Þeir voru því teknir
með í uppgjörið, en ekki var gerð hrygg-
stunga á þeim hér, þar sem þeir voru á
góðum batavegi við komu á spítalann.
Út úr þessum athugunum komu 132 til-
felli með meningitis bacterialis, 85 drengir
og 47 stúlkur.
UPPHAFSSKOÐUN, RANNSÓKNIR
OG MEÐFERÐ
Aðstoðarlæknir á bundinni vakt tók á
móti sjúklingnum, rakti sjúkrasögu og sér-
fræðingur á bakvakt var strax tilkallaður.
í sameiningu skoðuðu þeir sjúklinginn og
ákváðu um rannsóknir og meðferð. Strax
að lokinni skoðun var gerð hryggstunga
og mænuvökvi sendur til ræktunar á
Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg
og þar fór einnig fram smásjárskoðun með
gram-litun. Mænuvökvi var einnig sendur
á rannsóknarstofu Landsspítalans til á-
kvörðunar á fjölda hvítra blóðkorna, deili-
talningar og mælingar á sykur og eggja-
hvítumagni.