Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
183
di'if sjúklinganna. Athugað var, hverjir
höfðu fengið fylgikvilla, sem rekja mætti
að einhverju leyti til háþrýstings, eins
og heilaáfall (thrombosis cerebralis s.
hemorrhagia cerebri), hjartaáfall (in-
farctus myocardii) eða nýrnabilun (ur-
emia). Athugað var, hverjir höfðu látizt,
og hverjar dauðaorsakir höfðu verið. Upp-
lýsingar varðandi þessi atriði um afdrif
sjúklinganna voru fengnar víða, og eru
hér taldar helztu heimildir: Skýrslur
Landspítalans og annarra sjúkrahúsa í
Reykjavík og víðar um þessa sjúklinga:
skýrslur Rannsóknastofu Háskólans um
krufningar, þegar um þær var að ræða;
dánarvottorð Hagstofu íslands; viðtöl við
lækna, sem haft höfðu með sjúklingana
að gei'a og loks upplýsingar aðstandenda
og stöku sinnum sjúklinganna sjálfra.
NIÐURSTÖÐUR OG ATHUGANIR
Sjúklingar, sem fengu greininguna há-
þrýstingur (hypertensio arterialis) á lyf-
lækninsadeild Landspítalans á árunum
1957-1971, voru 932. Mynd 1 sýnir, hvern-
ig sjúklingarnir dreifðust á einstök ár, og
í töflu I kemur fram, að sjúkiingum fór
fjölgandi á tímabilinu. í töflu I sést einn-
ig, að fjöldi innlagðra sjúklinga á lyflækn-
ingadeild fór vaxandi á sama tímabili, en
þó mest eftir 1968, en þá hófst blóðsíunar-
meðferð, og jókst þá fjöldi endurinnlagn-
inga að mun.
Þeir sjúklingar, sem höfðu III. og IV.
stigs háþrýstingsbreytingar í augnbotnum,
voru 117 eða 12.6% af öllum, sem greind-
ust með háþrýsting á tímabilinu 1957-1971.
Konur voru 62 (53%), en karlar 55
(47%). Langflestir voru með III. stigs
]] Tofal number of patienfs diagnosed with arterial hypertension
H Patients with severe hypertension grade BI+32
Picture 2
háþrýsting eða 97 (82.9%) þar af 50 kon-
ur (51.5%). Með IV. stigs háþrýsting voru
20 (17.1%) þar af 12 konur (60%).
Mynd 2 og tafla II sýna dreifingu há-
þrýstingssjúklinga eftir 5 ára tímabilum.
Þar sést, að greind tilfelli af svæsnum há-
þrýstingi voru fæst síðasta 5 ára tímabilið.
TABLE I
Number of hypertensive patients and total admission rate of the medical department
of Landspítalinn (University Hospital) 1957-1971.
Number of hypei'- tensive patients % Total number of admissions %
1957-1961 248 26,6 4319 26,4
1962-1966 302 32,4 4773 29,1
1967-1971 382 41,0 7283 44,5
Total 932 100.0 16375 100.0