Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
203
TAFLA V
Hlutfallsleg tíðni sýkla og dauðsföll á þremur 5-ára tímabilum 1958—1972
1958— -1962 1963— -1967 1968— -1972
03 l/i 3 «4H 03 «4-1 C/3 O 03 «4-4 O
t—> 03 -4-» 03
•i—< 03 ■+-> C • i—< -4-> 03 ■4-> c •r-i -4-> 'S
• r—5 •r-» -03 Q •r“> & •r-> ‘■OS Q •r—> Pt4 E* -03 Q
Neisseria meningitidis ll 36 0 0 26 47 l 4 9 20 0 0
Diplococcus pneumoniae l 3 0 0 3 5 0 0 2 4 í 50
Hemophilus influenzae 5 16 0 0 6 11 0 0 12 27 0 0
Aðrir sýklar 2 6 2 100 4 7 4 100 1 2 0 0
Okunn etiologia 12 39 0 0 17 30 2 14 21 47 2 9
Samtals 31 2 6 56 7 13 45 3 7
Blóð- og mænuvökvarannsóknir: Flestir
sjúklinganna höfðu aukningu á hvítum
blóðkornum i blóði. 21 sjúklingur eða 16%
af heildarfjölda höfðu þó eðlilegan fjölda
hvítra blóðkorna (<10.000/cm3). Þar
af höfðu 12 fengið sýklalyf fyrir innlagn-
ingu, en einskis getið um lyfjagjöf í sjúkra-
skrá 6 annarra. Enginn sjúklinganna hafði
leucopenia. Sökk var mælt hjá 41 sjúkl-
ingi og var hækkað hjá 37 (>15 mm/
klst.).
í mænuvökva fannst aukning á hvítum
blóðkornum hjá flestum sjúklinganna, en
upplýsingar um þetta atriði vantaði í
nokkrar sjúkraskrár. í sumum var pleocy-
tosis lýst með óákveðnu orðalagi, s. s. „ó-
teljandi, morandi, mjög mörg“. Hjá 19
TAFLA VI
Sjúkdómseinkenni hjá 129 sjúklingum
Einkenni Fjöldi sjúkl. % tala
Hiti (> 37.5°C) 117 90
Enginn hiti (< 37.5‘ ’C) 11 9
Uppköst 109 85
Stífleiki í hnakka
og baki 117 90
Ertni 82 64
Sljóleiki 50 39
Meðvitundarleysi 33 26
Krampar 19 15
Lost 9 7
Húðblæðingar 33 26
Neurolog.einkenni 10 8
sjúklingum voru hvit blóðkorn í mænu-
vökva færri en 1000, fæst 23/3 og 32/3
hjá 2 sjúklingum. Meningococci ræktuðust
úr mænuvökva beggja. Báðir höfðu fengið
sýklalyf fyrir innlagningu.
Sykur í mænuvökva mældist 40 mg%
eða minna hjá 61 sjúkling, en upplýsingar
um sykurmælingu vantaði í sjúkraskrár
nokkurra.
Sýklagreining: Eins og tafla IV gefur
til kynna sýklagreindust 75 sjúklingar eða
57% af heildarfjölda í einhvern hinna
þriggja aðal sýklaflokka. Þar af voru 35%
með N.meningitidis, 17% H.influenzae og
5% með D.pneumoniae. Þar að auki voru
7 sjúklingar með sjaldgæfari sýkla, en hjá
5 þeirra var sýkingarorsök ekki kunn fyrr
en post mortem (1, 2, 3, 7, 8 á töflu X).
Þannig var sýkingarorsök endanlega kunn
hjá 82 sjúklingum eða 62% af heildarfjölda.
Sýklar sáust við smásjárskoðun á mænu-
vökva 6 sjúklinga, en ekki var hægt að
kveða nánar á um tegund þeirra og rækt-
un var neikvæð. Eru þeir sjúklingar því
meðreiknaðir í þeim 50, sem ekki urðu
sýklagreindir.
Tafla VIII tíundar jákvæðar ræktanir
og smásjárskoðanir í þremur aðalsýkla-
flokkunum og tilgreinir einnig fjölda sjúkl-
inga í hverjum flokki fyrir sig, sem höfðu
fengið sýklalyf áður en rannsókn fór fram.
Þegar á þá er litið sem eina heild, kemur
í ljós, að 55% höfðu fengið einhver slík lyf
fyrir innlagningu á móti 84% þeirra, sem
voru með ókunna sýkingarorsök.