Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 60
194
LÆKNABLAÐI0
SURVIVAL CURVES (BOTH SEXES)
(no. pat. 27) ■ • • SH but neither
H LVH or BU
(no. pot.45)-----------SH & LVH
Age of pat. when hospitalized - 65yrs
^ Greenwoods estimote [ 1 ]
BU: blood ureo > 40 mg %
LVH : lef t ventricular hypertrophy
SH=severe hypertension
Picture 7
Sjálandi13 og í Englandi.4 Talið er, að e. t.
v. komist háþrýstingssjúklingar fyrr undir
læknishendur en áður var.
Meiri hluti sjúklinganna hafði hækkað
blóðurea (> 40 mg%) við greiningu, og
var það sérstaklega áberandi hjá IV. stigs
sjúklingum og marktækur munur í þessu
efni á III. og IV. stigi. Vitað er, að hrað-
vaxandi nýrnabilun gerir oft vart við sig,
ef svæsinn háþrýstingur er ómeðhöndlaður
eða vanmeðhöndlaður. Horfur eru einnig
verri hjá sjúklingum, sem hafa hækkað
blóðurea við greiningu.4 Kom það einnig
í ljós í þessari rannsókn.
Tiltölulega færri (43,6%) en búizt hafði
verið við höfðu greinileg merki á hjarta-
rafriti um stækkun á vinstri slegli. Búast
mætti við, að flestir með svo svæsinn há-
þrýsting eins og hér er fjallað um, hafi í
raun stækkaðan vinstri slegil, en dýratil-
raunir hafa sýnt, að stækkun gerir fljótt
vart við sig við verulega hækkaðan þrýst-
ing. Við nýlega rannsókn í Englandi3 á
háþrýstingssjúklingum, sem voru yfirleitt
með vægari háþrýsting en hópurinn, sem
hér var athugaður, voru fleiri taldir hafa
vinstri slegilsstækkun. Þar var ein-
göngu stuðst við QRS útslög (voltage
criteria). Líklegt er, að þau hjartarafrits-
einkenni, sem stuðzt var við í rannsókn
okkar, séu full ströng. Ætla mætti, að
þessi einkenni (þ. e. stór QRS útslög Jr
áreynslubreytingar) komi yfirleitt ekki
fram fyrr en við verulega svæsinn há-
þrýsting, enda vakti athygli, hve margir af
sjúklingum með þessi einkenni höfðu mjög
háan meðalþrýsting við greiningu. Einnig
kom fram, að þessir sjúklingar höfðu slæm-
ar lífshorfur.
Þrjár algengustu dánarorsakirnar voru
heilaáfall (26,6%), hjartaáfall (22,8%) og
nýrnabilun (22,8%). Er þessu líkt farið
og' við sum erlend uppgjör á dánarorsök-
um sjúklinga með svæsinn háþrýsting.
Varðandi heilaáföll var ekki unnt að tí-
unda, hvenær um var að ræða hemorrhagia
og hvenær thrombosis. Af sjúklingum með
svæsinn háþrýsting (III. og IV. stig), sem
fengu meðhöndlun á Hammersmith Hos-
pital Hypertension Clinic 1960-67, létust
29% úr nýrnabilun, 27% úr hjartaáfalli
og 21% úr heilaáföllum.4 Af sænskum
sjúklingum með svæsinn háþrýsting (III.
og IV. stig), sem fengu meðhöndlun 1950-
62, létust 33,3% úr heilaáföllum, 22,4% úr
hjartaáfalli og 20,9% úr nýrnabilun.0 Hin
síðari ár hafa rannsóknir leitt í ljós, að
víða hafa orðið breytingar á dánarorsökum
sjúklinga með svæsinn háþrýsting. Nýrna-
bilun og heilaáföllum hefur stórlega fækk-
að, en hjartaáfall að sama skapi farið vax-
andi, og er nú víða megindánarorsök (rúm-
lega 40%).13 Svo virðist sem bætt með-
ferð háþrýstings minnki verulega líkur á
dauða af völdum nýrnabilunar og heila-
áfalla, en um hjartaáfall virðist ekki svo
farið. — Við rannsóknina kom fram til-