Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 80
206
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA X
Yfirlit um dauðsföll af völdum meningitis bacterialis 1958—1972
Nr. Kyn Dr. st. Aldur v. andlát Aðdragandi Sýkingarorsök Fyrirlægir sjúkdómar
1 X 19 daga ? Str.hæmolyticus Myelomeningocele
lumbalis
2 X 4 ára 24 klst. Clostr.oedem. Fractura cranii
3 X 13 mán. 9 klst. Prot.morgagni
4 X 2 mán. 4 dagar N.meningitidis
5 X 3 mán. 21 klst. Ókunn
6 X 2 ára 42 klst. Ókunn
7 X 20 daga ? 'hiti frá B-coli
fæðingu
8 X 30 daga ? Ps.pyocyaneus Myelomeningocele
sacralis
9 X 13 daga 5 dagar Ps.pyocyaneus
10 X 3 mán. ? Ókunn Encephalocele
11 X 3 ára 3-4 dagar D.penumoniae Hydronephrosis op.
(Retardatio psychomot.)
12 X 5 mán. 11 klst. Ókunn
daga gamalt, fætt með keisaraskurðd vegna
fyrirstæðrar fylgju og grindarþrengsla hjá
móður. Lífskraftur barnsins var lélegur frá
upphafi, höfuðið í stærra lagi og það hafði
hita frá fæðingu. Við krufningu kom í ljós
mengisbólga og B-coli ræktaðist úr mænu-
vökva.
Sjúklingur nr. 9 á töflu X var innlagður
frá öðru sjúkrahúsi eftir þriggja daga veru
þar. Ps.pyocyaneus hafði fundizt þar í
mænuvökva og sami sykill ræktaðist eftir
hryggstungu hér.
Sjúklingar nr. 3, 5, 6 og 12 á töflu X
voru með sjúkdómsmyndina Waterhouse-
Friderichsen. Sá fyrst nefndi lézt 1/2
klukkustund eftir komu á spítalann.
Vannst ekki tími til hryggstungu, en við
krufningu ræktaðist prot Morgagni úr
mænuvökva. Ræktanir frá mænuvökva
hinna þriggja voru neikvæðar. Við krufn-
ingu fundust blæðingar í nýrnahettur hjá
tveimur þessara sjúklinga (nr. 5 og 12).
Sjúklingur nr. 11 á töflu X hafði fæðzt
með hydronephrosis bilateralis vegna
þrengsla á mótum nýmaskjóðu og þvag-
leiðara og aðgerðir ekki komið að haldi.
Hann var alla tíð veikburða og framfara-
lítill, bæði andlega og líkamlega.
Á töflu XIII kemur fram, að af 35
sjúklingum, sem höfðu verið veikir í minna
en einn sólarhring fyrir innlagningu, dóu
11%. Fimm þeirra voru utan af landi og
af þeim dóu tveir eða 40%, en 7% þeirra
sjúklinga sem voru af Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Af 60 sjúklingum, sem höfðu
verið veikir í 1—2 sólarhringa fyrir inn-
lagningu dóu 5%.
Fimm sjúklingar dóu Vi—7 klukku-
stundum eftir komu á spítalann, en 'hjá
sömu sjúklingum liðu 9—-42 klukkustund-
ir frá því einkenni byrjuðu og þar til
dauða bar að höndum.
Eins og sjá má af töflu XI höfðu 3
sjúklingar starfrænar truflanir frá tauga-
kerfi við útskrift og hjá einum leiddi
mengisbólgan til hydrocephalus. Sjúklingur
nr. 2 á töflu_XI var grunaður um effusio
subdurale og gerð craniotomia explorativa,
en ekki fannst nein afmörkuð vökvasöfn-
un (hygroma). Sjúklingur nr. 10 á töflu
XI fékk effusio subdurale og var vökvi
tæmdur úr höfði með 10 ástungum á 4
vikum með góðum árangri. Ekkert rækt-
aðist úr mænuvökvanum, en H. influenzae
var sýkingarorsök í fyrra tilfellinu.
SKIL
Hér á undan hefur verið greint frá 132
sjúklingum með mengisbólgu af sýkla-
uppruna, sem legið hafa á barnadeild