Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 54
188 LÆKNABLAÐIÐ TABLE XI Mean blood pressure and the electrocardiogram at the time of diagnosis. Pa mmHg Not L VH number % LVH number % Normal ECG number % Total <150 22 44,9 15 29,4 13 76,5 50 150-169 16 32,7 15 29,4 3 17,6 34 >170 11 22,4 21 41,2 1 5,9 33 49 100,0 51 100,0 17 100,0 117 Á töflu VIII má sjá, að konur höfðu að jafnaði lægri meðalþrýsting við greiningu en karlar. Ekki var samt marktækur mun- ur á dreifingu meðalþrýstings eftir kynj- um (X2(2)=3.55). Á töflu IX sést, að um fjórðungur III. stigs sjúklinga hafði Pa > 170, en um helmingur IV. stigs sjúkl- inga hafði Pa > 170, og var marktækur munur á dreifingu meðalþrýstings eftir því, hvort um var að ræða III. eða IV. stig háþrýstings (X2(2)=9.20 p^0,01). Ljóst er, að hlutfallslegur fjöldi IV. stigs sjúkl- inga jók.st með hækkuðu meðalþrýstings- gildi. Á töflu X sést, að sjúklingar með eðlilegt ureagildi við greiningu höfðu til- tölulega oftar lægri meðalþrýsting en hin- ir, sem höfðu hækkað urea. Loks sést á töflu XI, að hlutdeild sjúklinga með merki um vinstri slegilsstækkun á hjartarafriti virtist fara vaxandi með hækkandi meðal- þrýstingi. /.--prófun fyrir hneigð sýnir, að þessi hlutfallslega aukning sjúklinga með merki um vinstri slegilstækkun er mark- tæk (x2(l)=4,25, P<0,05). Fylgikvillar eftir greiningu: 79 sjúklingar (67.5%) höfðu eftir grein- ingu fengið fylgikvilla, sem hugsanlega stöfuðu af háþrýstingi, þ. e. heilaáfall, hjartaáfall eða nýrnabilun. Sumir fengu fleiri en einn fylgikvilla. Við mat á þess- um atriðum var farið eftir greiningum í TABLE XII Incidence of complications after diagnosis. Uremia 44 (37,6%) Cerebro-vascular accident 35 (29,9% ) Myocardial infarction 25 (21,4%) sjúkraskýrslum, krufningarskýrslum, eða dánarvottorðum og einnig ef aðrar upp- lýsingar fengust, sem. bentu sterklega til þess, að um ofangreinda fylgikvilla hefði verið að ræða. Varðandi nýrnabilun (uraemia) var miðað við, að ureagildi hefði stöðugt mælzt verulega hækkað (> 60 mg%) og/eða greinileg klinisk ein- kenni nýrnabilunar hefðu verið til staðar. Á töflu XII sést, að nýrnabilun var greinilega algengasti fylgikvillinn (37.6%). Þess ber þó að gæta, að margir sjúklingar höfðu hækkað urea við greiningu, og sum- ir voru þegar orðnir alvarlega úremiskir, stundum vafalaust af völdum nýrnasjúk- dóma, sem valdið höfðu háþrýstingnum. Heilaáfall (thrombosis s. hemorrhagia) fengu 29.9% sjúklinga, en 21.4% fengu hjartaáfall (infarctus myocardii). Athygli vekur, hve algeng nýrnabilun og heila- áfall var í sjúklingahópnum, en þessir fylgikvillar hafa verið taldir mest áber- andi, þegar svæsinn háþrýstingur er van- meðhöndlaður.2 13 Athugað var, hvort munur væri á tíðni fylgikvilla eftir nokkrum atriðum varð- andi ástand sjúklinganna við greiningu Niðurstöður er að finna í töflum XIII-XVI. Lítill munur reyndist vera á III. stigi (67%) cg IV. stigi (70%) og ekki mark- tækur (x2(l)=0,07, p>0,70). Athyglis- vert er, hve margir (78,4%) með stækkun á vinstri slegli á hjartarafriti við greiningu fengu síðar fylgikvilla, en miklu færri fengu fylgikvilla af hinum, sem höfðu eðli- legt rit (52.9%) eða sjúklegt rit af öðrum crsökum (61.2%). Þegar bornir eru sam- an hóparnir, sem höfðu sjúklegt hjarta- rafrit, kom samt ekki fram marktækur munur (x2(l)=3,52, p>0,05). Minni mun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.