Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 92

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 92
214 LÆKNABLAÐiÐ 12 klukkustundir fyrir innlagningu. 2. Lost (blþr. 70 eða lægri). 3. Engin merki í mænuvökva um ertingu á heilahimnum (hv.blk. 20 eða færri). 4. Fjöldi hvítra blóðkoma í blóði eðlilegur eða lágur (^ 10.000 per mm3). 5. sökkhraði eðli- legur (< 10 mm á klst.). Væri sjúklingur með þrjú eða fleiri þess- ara einkenna við komu á spítalann, töldu þeir horfur slæmar. Ýmsir hafa talið sig hafa gagn af að meta ástand sjúklingsins eftir þessum leiðum til ákvörðunartöku um meðferð (22). Meðferð: Afdrif sjúklings með meningi- tis bacterialis eru komin undir því, að sjúkdómurinn sé fljótt greindur og virkri meðferð strax beitt, gefnir stórir skammt- ar af sýklalyfjum og veitt sé skjót með- ferð, ef hliðareinkenni gera vart við sig, s. s. lost, krampar, truflun á hjarta- og öndunarfærastarfsemi, blóðsöltum og vökvajafnvægi. Ef sjúklingurinn er með- tekinn og umsvif við að koma honum á sjúkrahús, t. d. vegna fjarlægðar, er rétt að hefja meðferð áður en hann er sendur, þó æskilegt sé að ná fyrst mænuvökva- sýni, verði því við komið og senda með honum til sjúkrahússins. Sýklalyf skal gefa í inndælingu og þá helzt í æð, því dreifing úr vöðva og út í blóð getur verið hæg og óörugg, ef blóðþrýstingur er lé- legur, auk þess sem sum lyf, eins og chlor- amphenicol hefjast (resorberast) seint úr vöðvum. Flest sýklalyf, nema þá sulfa og chloramphenicol síast illa úr blóði og yfir í mænuvökva og verður með tilliti til þess að gefa þau í stórum skömmtum. Eftir að sýklalyf komu til sögunnar var meðferð við mengisbólgu lengi vel 'hagað þannig, að sjúklingurinn var strax settur á þrjú lyf, stundum fjögur (penicillin, sulfa, chloramphenicol og/eða streptomy- cin) til að ná sem víðtækastri verkun á þá sýkla, er oftast koma til greina. Lyfjagjöf var síðan hagað í samræmi við ræktun og næmispróf, en tækist ekki sýklagreining var þriggja lyfja meðferðinni haldið áfram. Eftir að ampicillin kom til sögunnar ár- ið 1961 hefur það víða leyst marglyfja- meðferðina af hólmi og að því er talið er með jafngóðum, sumir segja betri, árangri (1). í flestum tillfellum verkar penicillin G vel á meningococci og pneumococci, en þar sem sulfalyf berast auðveldlegar frá blóði og yfir í mænuvökva þykir rétt að nota það til viðbótar. Penicillin gengur vel yfir í mænuvökvann meðan sjúkdómurinn er á hástigi, en verr þegar frá líður og þarf þá að auka skammtinn. Áður fyrr var talið, að sulfa væri bezta lyfið og öruggt við meningitis meningococcica, eða allt þar til mengisbólgufaraldur kom upp í herstöð í Bandaríkjunum árið 1963, sem orsakaðist af meningococci, er voru ónæmir fyrir sulfalyfjum (28). Víðar hefur verið greint frá slíku ónæmi (8, 18) og er því mælt með að gefa penicillin ásamt sulfa við mengisbólgu þessarar tegundar (23). Við mengisbólgu af völdum H.influenzae mæla flestir með ampicillini, sem einnig .verkar vel á meningococci og pneumococci. A seinustu árum hefur verið greint frá nokkrum tilfellum, þar sem ampicillin meðferð hefur brugðizt í H.influenzae sýkingum (42), en því hefur verið kennt um, að of lágir skammtar væru gefnir (14). Hlutfallslega lítið magn af ampicillini kemst yfir í mænuvökvann eða að meðal- tali 1/5 til 1/10 af því, sem finnst í blóð- inu, hæst fyrstu dagana, en lækkar síðan. I stað þess að draga úr lyfjaskammti, sem ekki er óalgengt að gert sé, eftir því sem bata miðar fram, þyrfti fremur að auka hann verulega (14, 23). Chloramphenicol verkar einnig vel á H.influenzae og var mest notað áður en ampicillin kom til sög- unnar. Barrett & al (1) fóru yfir árangur meðferðar hjá 116 sjúklingum, sem höfðu einungis fengið ampicillin og 112 sjúkling- um, sem fengið höfðu chloramphenicol eitt sér eða ásamt öðru lyfi. Dánartala og sequelae voru svipuð í báðum hópunum. Eins og áður segir, eru ýmsir óalgengir sýklar oftast orsök mengisbólgu hjá börn- um á fyrsta mánuði, en talið er að ekkert eitt lyf sé virkt á meira en 2/3 hluta þeirra (43). í Bandaríkjunum er mælt með að nota ampicillin og kanamycin saman í þessum aldursflokki (23, 27) sem upp- hafsmeðferð og talið, að hún sé virk á uöi 95% sýklategunda, sem þarna er helzt um að ræða. Tímalengd sýklameðferðar ákvarðast af einkennum og gangi sjúkdómsins í hverju einstöku tilviki. Víða er dæmt um árangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.