Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 197 Víkingur H. Arnórssoni) MENINGITIS BACTERIALIS I BÖRNUM — 15 ÁRA UPPGJÖR INNGANGUR Áður fyrr var meningitis bacterialis með banvænustu sjúkdómum, olli dauða í yfir 90% tilfella og skildi oftast eftir sig var- anleg spor hjá þeim sjúklingum, sem af lifðu veikindin. Skjót umskipti urðu hér á með uppgötvun sýklalyfja og áhrifamætti þeirra á flestallar sýkingar. Dánartalan lækkaði stórum. Menn þóttust eygja þann möguleika, að ráðið yrði að fullu niður- lögum þessa hættulega sjúkdóms. Þær von- ir rættust þó ekki. Dánartalan af völdum mengisbólgu er enn 10—15% og yfir 50% hjá nýfæddum börnum og enn er há tíðni varanlegra afleiðinga. Engin breyting hef- ur orðið hér á síðustu 20 árin þrátt fyrir uppgötvanir og sífellt aðstreymi nýrra og kröftugra sýklalyfja. Þetta vandamál hef- ur því þrengt sér meir og meir í sviðsljós- ið og mikið verið skrifað um sjúkdóminn í læknarit á síðari árum. Rannsóknir hafa víða verið gerðar, reynt að kynna sér nán- ar eðli sjúkdómsins, útbreiðslu og sýking- armáta, aðferðir til greiningar skerptar og leitazt við að finna æskilegustu meðferð við þeim líffræðilegu og vefrænu truflun- um, sem sjúkdómurinn hefur í för með sér og leiða fyrst og fremst til dauða. Tilgangur þessa verks er að fá yfirlit yfir mengisbólgu af sýklauppruna, líta á ýmsar hliðar sjúkdómsins, eins og hann hefur birzt á barnadeild Landsspítalans og bera þær niðurstöður saman við reynslu annarra, eftir því sem hægt er. Skýrslur um þetta efni erlendis frá koma oftast frá farsóttasjúkrahúsum og fjalla venjulega um sjúklinga á öllum aldri. Ber að taka mið af því, þegar samanburður er gerður, þar sem mengisbólga hagar sér með ýmsu móti öðruvísi hjá börnum en fullorðnum. 1) Barnaspítali Hringsins, Landspítalanum. Birtar hafa verið tvær greinar hér á landi um mengisbólgu. Fjallaði önnur greinin einungis um meningitis serosa (2), en hin síðari um 48 sjúklinga með menin- gitis purulenta, sem lágu á Borgarspítal- anum í Reykjavík á árunum 1956—1961 (25). EFNIVIÐUR Barnadeild Landsspítalans tók til starfa á miðju ári 1957 og hafði þá til umráða 29 rúm. Haustið 1965 flutti hún í nýja 60 rúma deild og kallast eftir það Barnaspít- ali Hringsins, Landspítalanum. Frá fyrsta heila árinu (1958) til hins síðasta (1964), sem hún var starfrækt í hinum eldri húsa- kynnum jukust árlegar innlagnir úr 522 í 731. Fyrsta heila árið eftir flutning (1966) voru innlagnir 827 og fjölgaði upp í 1346 árið 1972. Frá upphafi hafa börn með handlæknissjúkdóma vistast á deildinni jafnt börnum með lyflæknissjúkdóma. Á því 15-ára tímabili, sem hér er tekið fyrir, 1958-1972, lágu samtals 13.248 sjúklingar á barnadeildinni, víðsvegar að af landinu. 132 börn reyndust vera með meningitis bacterialis eða 1 % af heildar- fjölda. Af þeim voru 80 (61%) úr Reykja- vík og nálægum þéttbýliskjörnum, Seltj- arnarnesi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafn- arfirði, en á þessu svæði bjó um helrmng- ur landsmanna á sama árabili. ÚRVINNSLA Farið var vandlega yfir sjúkraskrár allra þeirra sjúklinga, sem til greina gat komið, að ættu heima í þessu uppgjöri og sjúk- dómsgreiningar endurmetnar, enda þótt slíkt sé alltaf erfitt eftir skrifuðum gögn- um einum saman. Greiningin meningitis bacterialis var talin góð og gild ef sýkla- greining úr mænuvökva lá fyrir, annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.