Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
207
TAFLA XI
Starfrænar truflanir frá taugakerfi
Nr. Aldur Ár, mán. Kyn Dr. St. Einkenni á spítala við brottför síðar Sýklategund
1 1,1 X Strabismus Einkennalaus Óþekkt.
2 1,7 X Hemiplegia Hemiplegia ? H.influenzae
3 2,1 X Strabismus Strabismus Surditas N.meningitidis
Paresis facialis
4 3,6 X Paresis facialis Einkeranalaus Óþekkt
5 1,10 X Einkennalaus Einkennalaus Epilepsia H.influenzae
6 8,3 X Paresis spast. N.meningitidis
extr.inf.?
7 5 X Strabismus Strabismus Strabismus D.penumoniae
Ptosis Ptosis Surditas
8 11,3 X Paresis facialis Einkennalaus D.penumoniae
9 7 daga X Hydrocephalus Hydrocephalus Epilepsia B-coli
op. a.m.Pudenz
10 0,4 X Hemiplegia Einkennalaus ? Óþekkt
Effusio subdurale
Landspítalans á árunum 1958—1972. Dán-
artalan 9.1% og 10%, sé miðað við síðustu
10 ár þessa tímabils, er með þeim lægri,
sem sjást í uppgjörum frá Norðurlöndum,
Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem dán-
artalan liggur á milli 10—20%. í töflu
XII er sýnt uppgjör síðustu 10 ára héðan
af barnadeildinni og til samanburðar nokk-
ur uppgjör erlendis frá (21, 22, 27). Slíkur
samanburður er ekki einhlítur, þar sem
ólík samsetning sjúklingahópanna getur
haft áhrif á niðurstöðu. Flest erlend yfirlit
ná yfir sjúklinga á öllum aldri, en vitað er
að dánartala er há hjá öldruðum sjúkling-
um með mengisbólgu. Þá er ekki alltaf
ljóst af skýrslum, hvort teknir séu með,
undanskildir eða í óvenju stóru hlutfallli,
sjúklingar með ýmsa fyrirlæga sjúkdóma,
sem beinlínis leiða til eða eru meðverk-
andi orsök að mengisbólgu. Ennfremur
sleppa sumir úr, við útreikning dánartölu,
þeim sjúklingum, sem deyja innan 24
klukkustunda frá því þeir koma á spítal-
ann (30).
Etiologia: Skýrslur um meningitis bac-
terialis bera með sér, að þrjár sýklateg-
undir, N.meningitidis, H. influenzae og D,-
pneumoniae eru sýkingarorsök í yfirgnæf-
andi meirihluta tilfella eða 80—90% af
þeim, sem sýklagreindir eru (16, 21, 22, 27,
30, 37) og í þessu uppgjöri er hlutfallið
svipað eða 91%. Innbyrðis hlutfall þessara
þriggja aðalsýklategunda er ærið mismun-
andi í hinum ýmsu heimildum, venjulega
gefið upp sem hundraðstala af heildar-
fjölda sýklagreindra sem ósýklagreindra
(10 og tafla XII: 21, 22, 27). Áður fyrr
var N.meningitidis algengasta sýkingaror-
sökin, en eftir að almenn notkun sýkla-
lyfja hófst árið 1945 hefur breyting víðast
hvar orðið í þá áttt, að H. influenzae til-
fellum hefur farið hlutfallslega fjölgandi,
N.meningitidis fækkandi, en hlutfall D,-
pneumoniae nokkuð staðið í stað. Sérstak-
lega virðist þessarar þróunar hafa gætt í
Bandaríkjunum, þar sem H. influenzae er
nú orðin langtíðasta sýkingarorsökin (3).
The Center for Disease Control telur að
þar í landi komi fyrir 29.000 tilfelli H,-
influenzae á ári, 4.800 D.pneumoniae og
4.600 N.meningitidis (32).
Hlutfallslegrar aukningar á mengis-
bólgu af völdum H.influenzae hefur gætt
annars staðar, t. d. á Norðurlöndum, þó
ekki virðist það vera í eins stórum mæli
eins og vestan hafs. í tveimur uppgjörum
frá Blegdamshospitalet í Kaupmanna'höfn,
sem ná yfir tímabilin 1949—1959 (31) og
1960—1965 (21) hafði aukningin orðið úr
13% í 18%. í báðum uppgjörum var