Læknablaðið - 01.12.1974, Page 54
188
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE XI
Mean blood pressure and the electrocardiogram at the time of diagnosis.
Pa mmHg Not L VH number % LVH number % Normal ECG number % Total
<150 22 44,9 15 29,4 13 76,5 50
150-169 16 32,7 15 29,4 3 17,6 34
>170 11 22,4 21 41,2 1 5,9 33
49 100,0 51 100,0 17 100,0 117
Á töflu VIII má sjá, að konur höfðu að
jafnaði lægri meðalþrýsting við greiningu
en karlar. Ekki var samt marktækur mun-
ur á dreifingu meðalþrýstings eftir kynj-
um (X2(2)=3.55). Á töflu IX sést, að um
fjórðungur III. stigs sjúklinga hafði Pa
> 170, en um helmingur IV. stigs sjúkl-
inga hafði Pa > 170, og var marktækur
munur á dreifingu meðalþrýstings eftir
því, hvort um var að ræða III. eða IV. stig
háþrýstings (X2(2)=9.20 p^0,01). Ljóst
er, að hlutfallslegur fjöldi IV. stigs sjúkl-
inga jók.st með hækkuðu meðalþrýstings-
gildi. Á töflu X sést, að sjúklingar með
eðlilegt ureagildi við greiningu höfðu til-
tölulega oftar lægri meðalþrýsting en hin-
ir, sem höfðu hækkað urea. Loks sést á
töflu XI, að hlutdeild sjúklinga með merki
um vinstri slegilsstækkun á hjartarafriti
virtist fara vaxandi með hækkandi meðal-
þrýstingi. /.--prófun fyrir hneigð sýnir, að
þessi hlutfallslega aukning sjúklinga með
merki um vinstri slegilstækkun er mark-
tæk (x2(l)=4,25, P<0,05).
Fylgikvillar eftir greiningu:
79 sjúklingar (67.5%) höfðu eftir grein-
ingu fengið fylgikvilla, sem hugsanlega
stöfuðu af háþrýstingi, þ. e. heilaáfall,
hjartaáfall eða nýrnabilun. Sumir fengu
fleiri en einn fylgikvilla. Við mat á þess-
um atriðum var farið eftir greiningum í
TABLE XII
Incidence of complications after diagnosis.
Uremia 44 (37,6%)
Cerebro-vascular accident 35 (29,9% )
Myocardial infarction 25 (21,4%)
sjúkraskýrslum, krufningarskýrslum, eða
dánarvottorðum og einnig ef aðrar upp-
lýsingar fengust, sem. bentu sterklega til
þess, að um ofangreinda fylgikvilla hefði
verið að ræða. Varðandi nýrnabilun
(uraemia) var miðað við, að ureagildi
hefði stöðugt mælzt verulega hækkað
(> 60 mg%) og/eða greinileg klinisk ein-
kenni nýrnabilunar hefðu verið til staðar.
Á töflu XII sést, að nýrnabilun var
greinilega algengasti fylgikvillinn (37.6%).
Þess ber þó að gæta, að margir sjúklingar
höfðu hækkað urea við greiningu, og sum-
ir voru þegar orðnir alvarlega úremiskir,
stundum vafalaust af völdum nýrnasjúk-
dóma, sem valdið höfðu háþrýstingnum.
Heilaáfall (thrombosis s. hemorrhagia)
fengu 29.9% sjúklinga, en 21.4% fengu
hjartaáfall (infarctus myocardii). Athygli
vekur, hve algeng nýrnabilun og heila-
áfall var í sjúklingahópnum, en þessir
fylgikvillar hafa verið taldir mest áber-
andi, þegar svæsinn háþrýstingur er van-
meðhöndlaður.2 13
Athugað var, hvort munur væri á tíðni
fylgikvilla eftir nokkrum atriðum varð-
andi ástand sjúklinganna við greiningu
Niðurstöður er að finna í töflum XIII-XVI.
Lítill munur reyndist vera á III. stigi
(67%) cg IV. stigi (70%) og ekki mark-
tækur (x2(l)=0,07, p>0,70). Athyglis-
vert er, hve margir (78,4%) með stækkun
á vinstri slegli á hjartarafriti við greiningu
fengu síðar fylgikvilla, en miklu færri
fengu fylgikvilla af hinum, sem höfðu eðli-
legt rit (52.9%) eða sjúklegt rit af öðrum
crsökum (61.2%). Þegar bornir eru sam-
an hóparnir, sem höfðu sjúklegt hjarta-
rafrit, kom samt ekki fram marktækur
munur (x2(l)=3,52, p>0,05). Minni mun-