Læknablaðið - 01.12.1974, Síða 84
210
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA XIU
Tímalengd veikinda 124 sjúklinga fyrir innlagningu. % tala í svigum
Búseta Tala sjúkl. < 1 dagur (4-22 klst.) Dánir 1-2 dagar Dánir 3-4 dagar Dánir
Rvík & nágr. 77 30(39) 2 33(43) 2 6(8) 1
Utan af landi 47 5(11) 2 27(58) 1 10(21) 0
Samtals 124 35(28) 4 60(48) 3 16(13) 1
kvenna, en ekki nánari sundurliðun eftir
aldri og sýkingarorsök. 1 þessu yfirliti er
hlutfallið 1.8. Þó stúlkur séu þetta miklu
færri, voru þær álíka margar og drengir
með H.influenzae sýkingu (dr./st.: 12/11),
en hins vegar engin stúlka með D.pneu-
moniae sýkingu. Hlutfall kynja í hópnum,
sem ekki varð sýklagreindur var 1.9 (33/
17).
Hið háa hlutfall kynja í þessu uppgjöri
gæti e. t. v. skýrzt af því, að notkun sýkla-
lyfja væri hér í landi meiri og almennari
en annars staðar, þó engin könnun liggi
fyrir á því, en í fyrnefndri grein Washburn
et al. (39) er sýnt fram á, að hlutfallið
milli kynja hafi aukizt eftir að sýklalyt
komu til sögunnar.
Hvað aldrinum viðvíkur, virðist fyrsti
mánuðurinn í lífi barnsins mesta hættu-
tímabilið að því er meningitis bacterialis
varðar og Smith (33) telur, að á engum
einum mánuði í æviferli mannsins komi sá
sjúkdómur oftar fyrir. Groover (16) telur,
að hjá nýfæddum börnum komi mengis-
bólga fyrir hjá einu af hverju 1000—2000
og tíðnin sé enn hærri, ef miðað er við
fyrirburði eingöngu.
í þessu uppgjöri eru aðeins 5% barna
innan 1 mánaðar aldurs, en mun hærri
tölur yfirleitt nefndar annars staðar eða
10—15% (22), þ. á m. 12% hjá Mathies
& Wehrle (27). Ekki er ljóst, hvað veldur
hinni lágu hlutfallstölu hér. Staðbundnar
aðstæður, mismunandi eftir löndum, gætu
þar haft áhrif, t. d. hlutfall fæðinga á
stofnunum og í heimahúsum, þrifnaður og
umhirða barnsins strax eftir fæðingu eða
mismunandi notkun sýklalyfja.
í þessu uppgjöri voru 26% barnanna á
aldrinum 1—11 mánaða, 33% 1 árs, 15%
2 ára og 9% 3 ára. 9% júklinga voru eldri
en 5 ára. Aldursdreifing sjúklinga Mathies
& Wehrle var nokkru meiri. 31% voru á
aldrinum 1—-11 mánaða, 18% 1 árs og
13% barnanna voru eldri en 4 ára.
Sjúklingar með D.pneumoniae voru á
aldrinum 2—11 ára. N.meningitidis og H.
influenzae dreifast hlutfallslega nokkuð
svipað eftir aldri. Yngsti sjúklingurinn
með H.influenzae var 4 mánaða, en tveir
(9%) voru eldri en 5 ára. Yngsti sjúkling-
urinn með N.meningitidis var 2 mánaða,
en 11% af heildarfjölda þeirra voru eldri
en 5 ára.
Einkenni: Sum einkenni, er fylgja men-
ingitis bacterialis, s. s. hár hiti, hnakka-
og bakstífleiki, uppköst og ertni, eru svo
algeng, að ekki er hægt eftir þeim einum
saman að mynda sér skoðun um horfur
sjúklingsins eða sennilega sýkingarorsök.
Fremur gætu hin sjaldgæfari gefið vís-
bendingu.
í þessu uppgjöri sáust krampar hjá 15%
sjúklinga. Hlutfallstíðni var hæst hjá þeim
yngstu, innan 1 mánaðar (67%). Byggist
þetta sennilega á aldrinum, en ekki þeim
sýklategundum, sem þá eru mest á ferð-
inni, því þeim fylgir ekki nein sérstök
krampatíðni, er þær koma fyrir hjá eldri
sjúklingum. Eftir sýkingarorsök komu
krampar hlutfallslega oftast fyrir hjá
sjúklingum með D.pneumoniae (33%), þar
næst N.meningitidis (13%), en sjaldnast í
H. influenzae sýkingum (9%). Krampar
komu fyrir hjá 10% sjúklinga með ókunna
sýkingarorsök. Af sjúklingum með krampa
létust 31%.
Af sjúklingum Jensen et al. (21) voru
8% sjúklinga með krampa og Jonsson &
Alvin (22) 20%. Smith & al (32) telja að
krampar komi fyrir hjá allt að 30% sjúkl-
inga með meningitis bacterialis, tíðast í H.
influenzae sýkingu. Krampar komu fyrir
hjá 18% sjúklinga Ellekjær og Brydþy (10)