Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Síða 79

Læknablaðið - 01.12.1974, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 205 TAFLA IX Notkun sýklalyfja fyrlr innlagning’u og niðurstöður sýklagreiningar Lyfjagjöf fyrir Fjöldi innlagningu sjúklinga Fjöldi sýkla- greindra % 1-4 lyfjaskammtar 23 14 61 1 dagur 4 1 25 2 dagar 7 2 29 3 dagar 2 1 50 4 dagar 1 0 5 dagar 2 0 > 6 dagar 3 1 33 Gefin lyf, en óvíst hve lengi 41 22 55 Samtals 83 41 49 Engin lyf 14 11 79 Einskis getið um lyf í sjúkraskrá 27 23 85 Samtals 124 75 60 breyttri í að meðaltali 7—8 daga, en lyfj- um þá fækkað smám saman. Lægi sýkla- greining fyrir var lyfjum fækkað nokkuð fyrr og þá i samræmi við næmispróf. Venjulega voru þó gefin a. m. k. tvö, öllu oftar þrjú sýklalyf jafnlengi og ósýkla- greindum sjúklingum og var síðan dregið úr lyfjagjöf á svipaðan hátt. Samnotkun lyfja hefur veriði nokkuð breytileg frá einu til- felli til annars, en viss lyf þó verið meg- inuppistaða meðferðar, ef um einhvern hinna þriggja aðalsýklaflokka hefur verið að ræða: Sulfa notað við N.meningitidis, chloramphenicol við H. influenzae og peni- cicllin við D.pneumoniae. Gangur sjúkdómsins og batamerki sjúkl- ings hafa verið látin ráða um tímalengd meðferðar, en að jafnaði ekki stuðzt við niðurstöður af endurteknum mænuvökva- rannsóknum. Þó hafa í sumum tilfellum verið gerðar endurteknar hryggstungur, þegar bati hefur verið hægur og árangur meðferðar ekki þótt nógu góður. Sýkla- lyfjameðferð hefur ekki verið hætt fyrr en sjúklingur hefur verið minnst 5 daga hitalaus. Við athugun á sjúkraskrám kemur í ljós, að sjúklingar með ókunna sýkingarorsök voru að meðaltali í 13 daga á sýklalyfjum, sjúklingur með N.meningitidis 14 daga, H. influenzae 15 daga og D.pneumoniae i 16 daga. Þegar á heildina er litið, var tíma- lengd meðferðar að meðaltali 14 dagar. Á fyrstu árunum voru lyfin ýmist gefin í vöðva eða í inntökum, allt eftir því hvað sjúklingurinn var veikur og hvernig hon- um gekk að nærast. Síðari árin hefur al- menna reglan verið sú að gefa þessum sjúklingum vökva í æð og lyfjum veitt þá leiðina, annaðhvort uppleystum í vökv- anum eða í einstökum inndælingum. Sterar voru gefnir öllum sjúklingum með sjúkdómsmyndina Waterhouse-Fride- richsen, 10 að tölu, og þar að auki börn- um, sem virtust langt leidd við komu á spítalann, einkum ef þau voru jafnframt með húðblæðingar, enda þótt losteinkenni væru ekki til staðar. Alls fengu 35 börn slíka meðferð. 5 þeirra dóu nokkrum klukkustundum eftir komu á deildina, en hin voru á sterameðferð að meðaltali í 7— 8 daga. Af þeim voru 15 með N.meningi- tidis, 6 H. influenzae, 1 D.pneumoniae og hjá 8 var sýkingarorsök ókunn. Árangur: Af 132 sjúklingum létust 12, 8 drengir af 85 (9.4%) og 4 stúlkur af 47 (8.5%). Heildardánartalan er tæplega 9.1%. Af þremur 5-ára tímabilum var dánartalan hæst á miðtímabilinu, 1963—1967 eða 13% (tafla V). Eftir aldri var dánartalan hlut- fallslega hæst í yngsta aldursflokknum, þ. e. hjá börnum innan 1 mánaðar, þar sem 4 af 5 börnum létust (tafla IV). Eftir sýkingarorsök var dánartalan hlutfallslega hæst, þegar um sjaldgæfari sýkla var að ræða eða 85.7% (töflur I og IV), þar næst í meningitis pneumococcica (16.6%). Einn (2.2%) sjúklinganna með N.mefningitidis dó, en enginn af þeim, sem voru með H. influenzae. Af sjúkling- um, sem ekki urðu sýklagreindir dóu 4 eða 8.0%. Tafla X greinir frá einstökum dauðs- föllum. Öll voru börnin krufin og hjá þeim fundust bólgubreytingar í heila- himnum eða heila. Hjá 5 var ekki ljóst fyrr en við krufningu, að þau höfðu meng- isbólgu, en þar af voru 3 með myelomen- ingocele og höfðu ekki hlotið neina með- ferð. Fjórða barnið (nr. 2 á töflu X) lézt strax eftir komu á spítalann. Fimmta barnið var innlagt frá fæðingardeild 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.