Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 9

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 47 Guðrún Jónsdóttir læknir SJÁLFSMORÐ Á ÍSLANDI 1962-1973 INNGANGUR Um það bil 1000 manns fremja sjálfs- morð í heiminum á degi hverjum,30 og sjálfsmorð eru í mörgum löndum heims meðal 10 algengustu dánarorsaka.28 Árið 1969 var sjálfsmorð að meðaltali dánar- orsök í 10 tilvikum miðað við 100.000 íbúa.28 Árið 1966 var sjálfsmorð meðal 5 al- gengustu dánarorsaka í 17 Evrópulöndum og í 6.-10. sæti í 4 löndum.27 Almennt er viðurkennt, að sjálfsmorð séu yfirleitt vantalin1 29 30 og erfitt sé að gera samanburð milli þjóða,23 bæði af þessum sökum svo og af því, að skilgrein- ingar sjálfsmorðs eru breytilegar frá einu þjóðlandi til annars, af hefð og samkvæmt lögum og reglum.24 Mismunandi reglur um staðfestingu dánarorsaka, skráningu dánar- vottorða og líkskoðun valda því, að alþjóða- legan samanburð verður að taka með vissri varúð. Sumir höfundar, er þetta hafa kannað, hafa þó komist að þeirri niðurstöðu, að tíðni sjálfsmorða eigi sér rætur í upp- eldi og menningararfleifð, sbr. könnun Sainsbury,22 sem sýndi, að tíðni sjálfs- morða í 11 löndum var mjög svipuð tíðni hjá innflytjendum sömu þjóða til Banda- ríkj anna. Gerðar hafa verið tilraunir til að meta skráningarskekkjur, með því að bera sam- an fjölda skráðra sjálfsmorða og fjölda skráðra vafatilfella,1 8 en slík skráning var fyrst tekin upp í áttundu útgáfu Inter- national Classification of Diseases (1965). í þennan flokk koma þau tilvik ,,when it cannot be determined whether the in- juries are accidental, suicidal or homicidal. They include self-inflicted injuries not specified either as accidental or as inten- tional“.32 Margir telja, að meirihluti þess, sem skráð er í þennan flokk, sé sjálfsmorð,1 og hafa gert samanburð milli landa, sem sýnir, að líklegt er, að svo sé.8 Barraclough1 komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, með því að athuga upplýsing- ar 22 þjóða samkvæmt skýrslum ÍWHO að ,,the rank order correlation coefficient between the suicide rate and the suicide rate plus the undetermined rate“ væri 0,89 (p<0.001) og væri ein þjóð undan- skilin hækkaði talan i 0.95. Niðurstaða þessa höfundar er því sú, að „strong evidence that differences in na- tional, official suicide rate truthfully re- flect that countries do differ in their in- cidence of suicide“. Sé litið á skýrslur WHO frá 1969,28 þá sést, að tíðni er breytileg hjá 37 þjóðum, sem skráning náði til, frá 0.7/100.000 i Mexíkó til 43.6/100.000 í V-Berlín. Séu Evrópuþjóðir athugaðar sérstaklega FiGURE I FEMALES MALES CRUDE ANNUAL IRELAND 1."i ZZL2'6 DEATH RATES FROM GREECE 21 r EUROPEAN NORTHERN IRELAND i‘-9 73 I COUNTRIES 1969 BY ITALY i33 76 | SEX PER I00.000 SCOTLAND 1 5.4 8.6 | ICELAND 962 - 1973 NETHERLANDS |5.6 9.1 1 ENGLAND, WALES | 7,2 1o,6 | PORTUGAL 1,3-8 12‘9 I NORWAY |3.3 13,0 BULGARIA 1 36 15.1 L ICELAND 17.4 n POLAND 1« 18.6 11 YUGOSLAVIA 1 36 2o,3 Z1 BELGIUM 9.3 21,3 LUXEMBOURG | 8.1 22.9 1 FRANCE 16-5 23.4 —1( SWITZERLAND 9.8 25.3 DENMARK 15.2 26.6 GERMANY ER. [ 14.7 27,7 SWEDEN 12,7 31.2 AUSTRIA 14,4 31.3 FINLAND 1o.1 37,4 HUNGARY 18.9 48,3

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.