Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1977, Síða 12

Læknablaðið - 01.04.1977, Síða 12
50 LÆKNABLAÐIÐ FIGURE III CRUDE ANNUAl DEATH RATES FROM SUICIDE IN ICELAND 1962 - 1973 9Y SEX PER 1oo,ooo POP. MALES FEMALES en hið síðara 20.3, svo að í beinum tölum er um lækkun að ræða. Á mynd III er dánartala hópsins sýnd miðað við kynskiptingu og 100.000 íbúa. í samanburði sveiflast tölurnar fyrir karla frá 8.6 árið 1971 til 30.3 árið 1966, og' fyrir konur frá 2.0 árið 1968 og 1971 til 7.2 árið 1966. Séu tekin 6 ára meðaltöl eins og áður, árin 1962-1967 og árin 1968-1973 fást töl- urnar: 1962-1967 Konur 4.5 Karlar 19.4 1968-1973 Konur 4.3 Karlar 15.3 Til samanburðar þessum tölum má nefna, að í Noregi, sem er lægst Norður- landa, voru 5 ára meðaltöl 1961-1965 fyrir karla 11.60 og konur 3.37.17 Á mynd IV er hópnum skipt eftir dánar- mánuði. Fæstar konur deyja í júlí, ágúst og september: 2, 2 og 3, en flestar í nóvember, október og desember: 8, 6 og 6. Fæstir karlar deyja í júlí: 13, og næst- fæstir í apríi, júní og desember: 14. Flestir deyja hins vegar í maí 26 og næstflestir í mars 25. Stengel23 heldur því fram, að reglulegar árstíðarsveiflur séu á sjálfsmorðum, þann- ig að tíðnin aukist frá janúar til maí eða júní, en lækki síðan fram til desember og janúar, oft með lítilsháttar hækkun á haustin. FIGURE IV SUICIDES IN ICELAND 1962 - 1973 DISTRIBUTION' BY MONTH AND SEX Sveiflur af þessu tagi er hægt að greina, þegar litið er á ársfjórðungsskiptingu, en þó mismunandi fyrir karla og konur: J-F-M A-M-J J-A-S O-N-D M 66 54 50 45 F 13 J2 7 20 Þessar sveiflur eru meiri en svo, að skýra megi þær sem tilviljanakenndar. 1. Aldursskipting. Hópnum var skipt í aldurshópa í því skyni að finna aldursdreifingu. Þessi skipt- ing kemur fram í beinum tölum og hundr- aðshlutum í töflu III og einnig sýnir tafl- an hlutfallstölur aldursflokka miðað við 100.000 íbúa. Tölulega er mestur fjöldi karla í aldurs- flokki 40-49 ára, 21.5%, en kvenna í ald- ursflokknum 30-39 ára, 23.1%. Engin kona er undir 15 ára aldri, en 3 karlar voru 14, 13 og 12 ára. Athyglisvert er, að aðeins 1 kona (1.9%) í hópnum er 70 ára eða eldri. Af körlum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.