Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 39

Læknablaðið - 01.04.1977, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 65 Óls.fur Ólafsson, Almar Grímsson NEYZLA ÁVANA- OG FlKNIEFNA OG GEÐLYFJA Á ÍSLANDI INNGANGUR Niðurstöður rannsóknar, er landlæknis- embættið og Lyfjaeftirlit ríkisins hafa gert á lyfjaávísunum í Reykjavík og víðar um landið, gefa til kynna að neyzla geðlyfja (psychopharmaca) hefur aukist hérlendis líkt og í nágrannalöndum. Greinargerðir um ávísanavenjur lækna og úttekt á lyfja- ávísunum til ýmissa þjóðfélagshópa hafa verið birtar8 012 og jafnframt árangur upplýsinga- og áróðursherferða heilbrigðis- yfirvalda til þess að draga úr ávísanamagni lækna á þessi lyf.10 13 í þessari grein verð- ur skýrt frá: 1. Niðurstöðum könnunar á ávísunum ís- lenzkra lækna á geðlyf, svo sem amfeta- mín, samanborið við lyfjaávísanir lækna á öðrum Norðurlöndum. 2. Ráðstöfunum, sem íslenzk heilbrigðis- yfirvöld hafa gert til þess að „tak- marka“ ávísanamagn lækna á fyrrnefnd lyf- 3. Samstarfi íslenzkra heilbrigðisyfirvalda við önnur yfirvöld og stjórnvöld og ráð- stöfunum til þess að draga úr fíkniefna- neyzlu vegna ólöglegs innflutnings. NIÐURSTÖÐUR Úr töflu 1 má lesa um magn ávísana á nckkur geðlyf, mælt í stöðluðum dags- skömmtum á hverja 1000 íbúa á dag7 í Reykjavík, á Akureyri og í Noregi. í Reykjavík ávísa læknar verulega meira magni af díazepami en læknar á Akur- eyri og í Noregi. Erfitt er að skýra þennan mismun, en hugsanlegt er, að t. d. læknar á Akureyri séu betur á verði gegn slíkum ávísunum eða að fólk leiti síður eftir ávís- unum en í Reykjavík, nema hvort tveggja sé. Greinarhöfundum er kunnugt um, að heilbrigðisyfirvöld á Akureyri hafa lengi fylgst mjög náið með lyfjaávísunum lækna.13 Á Akureyri eru fáir læknar og kunnugt er um, að heilbrigðisyfirvöld þar hafa kynnt læknum hættur við ávísun þessara lyfja og fylgst með ávísunum af kostgæfni. Um lyfjaávísanir lækna almennt er lítið hægt að fullyrða, nema að ávísanir norskra lækna eru hlutfallslega færri en lækna í Reykjavík. Vitaskuld væri réttmætara að bera saman ávísanavenjur félaga þeirra í Osló og í raun hefur það verið gert, en nákvæmar niðurstöður liggja ekki fyrir enn. Ljóst er, að norskir læknar ávísa verulega minna magni af geðlyfjum en íslenzkir læknar.11 Notkun nítrazepams hefur aukist verulega á undanförnum ár- um, en þetta lyf er nú algengasta svefn- TABLE 1 Sales of some hypnotics and sedatives in Norway and in two cities in Iceland. Defined daily doses/1000 inhabit./day. ICELAND NORWAY Reykjavík Akureyri 1967 1970 1974 1972 1973 1974 1974 Benzodiazepines (except Nitrazepam) 15.05 27.64 25.25 50.6 52.1 50.2 22.8 Meprobamate 2.41 2.19 1.65 3.5 3.4 2.1 1.4 Barbiturates 13.0 11.16 8.15 11.8 12.2 9.1 8.2 Nitrazepam 0.99 9.18 13.40 24.3 25.3 35.3 30.4 Total 31.45 50.17 48.45 90.2 93.0 96.6 63.8

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.