Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 12

Læknablaðið - 01.04.1978, Side 12
48 LÆKNABLAÐIÐ 17 og 18 ár. M.t.t. krufninganiðurstöðu á þeim 3 sjúklingum, sem einnig höfðu klin- iskt PMA, er freistandi að álykta, að hjá hinum 3 hefðu einnig fundist breytingar í cortico-spinal brautum, þannig að allir M.N.D. sjúklingarnir hér, nema einn, séu raunverulega ALS. (Ekki má þó fullyrða neitt í þessu efni, því lýst er sjúklingum með langvarandi kliniskt PMA sem við krufningu sýndu ekki merki um sjúkdóm í efri motor neuronum13 42) Hinsvegar er skiptingin kliniskt 30 ALS, 6 PMA og 1 PLS hliðstæð athugunum annarra7 13 27 32 38. í heild verður niðurstaðan af þessu sú, að M.N.D. á ísiandi sé fyrst og fremst ALS. M.t.t. viðkenndrar skiptingar ALS° 7 17 21 20- 30 31 38 falla allir sjúklinganna, nema 2 undir svonefndan tilfallandi (sporadic) hóp, en hjá 2 er um ættgengi að ræða og koma þeir því í ættgengishóp (Familial ALS). Kliniskt er enginn munur á þessum tveim hópum. Hinsvegar hefur enginn ALS sjúklinganna hér neitt sameiginlegt klin- ískt með þriðja ALS hópnum þ.e.a.s. þeim sem kenndur er við íbúa vissra Kyrrahafs- evja og hluta Japans. Er þar átt við að enginn sjúklinga hér sýndi merki um trufl- un í öðrum hluta taugakerfisins en motor neuron kerfi og tekur þetta til hins ætt- genga ALS á þessum svæðum. Þá er og al- gengi sjúkdómsins hér í engu samræmi við það sem gerist á fyrrnefndum stöð- um0 22 20 27 '28 30 31 43. Langlífi í ALS er hér meira en annars staðar þar sem 9 sjúklingar af 30 (11 af 37 í M.N.D.) lifa lengur en 10 ár. Þótt það eigi við um M.N.D. að lengd sjúkdóms um- fram 10 ár heyri til undantekninga, á það enn frekar við um primæran ALS. Lawyer og Netsky (1953)32 lýsa einum sjúklingi með ALS í 35 ár. Metcalf og Hirano (1971 )37 fundu tvo sjúklinga með ALS, sem lifað höfðu lengur en 10 ár (12 og 21 ár). Muller (19 5 2 ) 39 40 taldi 3% lifa leng- ur en í 10 ár. Bonduelle7 greinir frá einum sjúklingi (eftir Souques) sem lifði 26 ár með ALS. en meðal siúkdómslengd hjá 100 sjúklingum með ALS revndist 2.7 ár. Aðeins 10% lifðu lengur en 5 ár og lengst einn í 13 ár. Lengd sjúkdómsins á Guam pr ekki frábrugðin öðrum stöðum. Vejjajiva et. al. (19 6 7 ) 45 greinir frá 2 sjúklingum með ALS í lengri tíma en 10 ár. Við höfum ekki dregið i efa réttmæti nafngiftarinnar M.N.D., né heldur notkun annarra þeirra sjúkdómsheita, sem í inn- gangi er getið samkvæmt kliniskri mynd sjúkdómsins. Við höfum hinsvegar haldið fram, að lang stærsti hluti M.N.D. sé í rauninni ALS og fremur en að sérstök frumcrsök liggi að baki hverri einstakri kliniskri sjúkdómsmynd, sé líklegra að sömu orsök sé til að dreifa og að mismun- andi ónæmi og/eða efnaleg uppbygging og efnaskipti innan motor neuron kerfisins valdi því, að við blasi fleiri en ein sjúk- dómsmynd hvað viðkemur útbreiðslu ein- kenna bæði í tíma og rúmi. Við teljum at- hugun okkar staðfesta þetta og að til sé (krónisk) mynd af ALS og að í mörgum tilvikum sé aðeins um undanfara að ræða, þegar greiningarheiti 2—5 eru notuð. Þetta er einnig í samræmi við þá skoðun Fried- man og Freedman (1950)18 að PMMA (all- ir langlífu sjúklingar okkar byrjuðu með þeirri mynd) sé ekki sérstakur sjúkdómur heldur ALS, þar sem efri motor neuronu einkenni séu ekki augljós kliniskt. Um þessa skoðun er ágreiningur eins og að framan er lýst. M.t.t. langlífis í ALS er niðurstaðan sú, að ekki skiptir máli frá hvaða hluta motor neuron kerfisins einkenni koma fyrst fram, heldu ' hitt að þróun þeirra í upphafi sé hægfara og að einkenni frá fleiri hlutum en einum komi fram seint. Engin sérstök sjúkdómssvæði (clustering) eru á landinu svo sem er í Japan og á Kyrrahafseyjum. Við höfum ekki skýringu á meira langlífi hér í M.N.D. en annars staðar. Það sýnist raunverulegt enda þótt tillit sé tekið til mismunandi flokkunar4. Athugunum er haldið áfram. SAMANTEKT. Lýst er faraldsfræðilegri rannsókn á M.N.D. á íslandi á tímabilinu 1951—1970. Þrjátíu og sjö reyndust hafa sjúkdóminn, þar af 22 karlmenn og 15 konur. Hlutfall karla og kvenna er 1.47:1. Nýgengi er 0.8:100.000, algengi 6.5:100.000 per. 31.12. ’70, cg dánartala 0.7:100.000 á ári. Sjúk dómurinn er sjaldgæfur undir 40 ára aldri og meðalbyrjunaraldur er fyrir bæði kyn 55.5 ár. Meðallengd sjúkdóms hjá báðum kynjum er 7 ár. Ættgengi er 5.7%. Algeng-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.