Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 23

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 53 sérfræðingur við Landspítalann. Á sama tíma safnaði hann heimildum um neurolog- íska sjúkdóma á íslandi, skráði þærog birti í erlendum og innlendum visindaritum. Eftir hann liggur fjöldi greina um neuro- logíska sjúkdóma á íslandi í viðurkenndum læknaritum, svo sem um heila- og mænu- sigg, Parkins.onveiki, cerebal palsy, æxli í miðtaugakerfi, sjúkdóma í vöðvum, auk greina um ýmsa sjaldgæfa neurologíska sjúkdóma, svo fátt eitt sé nefnt. Hann safn- aði einnig heimildum um ýmsa aðra neuro- lcgíska sjúkdóma en þá, sem hér hafa ver- ið nefndir, og sem aðrir gátu síðan fært sér í nyt, m. a. sá, sem þetta ritar. Áður en hann andaðist höfðum við lagt drög að athugunum á enn fleiri neuro- logískum sjúkdómum, sem hann hafði von- ast til að hafa heilsu og þrek til þess að sinna síðar. Áhugi hans á sérgrein sinni og rannsóknum á sjúkdómum innan henn- ar hélst til hinstu stundar. Kjartan var farsæll í starfi sínu. í mikl- um önnum og oft við erfið og næsta frum- stæð skilyrði, urðu honum á fá mistök. Hann reyndist þeim vel, er til hans leituðu, og mest þurftu á hjálp að halda. Sérstöku ástfóstri tók hann við sjúklinga með heila- cg mænusigg. Hann rannsakaði þann sjúk- dóm eins og hann hafði aðstæður til sleitu- laust til hinstu stundar, cg til minningar um eiginkonu sína stofnaði hann styrktar- félag þessara sjúklinga. Fyrir þetta starf sitt öðru fremur var hann vel virtur á alþjóðavettvangi og um langt ára- bil var hann í stjórn alþjóðasamtaka um Multiple Sclerosis, auk þess að vera meðlimur í fjölmörgum öðrum alþjóð- legum vísindafélögum. Hann vissi áreiðan- lega meira um Multiple Sclerosis en nokk- ur annar íslendingur fyrr og síðar. Kjart- an var vel virtur og vinsæll kennari, enda frábær fræðari og góður prófari, því hann átti au.k þekkingar sinnar brjóstvit og mannþekkingu í ríkum mæli. Kjartan var um árabil formaður Félags íslenskra taugasjúkdómafræðinga og full- trúi okkar í Wcrld Federation of Neuro- logy. Hann vann ötullega að stofnun tauga- sjúkdómadeildar við Landspítalann og vildi veg hennar sem mestan. Hann gerði strang- ar kröfur og jafnan þær ströngustu til sjálfs sín, en hann hafði ákveðnar hug- myndir um uppbyggingu taugasjúkdóma- deildarinnar, svo að hún væri meira en nafnið eitt. Hann vildi beita sér fyrir efl- ingu hennar með þeim hætti, að hún gæti veitt raunverulega neurologíska þjónustu í viðtækustu mynd og verið fær um að veita ungum mönnum marktæka kennslu, en ekki dulbúna af dvalarvottorði einu saman. Á efri árum hafði hann í reynd frumkvæði að því að reyna að sameina alla taugasjúkdómafræðinga landsins um skipu- lagða neurologíska þjónustu fyrir öll sjúkra- hús borgarinnar og landið í heild. Sú var eitt sinn tíð á íslandi, að dyggð og trúmennska, greind og atorkusemi, hrein- skiptni og ósérhlífni þóttu kostir, er prýða mættu hvern mann. Slikir menn voru eft- irsóttir í hvert laust rúm. Þeir voru stórir, sannir menn, þurftu ekki hégómans við. skiluðu sínu verki og spurðu ekki um laun, heldur sjálfa sig að því einu, hvort þeir hefðu vel gert og væru við sjálfa sig sáttir. Meðan þessi þjóð metur eitthvað af þessu til kosta, lifa slíkir menn, þótt þeir deyi. Þegar öllu er lokið á jörðu hér, stendur það eftir í hugum okkar, hvað maðurinn var af sjálfum sér. Kjartan Guðmundsson var stór, stoltur, sterkur cg hjartahlýr. Hann var maður og þurfti ekkert ytra skart. Það fyrnist því seint yfir sporin hans og hann lifir áfram meðal okkar. Það kom honum vel að láta sig ekki skipta laun heimsins, en sátt hans við sjálfan sig vegna trúnaðar við lífsstarf sitt var hon- um mikilvægara og raunar hið einasta, sem þrátt fyrir allt einhverju máli skipti. Maðurinn er gullið. Rykið, sem þyrlar- arnir á það strá, nær ekki yfir gröf og dauða, nú glóir það sjálft og í himnaríki eru allir frískir bæði á sál og líkama. Þar er vafalaust enginn með neurologískan sjúkdóm og þar þarf vafalaust aldrei nein ar neurologískar skoðanir, enda varla nokk- ur þar með Babinski, hvað þá meira. Hins vegar er Babinski þar sjálfur og einnig Gowers cg Jackson og allir þeir frumherj- ar aðrir, sem af trúmennsku og árvekni opnuðu mönnum sýn inn í heim neuro- logíunnar. Þeir kunna nú vafalaust svör við öllu því, sem við leitum enn að hér á jörðu niðri. Þeir ræða án efa um heim-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.