Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ
83
Davíð Gíslcison*
ASPIRIN OG OFNÆMISSJÚKDÓMAR
Sennilega er aspirin (acetylsalicylsýra
(ASA)) mest notað allra lyfja í heiminum.
Notkun þess hófst á síðasta áratug 19. ald-
ar, og það hefur staðist tímans tönn þrátt
fyrir öra þróun í framleiðslu nýrra lyfja.
Þeir eiginleikar ASA að lina verki og
draga úr bólgum og hita (hyperpyrexíu)
eru vel þekktir. Mönnum var þó ókunnugt
hvernig ASA hafði þessi áhrif, þar til í
byrjun þessa áratugs, að Vane og félagar
hans við Royal College of Surgeons of
England sýndu fram á, að ASA hindraði
myndun (biosynthesis) prostaglandina
(PG).18
Prostaglandin eru flokkur hormóna, sem
uppgötvaður var 1936 af Von Euler við
Karolínsku stofnunina í Stokkhólmi. At-
hyglin beindist þó ekki að ráði að þessum
hormónum fyrr en á síðasta áratug, og
enn þá er margt á huldu um eiginleika
þeirra.
Prostaglandin eru ómettaðar fitusýrur
með 20 kolefnis atómum. Þeim er skipt í 8
aðalflokka (PGA, PGB, PGC, PGD, PGE,
PGF"'/« 0g PGF"‘-'«, PGG og PGH) og
nokkra undirflokka eftir mismunandi efna-
samsetningu. Má búast við að þessum
flokkum fjölgi samfara auknum rannsókn-
um.
Prostaglandin virðast hafa víðtæka þýð-
ingu fyrir mannslíkamann. Þau taka þátt
í bólgumyndun og valda sársauka og hita-
hækkun. Þau hafa áhrif á slétta vöðva,
kirtla og önnur hormón, svo aðeins sé
minnst á nokkur atriði.2 10 12 í lungum hafa
prostaglandin m.a. áhrif á spennu í sléttum
vöðvum berkjanna. Ennþá er óljóst hversu
mikinn þátt prostaglandin eiga í orsökum
astma.
Auk áðurnefndra eiginleika ASA veldur
það aukinni blæðingarhneigð með lengd-
* Vífilstaðaspítala.
Greinin barst ritstjórn 4/11 1977. Samþykkt í
breyttu formi 15/12 1977.
um blæðingartíma. Þetta stafar af því, að
ASA hindrar blóðflögur í að klumpast
saman (thrombocytaggregation). Hér er
einnig um á'hrif á prostaglandin að ræða.
Getur þetta bæði verið kostur og löstur
eftir því til hvers lyfið er notað.2
Eins og flestum er kunnugt hefur ASA
ertandi áhrif á magaslímhúð. Sýnt hefur
verið fram á með rannsóknum á hundum,
að prostaglandin dragi úr saltsýrumyndun.
ASA ætti því að örva saltsýrumyndun, en
mér er ekki kunnugt um hvort þetta
hefur verið rannsakað á mönnum.
ASPIRINOFNÆMI
Svokallað aspirinofnæmi (ASA intoler-
ance) er vel þekkt meðal lækna, sem fást
við ofnæmissjúkdóma.
Einkenni eru astmi, nefbólgur (rhinitis),
ofsakláði (urticaria) og ofsabjúgur (angio-
neurotic oedema).
Þessar aukaverkanir af ASA eru algeng-
astar meðal sjúklinga með astma af innri
orsökum (endogen asthma), sjúklinga með
langvinnar nefbólgur og sjúklinga með
langvinnan ofsakláða.1 3 5 7 14 15 17 (Með
langvinnum ofsakláða er átt við að ein-
kennin hafi staðið meira eða minna sleitu-
laust í sex vikur). Oft hafa astmasjúk-
lingarnir bólgusveppi (polypa) í nefi auk
einkenna um langvinnar nefbólgur.10
Astmaköst vegna aspirinofnæmis geta
verið mjög áköf og oft lífshættuleg. Sömu-
leiðis getur ofsabjúgur í munni eða koki
vegna ASA leitt til dauða.
Aspirinofnæmi er ekki einungis bundið
við áðurnefnda sjúkdóma, en getur einnig
komið fram hjá fólki, sem virðist algjör-
lega heilbrigt að öðru leyti.
Aspirinofnæmi líkist mjög mikið sjúk-
dómseinkennum við atopískt ofnæmi
(flokkur I samkv. Gell og Coombs). Þess
vegna var eðlilegt að álíta, að um atópískt
ofnæmi væri að ræða. Húðpróf hafa þó