Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 72

Læknablaðið - 01.04.1978, Qupperneq 72
86 LÆKNABLAÐIÐ Ályktanir: Athugun þessi sýnir, að konur eru í tals- verðum meiri hluta í astmahópnum og í naumum meiri hluta í hópnum með ofsa- kláða og ofsabjúg. Fyrri rannsóknir hafa sýnt sömu niður- stöðu.1 !« Rosenhall18 fór yfir niðurstöður 10 rann- sókna og voru konur í meirihluta í þeim öllum. í þessum rannsóknum voru konur fæstar 52% og flestar 76%. Af þessu er ljóst, að konum er hættara við aspirin- ofnæmi en körlum, en hins vegar eru niðurstöður þessar yfirleitt byggðar á sjúkraskrám, þar sem inrubyrðis fjöldi karla og kvenna er óþekktur. Því er óvíst hvort konum með astma eða áðurnefnd einkenni frá nefi og húð er hættara við aspirinofnæmi en körlum með sömu ein- kenni. Af athugunum mínum verða ekki dregn- ar neinar niðurstöður um tíðni aspirinof- næmis. Settipane15 fann þessi einkenni hjá 3,8% astmasjúklinga, 1,4% sjúklinga með nef- bólgur og 0,9% heilbrigðra einstaklinga. Heimildum ber saman um sterka fylgni milli astma af innri orsökum, langvinnrar nefbólgu og bólgusveppa í nefi annars veg- ar og aspirinofnæmis hins vegar.5 11 13 15 a« 17 Athuganir mínar koma vel heim við þetta. Af mínum sjúklingum höfðu auk þessa 50% einkenni um skútabólgur, en vitneskju um þetta atriði vantar í fyrri rannsóknir. Eins og áður er sagt, hafa sjúklingar með aspirinofnæmi oft astma á mjög háu stigi og þurfa oftar á barksterameðferð að halda en aðrir astmasjúklingar. í mínum sjúklingahópi þurftu 65% astmasjúkling- anna að nota barkstera í meira en eitt ár, en 74% í hópi Rosenhalls.13 Aðeins 2 þeirra sjúklinga, sem fengu astma af ASA, höfðu haft ofsakláða eða ofsabjúg og aðeins 10 sjúklingar, sem fengu ofsakláða eða ofsabjúg af ASA höfðu astma. Sýnir þetta að einkenni um aspirin- ofnæmi eru oftast af sama toga og þau sjúkdómseinkenni sem sjúklingurinn hafði áður en aspirinofnæmið byrjaði. Fyrri at- huganir hafa einnig sýnt sömu riiðurstöðu.3 EFNI, SEM VALDA SVIPUÐUM OFNÆMISEINKENNUM OG ASPIRIN Eins og áður segir, geta þau lyf, sem hafa svipaða eiginleika og ASA, einnig valdið svipuðum ofnæmiseinkennum. Þetta eru lyf, sem draga úr myndun prostagland- ina á sama hátt og ASA. Auk lyfja eru svo önnur efni sem valdið geta svipuðum sjúkdómseinkennum. A ég þar við rotvarnarefni og litarefni, sem blandað er í matvæli til að auka geymslu- þol þeirra eða til að gefa þeim betra útlit. Stöðugt bætist við lista þessara efna eftir því sem rannsóknir aukast á þessu sviði. Mörgum spurningum er ósvarað um á- hrif þessara efna á heilsu manna. Ekki er með fullri vissu vitað á hvern hátt efnin valda sjúkdómseinkennum, en ekkert bendir til að um ónæmisviðbrögð sé að ræða.8 Húðpróf koma hér ekki að gagni fremur en við aspirinofnæmi. Ekki er heldur vitað í hve ríkum mæli neysla þessara efna í daglegri fæðu hefur áhrif á langvinn sjúkdómseinkenni eins og astma og ofsakláða. Þetta er vafalítið mjög einstaklingsbundið og það er sjaldgæft að hitta astmasjúkling, sem beinlínis getur rakið einkenni sín til máltíða með lituðum fæðutegundum. Hins vegar hef ég séð einn sjúkling, sem fékk bráðalost af hálfri flösku af grape tonic, og var þetta rakið til örlítils magns af kinini í þessum drykk. Tafla III sýnir niðurstöðu fjögurra rann- sókna3 7 14 17 á nokkrum lyfjum, rotvarnar- efnum og litarefnum. Szczeklik og félagar rannsökuðu 11 astmasjúklinga, sem allir höfðu aspirinofnæmi. Sjúklingar Rosen- halls og félaga höfðu allir astma, nefbólg- ur og voru grunaðir um aspirinofnæmi. Sjúklingar Granholts og félaga höfðu allir ofsakláða eða ofsabjúg og sjúklingar Doe- glass höfðu allir ofsakláða. RANNSÓKNIR OG MEÐFERÐ SJÚKLINGA Af því sem áður segir er augljóst, að ekki er hægt að beita sömu rannsóknarað- ferðum við aspirinofnæmi og atopískt of- næmi. í strangasta skilningi er rangt að tala um aspirinofnæmi, þar sem ekki er um ofnæmisviðbrögð að ræða. f ensku er talað um aspirin sensitivity eða aspirin intolerance. Eina haldgóða rannsóknarað-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.