Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1978, Síða 82

Læknablaðið - 01.04.1978, Síða 82
94 LÆKNABLAÐIÐ greiningur um hlutfallsleg áhrif umhverfis og erfða, þar sem fleiri en eitt HBsAg sjúk dómstilfelli kemur fyrir í fjölskyldu8. Sá undirflokkur af HBsAg, það er ad, sem fannst eingöngu, er hið algenga af- brigði á Norðurlöndum og í Norður-Evr- ópu.12 18 Undirflokkurinn ay er hins vegar frá fjaríægari stöðum, eins og Austur-Asíu, en hefur komið fram á svæði ad stofnsins í seinni tíð.s 12 18 Næmari aðferðir til greiningar á lifrar- bólguveiru B, en CIEP, hafa verið í notk- un víða um árabil10 11 le. Væri þeim aðferð- um beitt myndi tíðni HBsAg í hérlendu fólki finnast hærri, eins og niðurstöður Dr. Skinhöj benda til13. En ljóst er einnig af niðurstöðum hans, að mikið vantar á að aðferð sú, sem hér hefur verið notuð, og mjög víða erlendis (CIEP), greini mót- efni lifrarbólguveiru B (HBsAb) nema í litlum minnihluta tilfella. Að vísu er það ekki talið skipta máli þótt sjúkling'i sé gef- ið þetta mótefni, en það getur veitt upplýs- ingar um lifrarbólgu og gulu sem sjúkling- ur hefur fengið, en þó sérstaklega hefur það veitt faraldsfræðilegar upplýsingar12 16. Þrátt fyrir að næmustu rannsóknarað- ferðum sé beitt til að finna HBsAg, er ekki hægt að koma í veg fyrir meiri hluta lifr- arbólgusmitunar eftir blóðgjöf. Höfuð- ástæðan til þess eru aðrir sjúkdómsvaldar lifrarbólgu eins og lifrarbólguveira A eða cytomegalo-vírus og EB vírus (Ebstein- Barr veira). Aðferðir til að finna orsakir þessara tegunda lifrarbólgu eru ófundn- ar16. Þrívegis er vitað til, að blóð var gefið sjúklingum, sem reyndist HBsAg jákvætt eftir að það var gefið. í þessum tilfellum var útvegað plasmaskammtur með mikið mótefnamagn gegn HBsAg og sjúklingnum gefinn hann til að reyna að koma í veg fyrir eða draga úr lifrarbólgu vegna veiru- sýkingarinnar frá blóðgjöfinni. í tveim hin- um fyrstu tilfellum var há titerplasma fengið frá Oslo (Helge Heistö), en í þriðja sinn frá íslenskum blóðgjafa með háan titer af HBsAb. Fyrsti sjúklingurinn, sem gefið var blóðeining með lifrarbólgu B veiru, lést áður en hægt var að búast við sjúkdómseinkennum af völdum veirusmit- unar. Annar sjúklingurinn hefur ekki veikst á 2ja ára athugunartíma. Og nýlega (des. 1977) fékk hinn þriðji sjúklingur væga gulu 120 dögum eftir að hafa fengið blóð með Ástralíu-antigeni. Erfitt er að dæma um gagnsemi meðferðar með hátiter- plasma af þessum þremur tilvikum en talið er að þessi meðferð komi að gagni í hluta þeirra sjúkdómstilfella, sem sannanlega hafa orðið fyrir smit16. Þessir tveir sjúklingar leiða hugann að því sem gert hefur verið til að koma í veg fyrir smit af völdum HBsAg. Það er, eins og þegar er frá sagt 1) að gefa ríflegan skammt af mótefni (HBsAb) frá einstak- lingi, sem hefur myndað það (passiv im- munisation) og 2) tilraunir sem gerðar hafa verið til að bólusetja gegn HBsAg eða Hepatitis B veiru. Af mörgum er talið gagn að hinni fyrri (passiv immunisation) sem þó er á tilraunastigi eins og hin síðari16. Með tilliti til aukinna ferðalaga til út- landa og þá sérstaklega til ,,sólarlanda“, þar sem líkur til smitunar eru mjög aukn- ar, ber að vera á verði gagnvart Ástralíu- antigen smitun. Þá ber einnig að muna, að meira er um það í seinni tíð, að útlending- ar sem koma frá suðlægum löndum, þar sem hlutfall smitbera er margfalt hærra en í norðlægum, dvelji hér um lengri eða skemmri tíma, og þeir geta valdið sýking- um, t.d. séu þeir lagðir inn á sjúkrahús, eða fari til tannlæknis. Til að auka árangur smitvarna gegn HBsAg er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir aukinni smithættu frá ákveðnum hóp- um fólks og einstaklingum. Af slíkum er rétt að hafa í huga: 1) íslendinga sem dvalist hafa í hitabeltislöndum eða suðlæg- um löndum, „sólarlöndum“, 2) útlendinga, sérstaklega þá, sem koma frá löndum, sem talin eru í 1) lið. 3) Eiturlyfjaneytendur. innlenda sem erlenda. Gæta þarf sérstakr- ar varúðar gagnvart þessu fólki, þegar það leitar hjálpar á sjúkrahúsum og slysavarð- stofum eða tannlæknastofum. Senda á sýni frá því í rannsókn fyrir Ástralíu-antigeni (HBsAg) og jafnframt að viðhafa ströng- ustu varúðarráðstafanir vegna smithættu í sambandi við sprautunotkun og aðrar lækningar. SUMMARY From November 1973 to May 1976 11.149 blood donors were tested for the Australian antigen, HB^Ag and its antibody.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.