Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 84

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 84
96 LÆKNABLAÐIÐ Þorvaldur Veigar Guðmundsson KJARASAMNINGAR LÆKNA. Mikilvægt er fyrir læknastéttina, sem aðr- ar stéttir, að gæta þeirra launa og annarra samningsbundinna hagsmuna, er þegar hafa náðst, svo og að vinna að frekari umbótum í þeim málum. Það er auðséð, að þvi fleiri, sem hugsa um þessi mál, því líklegra er, að vel verði á þeim haldið. Ekki er hægt að ætlast til þess, að tiltölulega fámennar samninganefnd- ir standi vel á verði, nema hinn almenni fé- lagsmaður sé vakandi við að finna það, sem betur má fara og sýni almennt áhuga á starfi samninganefnda. Með lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna var 'kveðið svo á, að Bandalag háskólamanna skyldi fara með samnings- réttinn fyrir háskólamenn er starfa í þjón- ustu ríkisins. Þó fékkst sérstök heimild til þess, að Læknafélag fslands færi með samn- ingsrétt við rikið f.h. þeirra lækna sem ráðnir eru með skemmri uppsagnarfresti en þrem mánuðum, en það er þó háð leyfi BHM. Sjúkrahúslæknar í Læknafélagi Reykja- vikur höfðu þá um skeið verið i fararbroddi í samningamálum lækna. Lögin færðu frum- kvæðið í samningagerð lækna starfandi á ríkisspítölunum úr hendi L.R. til L.Í., en eftir varð samningsrétturinn við Reykjavík- urborg. Það er skoðun undiritaðs, að þetta hafi veikt samningsaðstöðu lækna: f fyrsta lagi var L.í. ekki við því búið að standa í samningagerð á sama hátt og hefð var komin á innan L.R. í öðru lagi hafði breytingin i för með sér tvöfalda nefndaskipan. Hvort tveggja dreifði ábyrgðinni og veikti forystuna. í samræmi við ofangreind lög skipar L.í. nú 3ja manna samninganefnd og einn til vara til þess að gera samninga við fjármála- ráðuneytið f.h. ríkisspítalanna. Þessir menn verða allir að vera starfandi á ríkisspítölun- um. Á tilsvarandi hátt skipar L.R. 3ja manna nefnd og einn til vara til að semja við Borg- arspitalann og verða þeir að starfa á Borgar- spitalanum. Lækna, sem ekki starfa hiá ofangreindum spítölum, má ekki skipa í samninganefndir og komi samningar til at- kvæðagreiðslu, mega þeir einir greiða at- kvæði, sem vinna hjá viðkomandi stofnunum. í framkvæmd er þetta þannig, að samn- inganefndirnar vinna saman, bæði að gerð samningauppkasta og við samningagerðina sjálfa, enda koma samninganefndir ríkis og borgar fram sem einn aðili gagnvart lækn- um, en þar er það ríkið, sem greinilega hefur forystuna í samningagerðinni. Það væri alltof langt mál að kynna allar samningagerðir lækna í einni grein, en benda má á lista yfir samninga læknafélag- anna, hver gerir þá og við hverja, sem birt- ist i Læknablaðinu (1.-2. tbl. 1977). Það er mjög mikilvægt, að læknar kynni sér, eftir hvaða samningum þeir vinna og viti sem gleggst 9kil á samningum. Nánari upplýsingar og skýringar er hægt að fá á skrifstofu læknafélaganna og hjá viðkom- andi samninganefndum. Mikilvæg spurning um valdsvið samninga- nefnda kom fram fyrir skömmu, þegar und- irituð var sáttagerð fyrir Kjaradómi um laun lækna, sem starfa á sjúkrahúsum hjá ríki og Reykjavikurborg. Ekki gafst tækifæri til að bera þessa sáttagerð undir fund og var hún því undirrituð án fyrirvara. Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum, að hún sé ólýðræðisleg og að heimild hafi skort til að undirrita bindandi samninga. Hvað varðar síðara atriðið, þá voru allir þeir, sem undirrituðu samkomulagið, kosmr skv. lögum læknafélaganna og fóru með um- boð til að vinna að samningamálum og taka ákvörðun f.h. félaganna, enda voru lögfræð- ingar þeir, sem þarna voru á staðnum, ekki í neinum vafa um rétt fulltrúanna til að ganga frá bindandi sáttagjörð. Ennfremur má benda á, að sáttagerðir hafa áður verið gerðar fyrir dómnum, sem ekki hafa verið bornar undir viðkomandi félagsmenn. Þá er ekki algilt, að samninganefndir undirriti samninga með fyrirvara, t.d. hefur samn- inganefnd B.S.R.B. alltaf ritað undir samn- inga án fyrirvara, þar til nú við síðustu samninga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.