Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 94

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 94
102 LÆKNABLAÐIÐ Örn Bjarnason, skólayfirlæknir HEILSUVERND, RÁÐGJAFAR- OG SÁLFRÆÐI- ÞJÓNUSTA í SKÓLUM 1 þessari grein verður rakin löggjöf um heilsuvernd á forskóla- og grunnskólastiginu og um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í skól- um. Rædd .er nauðsyn á sameiginlegum upp- lýsingaforða og samhæfingu þjónustunnar, innan skóla og utan. Nýjar og nákvæmari aðferðir við grein- ingu heyrnarskorts, sjóngalla og greindar- skorts, samfara nýjum laakningaaðferöum hafa skapað ný viðhorf til heilsugæzlu á for- skólastigi og er vakin athygli á nauðsyn skoðunar á fjögurra ára börnum til þess að greina áhættuþætti, sem hamla eðlilegum þroska eða gefa til kynna sérþarfir á skóla- stiginu. Löggjöf 1 lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56 frá 27. apríl 1973 segir í 13. gr.: „13.1. Heilsugaésla merkir í lögum þess- um heilsuverndarstarf og allt lækningastarí, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast i sjúkrahúsum." 1 21. gr. sömu laga er talin þjónusta, sem veita skal í heilsugæslustöð og meðal heilsu- verndargreina er mæðravernd, ungbarna- og smábarnaeftirlit og skólaeftirlit. 1 lögum um grunnskóla nr. 63 frá 21. mai 1974 er í XI kafla rætt um heilsuvernd og þar segir í 73. gr.: „Um heilsuvernd í grunnskóla fer eftir lög- um nr. 61/1957 um heilsuvernd í skólum og reglugerð nr. 214/1958 með áorðnum brey^- ingum. Sá aðili, sem falin er stjórn heilsu- verndar í skólum, skal hafa samráð vió fræðslustjóra um skipulagningu heilsuvernd- ar í skólum fræðsluumdæmisins á skólaár- inu. Ennfremur skal i upphafi skólaárs og í samráði við skólastjóra setja starfsliði heilsu- verndar, sem í skóla starfar, svo sem skóla- lækni, hjúkrunarkonu og tannlækni, fastan starfstíma i skólanum. Sé heilsugæslustöð í námunda við grunn- skóla, er heimilt að fela henni að annast heilsuvernd nemenda, samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 ....“ f 25. gr. grunnskólalaganna er kveðið á um, að i sikólahúsi skuli vera aðstaða til heilsugæslu, sbr. og reglugerð nr. 159/1969 um stofnkostnað skóla. Þá er vert að vekja athygli á erindisbréfi héraðslækna (Stjórnartíðindi B nr. 35/1964), 4. gr.: „Héraðslæknir skal hafa eftirlit með heilsuverndarstarfsemi i héraði sínu eða rækja hana sjálfur, ef þannig er mælt fyrir í lögum og reglugerðum, svo sem i lögum um heilsuvernd í skólum.“ Þar sem í grunnskólalögunum felast all- mörg nýmæli, sem beiniínis er útfærsla og viðauki við þá heilsuvernd, sem þegar er veitt, vil ég fara nokkrum orðum um þau lagaákvæði, sem mestu máli skipta. í IX. kafla laganna er rætt um ráðgjafai- og sálfræðiþjónustu. „66. gr. Fræðsluráð skal svo fljótt sem að- stæður leyfa setja á stofn ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu fyrir grunnskóla umdæmis- ins....“ „67. gr. Hlutverk ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu er: a) að nýta sálfræðilega og uppeldisfræði- lega þekkingu i skólastarfi, b) að vera ráðgefandi um umbætur i skólastarfi, sem verða mættu til að fyr- irbyggja geðræn vandkvæði, c) að annast rannsókn á afbrigðilegum nemendum og þeim, sem ekki nýtast hæfileikar í námi og starfi, d) að leiðbeina skólastjórum, kennurum og foreldrum um kennslu, uppeldi og meðferð nemenda, sem rannsakaðir eru (sbr. c-lið), e) að taka til meðferðar nemendur, sem sýna ír-erki geðrænna erfiðleika og leiö- beina foreldrum og kennurum um með- ferð þeirra, f) að annast hæfniprófanir og ráðgjöf í sambandi við náms- og starfsval ung- linga, g) að annast ýmis rannsóknarstörf og athuganir í sambandi við ráðgjafaþjón- ustuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.