Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 96

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 96
104 LÆKNABLAÐIÐ nýfæddu barni fylgja nákvæmar upplýsingar um meðgöngu og fæðingu. Innan 24 stunda frá fæðingu er gerð nákvæm læknisskoðun og aftur fyrir brottför af sjúkrastofnun. Allar þessar upplýsingar berast viðkom- andi heilsugæslustöð. Við þennan upplýs- ingaforða bætist stöðugt, þegar barnið kem- ur til eftirlits og vegna ónæmisaðgerða eða eitthvert sjúklegt ástand skapast. Skoðun 3—4 ára barna Fram að þessu hefur afskiptum heilsu- verndarstarfsfólks að mestu lokið, eftir að börnin hafa komist á þriðja aldursár, (þegar frá er talin ónæmisaðgerð gegn lömunarveiki þriggja til fjögurra ára) og reglubundnar skoðanir ekki hafist aftur, fyrr en með skóla- eftirliti á 6—7 ára börnum. Hefur þetta verið talið nægja, enda álitið að á þessu tímabili væri þess vart að vænta, að neitt það fyndist nýtt, sem hægt væri að bæta úr. Ýmsar framfarir i læknavísindum hafa hins vegar gert það að verkum, að nauðsyn- legt er að bæta við hópskoðun barna um það bil, sem þau verða fjögurra ára. Auk almennrar sögu um þroska, framfarir, veikindi, slys, sjúkrahúsvist o.s.frv. eru eink- um fjögur atriði, sem leggja þarf áherslu á: 1. Sjónpróf: Mikilvægt er að finna sjóngalla á þessu aldursskeiði, t.d. má oft laga rangeygð með sérstökum æfingum hjá augnþjálfa og skurðaðgerðum er nú beitt miklu fyrr en áður var. Á augndeild Landakotsspítala er nú unnið að skipulagningu þjónustu fyrir landið allt og þar er að fá haldgóðar upplýsingar urn fyrirkomulag sjónprófa við hópskoðanir. Á þeim svæðum, þar sem ekki eru starf- andi augnlæknar, er eðlilegast að ljúka sjón- prófum, áður en augnlæknaferðalag hefst og verðá þannig meiri not þeirrar þjónustu, sem til boða stendur. 2. Heyrnarpróf: Hentugir, einfaldir heyrnarmælar eru nú á markaðnum og eru léttir og hreyfanlegir, þannig að hægt er að fara með þá milli staða og geta því heilsugæslustöðvar og skólar sameinast um slík tæki, þegar við á. Enn- fremur er nú tiltæk tækni, sem ekki krefst samvinnu þess aðila, sem prófað er hjá (impedancepróf og electroeochleography5). Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- vikur hefir í siauknum mæli tekið að sér heyrnarmælingar fyrir aðra en Reykvikinga og starfsmenn stofnunarinnar hafa verið mjög liðlegir við að kenna meðferð heyrnar- tækja og við eftirlit á slíkum tækjum. 3. Almenn skoðun: Á þessu aldursskeiði er ekki við þvi að bú- ast, að margt nýtt komi fram, sem ekki var vitað um áður, enda eiga öll meiriháttar af- brigði fyrir löngu að vera komin á skrá. Hins vegar er alltaf hugsanlegt, að eitt- hvað hafi farið fram hjá heilbrigðisstarfs- fólki og ennfremur geta komið til nýir kvill- ar eða að ekki hafi verið fylgt eftir aðgerð- um, sem þó væru nauðsynlegar. 4. Könnun á andleguni þroska, niálfari og taugakerfi: Samhliða fyrri prófunum þarf að komast eftir andlegum þroska og því, hvort málfar er eðlilegt, en síðarnefnda atriðið getur verið háð hinu fyrra og einnig því, hvort heyrn er óskert. Þá þarf að kanna, hvort nokkrir ágallar eru á taugakerfi. Hópskoðun í líkingu við það, sem lýst var, er nú hafin á nokkrum stöðum á landinu. Er tímabært, að þetta mál verði rætt og læknar skiptist á reynslu í þessum efnum og samræmi upplýsingaforða, próf og rann- sóknir. Samtímis þarf að taka til endurskoö- unar eftirlit með skólabörnum og upplýs- ingamiðlun frá skólaeftirliti til heilsugæslu- stöðva. Upplýsingaforði, varðveisla lians og notkun Varðandi framkvæmd skólaeftirlits, ritaði forveri minn í starfi, Benedikt Tómasson,' árið 1961: „Með löggjöf um heilsuvernd i skólum er stefnt að þvi, að haft sé með nemendum jafnt, vakandi eftirlit allan veturinn, með þátttöku allra aðila, þ.e. skólalæknis, skóla- hjúkrunarkonu, þar sem hún starfar, kenn- ara og foreldra. Þvi nánara samstarf, sem tekst milli þessara aðila, því öflugra og virk- ara verður eftirlitið.“ Við þessa upptalningu bætast nú að sjálf- sögðu: sérkennarar, félagsráðgjafar og sál- fræðingar. I þessu sambandi vil ég leggja sérstaka áherslu á hinn mikilvæga þátt hjúkrunar- konunnar i þessu starfi. Samkvæmt lýsingu á starfssviði hennar i reglugerð, er það hún, sem tryggir að þjónustan sé samfelld, jöfn og vakandi og ennfremur sér hún um að upplýsingaforðanum sé haldið við. Á meðfylgjandi mynd,8 er sýnt hvernig vinna má úr þeim gögnum, sem fyrir liggja.:l Skiptir ekki öllu hvort upplýsingaforðinn er mikill eða litill að vöxtum, mestu máli skipt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.