Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 101

Læknablaðið - 01.04.1978, Page 101
LÆKNABLAÐIÐ 107 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafciag íslands- og L|r Læknafcbg lícykjavikur U 64. ÁRG. — Apríl 1978. ÖLDRUNARLÆKNINGAR OG HEILBRIGÐIS- RJÓNUSTA FYRIR ALDRAÐA Öldrunarlækningar eru ein yngsta sér- greinin innan lyflækninga. Upphaf sérgrein- arinnar má rekja til Bretlands skömmu eftir síðustu heimsstyrjöld, en um það leyti fóru hin sérstöku vandamál í sjúkraþjónustu fyrir aldraða að knýja á með vaxandi þunga. Mik- ill vöxtur hefur verið í sérgreininni þessi tæp 30 ár og nýtur hún nú þegar viðurkenningar meðal nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum. Öldrunarlækningar, eða GERIATRIA, er skilgreind sem; ,,sú undirgrein almennra lyf- læknrnga, sem fæst við klíniska, félagslega, fyrirbyggjandi og læknanlega þætti sem máli skipta til viðhalds heilbrigði og sjálfstæði einstaklinga og annastveikindi og fötlun aldr- aðs fólks“.(1) Markmið öldrunarlækninga er að styðja einstaklinga til sjálfstæðrar til- veru, sem lengst í eigin híbýlum og sem minnst innan langdvalarstofnana. Þá er jafn- framt reynt að breyta viðhorfi þjóðfélagsins til elliumönnunar, í þá átt að hinn aldraði dveljist sem lengst á eigin heimili í heima- byggð sinni og stuðlað sé að því, að hann sé eins virkur þar og unnt er.(-) Ellisjúkdómar einkennast af margvíslegum hrörnunareinkennum, sem koma skýrar í Ijós, þegar bráða sjúkdóma ber að garði. Sjúk- dómseinkenni eru oft óskýrari en hjá yngri aldurshópum og koma stundum fram sem rugl og óróleiki, sem oft lagast þegar við- eigandi meðferð hefur verið beitt. Við þessa fjölþættu sjúkdómsmynd bætist oft hægari endurnýjun vefja og viðnámsþróttar saman við erfiðar félagslegar aðstæður, sem geta náð að hindra fullan bata hjá hinum aldraða. Til þess að sérgrein öldrunarlækninga nýtist eins og til er ætlast, þarf aðstöðu til bráða- meðferðar og rannsókna, sérþjálfað endur- hæfingarstarfslið og tengsl við heimilis- lækna, heimahjúkrun, félagsráðgjöf, dag- spítala, göngudeildir og langdvalarstofnanir. Öldrunarlæknirinn er því aðeins einn hlekk- ur í fjölþættri samstarfskeðju margra aðila og stofnana.Til þess að samstarf takist, þurfa allir þættir þess að vera virkir og segja má til einföldunar, að samstarfskeðjan sé jafn- sterk og veikasti hlekkurinn.þV) Fegar illa er búið að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða má greina „sjúkdómseinkennin" meðal annars með því að almennir læknar finna, að það reynist erfitt að koma þurfandi fólki inná sjúkrahús, bráðaþjónusturúmin breytast í langlegudeildir, biðlistar sjúkra- húsanna lengjast og félagsmálastofnanir fyr- ir aldraða verða fyrir æ meira álagi. Far sem þessum vandamálum er hins vegar sinnt á sómasamlegan hátt, verður ekki þörf á því að halda bráðveiku fólki utan sjúkrahúsa biðlistar hverfa og félagsmálastofnanir anna sínu hlutverki. í Bretlandi hefur sérgrein öldrunarlækn inga vaxið óðfluga og í greinargerð frá breska heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 1976 er gert ráð fyrir enn meiri vexti á starfssviði sér- greinarinnar á næstu árum og áratugum. Með því móti verði hægt að auka nýtingu sjúkrarúma, stytta biðlista, fækka langdval- arplássum og grípa fyrr til varnaraðgerða á móti ótímabærri hrörnun hjá hinum aldraða. (5) Þessi vöxtur sérgreinarinnar í Bretlandi hefur aftur á móti haft í för með sér erfið- leika við að fá þjálfað fólk til starfa við öldr- unarlækningar og nýlega hefur nefnd á vegum konunglega lyflæknaskólans í Lond- on látið í Ijós áhyggjur af þeim sökum. Til þess að koma í veg fyrir að öldrunarlæknar einangrist um of frá öðrum sérgreinum að menntun þeirra bíði hnekki af, er lagt til að víðtækara samstarf verði tekið upp á milli sérsviða lyflækninganna og að kennsla í öldr- unarlækningum verði aukin fyrir læknanema jafnt sem verðandi sérfræðinga í lyflækn- isgreinum.C1) Á íslandi hefur víða verið unnið gotí starf í málefnum aldraðra en að undanförnu hafa heyrst æ fleiri raddir, sem telja að þörf sé enn frekari átaka. Nefna má sérstaklega ritgerð þeirra félagsfræðinga Ásdísar Skúla- dóttur og Ingibjargar G. Guðmundsdóttur við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.