Læknablaðið - 01.04.1978, Page 102
108
LÆKNABLAÐIÐ
félagsvísindadeild Háskóla íslands, um aldr-
aða í nútímaþjóðfélagi, þar sem þent er á
hve hinum öldruðu hættir til að verða af-
skiptir í persónulegu, félagslegu og í heilsu-
farslegu tilliti á islandi.(') Starfsemi Hátúns-
deildar Landspítalans hefur einnig sýnt að
brýn þörf er fyrir skipulagðar öldrunarlækn-
ingar á Reykjavíkursvæðinu. Með samstarfi
lyflæknis, félagsþjónustu Reykjavíkurborgar
og fórnfúsri hjúkrunarþjónustu starfsfólks
stofnunarinnar, hefur tekist að reka þar um-
talsverða þjónustu fyrir aldraða við hin erf-
iðustu skilyrði, fjarri nauðsynlegri aðstöðu til
raunhæfrar bráðaþjónustu og virkrar endur-
hæfingar. Langur biðlisti skapaðist þegar
við stofnun deildarinnar og má af því ráða
hve þörfin er brýn fyrir þessa tegund sjúkra-
þjónustu í borginni. Ber því að fagna því
frumkvæði læknaráða sjúkrahúsanna þriggja
í Reykjavík, sem ásamt heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu hefur efnt til ráðstefnu
um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða dagana
31. mars og 1. apríl n.k. Ráðstefnan mun leit-
ast við að fá fram upplýsingar um uppbygg-
ingu og skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir
aldraða á Islandi í dag, kalla saman innlenda
sérfræðinga til að kanna möguleika á sam-
eiginlegri stefnumörkun og velja leiðir að
settum markmiðum, er sjái betur fyrir þörf-
um aldraðra á islandi.
HEIMILDIR:
(1) Report of the standing committee of
Members af the Royal College of Physi-
cians.
J. Roy. Coll. Phycns, 1976, 10, p. 276.
(2) Brocklehurst J.C., Exton-Smith A.N., Hall
M.R.P., Irvine R.E.,
Brit. Med. J., 1977, 3, p. 1023.
(3) Schervin J., og Ferguson-Anderson W., i
Ellisjúkdómar og vandamál aldraðra1'.
Læknablaðið, 1973, 59. No. 11-12, bls. 259-
264.
(4) Planing and organization of geriatric ser-
vices. Technical Report Series, W.H.O.,
1974.
(5) Priorities for Health and Personal Social
Services in England .
D.H.S.S., 1976,p. 38.
(6) Annotation, Lancet, 1977, II, p. 1091.
(7) Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg G. Guðmunds-
dóttir, „Aldraðir í nútímaþjóðfélagi“. No.
46, október 1977, Háskóli Islands, Félags-
vísindadeild.
Febrúar 1978.
Ársæll Jónsson.