Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 5 ins, er fram fóru allan síðari hluta ársins 1977, kom fram, að samninganefnd T.R. vildi breyta þágildandi ákvæðum um eftirlit með framkvæmd samningsins. Raunar komu slík tilmæli upphaflega frá þáverandi heilbrigðis- ráðherra, sem kallaði formenn L.í. og L.R. til viðræðu um þessi mál, að gefnu tilefni. Engin sérstök tilmæli um fyrirkomulag eftir- litsins komu fram, en óskað var eftir, að samninganefnd L.R. legði fram tillögur. Nefndinni varð strax Ijóst, að hér var mik- ilvægt mál á ferðinni. Rví var haft náið sam- band við aðalstjórn og stórráð L.R. um hug- myndir nefndarinnar. Framkvæmdastjóri L.R. og formaður sátu flesta, ef ekki alla samn- ingafundi, þar sem þetta mál var til umræðu. Einnig var haft samráð við stjórn L.í. og á læknaþingi 1977, þar sem umræður um siða- mál lækna voru á dagskrá, var þetta atriði einnig rætt. Allir þeir sem tóku þátt í þess- um umræðum voru sammála um nauðsyn á eftirliti. Hinsvegar greindi menn nokkuð á um framkvæmdina. Allir voru þó sammála um, að hún yrði að vera einföld og markviss og gera það gagn sem til stæði. Reynslan hefur sýnt, að kannanir hjá sjúk- lingum, eins og þær hafa verið framkvæmd- ar, hafa verið mjög óábyggilegar. Niðurstöð- ur slíkra kannana hafa jafnvel komið af stað grunsemdum um misferli, sem við nánari athugun hafa ekki átt við nein rök að styðj- ast. Finna varð því aðrar leiðir, þar sem komist yrði hjá því að blanda sjúklingnum sjálfum inn í málið. Eina tiltæka ráðið var að bera saman reikningsgerð við sjúklingabókhald og sjúkraskrár lækna. í Codex Ethicus segir að læknar skuli halda til haga skýrslum og minnisblöðum (spjaldskrá) varðandi mikilvægar rannsókn- ir, aðgerðir og slys, eða annað, sem skipt getur máli í samskiptum við sjúklinga eða aðra aðila síðar. í Codex er einnig lögð mikil áherzla á þagnarskylduna og þarf ekki að fjölyrða um það. Á læknaþinginu 1977 fjallaði um- ræðuhópur um þagnarskylduna. Kom þar greinilega fram, að hefðbundið einkasam- band læknis og sjúklings væri orðið fátítt og æ erfiðara í framkvæmd í nútíma vest- rænu þjóðfélagi. Læknar eru nú oftast með- limir í teymi, þar sem margar starfstéttir vinna saman. Upplýsingar um sjúkdóma sjúk- linga fara um hendur fjölda starfsfólks, ann- arra en lækna, bæði á sjúkrahúsum og í tryggingakerfinu. Réttur sjúklings til varð- veizlu einkamála hans er því verulega skert- ur vegna tryggingakerfisins. Til þess, að sjúklingar fái notið fjárhagslegra réttinda sinna, þarf kerfið á ýmsum upplýsingum að halda og nægir að minna á hvers konar vott- orðagjöf í því sambandi. Aðilar voru sammála um, að til þess að tryggja varðveizlu einkamála sjúklinga, eins og hægt er, skyldu einungis læknar hafa könnun gagna með höndum. Yfirlýstur til- gangur skoðunar er einungis að kanna reikn- ingsgerð og því fráleitt að ætla, að þessir læknar misnoti aðstöðu sína til þess að kom- ast að einkamálum sjúklinga. Um þau einka- mál, sem þeir hugsanlega kæmust að, væru þeir að sjálfsögðu bundnir þagnareiði. Ákveðið var að kanna reikningsskil a.m.k. 15 lækna á ári, fyrst og fremst eftir úrtaki, en þar að auki eftir sérstökum óskum aðila. Þetta atriði var hugsað þannig, að könnun hjá einhverjum lækni þýddi alls ekki að nein- ar sérstakar grunsemdir um misferli lægju til grundvallar, heldur væri einungis um reglubundið eftirlit að ræða. Af hálfu lækna var litið svo á, að hér væri tækifæri til að endurreisa hið gagnkvæma traust milli aðila, sem áður ríkti. Því hefur verið haldið fram, að með þessu eftirliti sé verið að stofna til óþarfa afskipta- semi, af hálfu opinberra aðila, af einkahögum manna. Þetta er mikill misskilningur. Hér eru tveir aðilar, sem gera með sér viðskipta- samning um greiðslu fyrir ákveðna þjónustu og hafa komið sér saman um, hvernig eftirliti um framkvæmd þess samnings skuli háttað. Töluverð gagnrýni hefur komið fram meðal Iækna á nauðsyn þessa eftirlits og fram- kvæmd þess. Það er eindregin skoðun undir- ritaðs. að eftirlit með reikningsgerð lækna sé nauðsynlegt. Um framkvæmdina má alltaf deila og e.t.v. hefði þurft frekari ákvæði í samninqnum þar að lútandi. Hér er um ný- mæli að ræða og reynslan verður að skera úr, hvort einhverjir agnúar koma í liós. Stiórnir L.í. og L.R. hafa þessi mál til frekari athugunar og málið hefur verið iagt fyrir ný- skipaða siðanefnd. Læknar þurfa að huasa ráð sitt vel oq hlusta á allar hliðar málsins, áður en beir taka afstöðu. Samningurinn gildir til 31. októ-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.