Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 34
18
LÆKNABLAÐIÐ
sem áhrif gætu haft á sjúklingstöf, ef unnt
væri að færa einhverja þeirra til betri veg-
ar. Viðurkennt skal, að allmarga þætti
vantar, sem gætu verið mikilvægir. Ber
þar hæst, hvers vegna sjúklingur kallaði
ekki á aðstoð fyrr. Hverja hann taldi sjálf-
ur orsök óþæginda sinna? Að hve mikiu
leyti á afneitun (denial) hér sök? Á
menntun og þjóðfélagsstaða sjúklings ein-
hvern þátt? Að hve miklu leyti áttu aðrir
þátt í ákvörðun sjúklings? Reyndi sjúkling
ur að ná í hjálp í fyrstu en tókst ekki? Ó-
gjörningur er að meta þessi atriði, svo að
vit væri í við lestur sjúkraskránna. Einnig
væri áhugavekjandi að kanna viðbrögð
þeirra er fá brjóstverk, sem síðar reynist
af öðrum toga spunninn en kransæðastíflu.
Sjúklingstöf er lengst að nóttu til og að
vetrarlagi. Konur hika lengur en karlar,
og jákvæð fylgni er milli aldurs og sjúk-
lingstafar. Niðurstöður frá Rochester og
Boston í Bandaríkjunum sýna svipaða
fylgni,17 9 en athugun í Cleveland í Banda-
ríkjunum og Stokkhólmi í Svíþjóð leiddi
ekki neinn aldursmun í ljós.24 4 Mismun
þennan má ef til vill skýra með aukinni
tíðni sársaukalítillar kransæðastíflu (silent
infarction) hjá eldra fólki og trúlega líka
af almennum ellihrumleika. Sjúklingstöf
var lengst árið 1972, en svipuð seinni þrjú
árin. Ef til vill má skýra þetta á þann veg,
að 1973 urðu allmiklar umræður um
hjartasjúkdóma í fjölmiðlum hérlendis
vegna tilkomu neyðarbíls. Sýnir þetta ef
til vill áhrif kennslu og áróðurs almenn-
ingi til handa. Ákvörðunartími er lengstur
að næturlagi. Mætti að óreyndu ætla, að
menn óttist fremur óþægilegan sársauka
að næturlagi en ella, og hafa aðrir komist
að þeirri niðurstöðu.17 24 Má vera, að ís-
lendingar séu þeim mun hógværari, að þeir
vilji ekki trufla aðra að næturlagi, þó að
þeim liggi á. Áhrif frí- og helgidaga voru
ekki könnuð, en sýnt hefur verið fram á
annars staðar,17 24 að töf er mun lengri um
helgar.
Sé sjúklingur heima hjá sér, er hann
veikist, lengir það töf hans. Skýring þessa
kann að vera sú, að áhrif annarra flýti
ákvörðun. Upplýsinga um þetta atriði var
ekki hægt að afla eins og áður er vikið að.
Sama niðurstaða fékkst úr rannsókn, sem
gerð var í Stokkhólmi fyrir fáeinum ár-
um.4 Bent hefur verið á,28 að oft kunna
ættingjar og vinir að flýta ákvörðunartöku,
og sýnt hefur verið fram á enn ríkari áhrif
ókunnugra.9 Þessir sjúklingar koma þó
oft síðar á sjúkrahús, en þeir, sem ákvörð-
un taka sjálfir.17 Ef til vill hefðu hinir
aldrei komið, ef ekki hefðu aðrir tekið
ákvörðunina fyrir þá. Hér á afneitun ein-
kenna liklega ríkastan þátt.
Varðandi sjúkdómseinkenni er athyglis-
vert, að mæði virðist ekki flýta ákvörðun-
artöku, þótt við öðru mætti búast, enda
skýtur þetta skökku við reynslu annarra.
Geta má þess, að sjúkdómsgreining sjúk-
lingsins sjálfs ræður miklu, og eru þeir
sýnu fljótari til, sem telja sig hafa hjarta-
sjúkdóm.24 22
Fyrirboði hefur engin áhrif, og hefur svo
reynst vera við ýmsar athuganir aðrar,4 9
en hinsvegar lengdi fyrirboðinn töf sjúk-
lings í athugun frá Maryland fylki í Banda-
ríkjunum.22 Þeir sem fengið hafa krans-
æðastíflu einu sinni áður, eru mun lengur
að gera upp hug sinn en hinir. Niðurstöður
annarra í þessu efni er á ýmsan veg farið.
í Boston í Bandaríkjunum og Cambridge í
Englandi hafa athuganir leitt í Ijós svipað-
ar niðurstöður,9 en annars staðar í Banda-
ríkjunum og í Svíþjóð hefur ekkert sam-
band fundist milli fyrri kransæðastíflna
og tafar sjúklings.24 17 22 4 Set hjartadreps
kann að hafa áhrif, en skýring þess er
óljós. Sjúklingstöf var styst hjá þeim, er
hlutu drep á antero-septal og infero-lateral
svæðum hjartavöðvans. í athugun í Stokk-
hólmi4 var sýnt fram á samskonar mun hjá
sjúklingum, er fengu drep í framvegg.
Erfitt er að skýra þetta, dánartalan er að
vísu hæst hjá sjúklingum með drep á
infero-lateral svæði (36%), en dánartala
sjúklinga með antero-septal drep (22%) er
svipuð meðaltali alls hópsins og nægir
þetta því varla til að skýra stuttan ákvörð-
unartíma hinna síðarnefndu. Blóðþrýst-
ingsfall og hjartadá í legu tengjast stuttri
töf. Athugun frá Rochester17 gaf til kynna
fylgni milli hjartabilunar í legu og langrar
tafar, og svipað var uppi á teningnum hjá
þeim, er fóru í hjartadá eða fengu hjart-
sláttartruflanir, þótt ekki væri sá munur
marktækur.
Töf sjúkrabíls var innan við 30 mínútur
í 67.3% tilvika, en hliðstæð tala frá Mary-