Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 45

Læknablaðið - 01.03.1979, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 25 SJÚKDÓMAR í MECKELS-GÚL Gúllinn hefur oft verið nefndur ,,the ab- dominal masquerader“ vegna þess, hvað sjúkdómsmyndin getur verið margbreyti- leg og villandi.10 Er því þýðingarmikið að muna eftir honum við sérhvert tilfelli af bráðum kviðverkjum, sé ástæðan fyrir þeim ekki augljós. Auk þeirra sjúkdóma, sem komið geta í garnirnar í kring, á Meckels-gúllinn líka sína eigin sjúkdóma. Algengasta ástæðan til sjúkdóma í Meckles-gúl er aðskotavefur af magaslím- húð. Sýran sem hún framleiðir, getur vald- ið auknum samdrætti og verkjum auk bólgu og sármyndunar með blæðingu og jafnvel holsári, og loks geta myndast þar samvextir við önnur líffæri, eða þrengsli í görninni vegna örmyndunar. Önnur algeng ástæða til sjúkdóma í Meckles-gúl er það, þegar gúllinn er fastur í endann, annað hvort frá upphafi með streng, eða hann hefur lóðast við önnur líffæri eftir bólgu. Þá er hætt við að görn- in komist í klemmu vegna togs, snúnings eða hnúts. Það veldur svo aftur rennslis- hindrun eða garnastíflu. Vegna þess hve gúllinn er hreyfanlegur, þrýstist hann gjarna út í kviðslit og kemst þá í klemmu. Hann hefur fundist í nafla-, nára- og lærakviðslitum.15 17 Meckels-gúll er nokkuð oft tilefni að garnasmokkun (invagination), einkum þó hjá fullorðnum. Garnasmokkunin getur líka gengið út um naflann, þegar um opinn gang þar er að ræða. Rennslistregða í gúlnum eykur líkumar á að aðskotahlutir stöðvist þar. Þeir geta svo valdið ertingu á veggnum og jafnvel farið í gegnum hann. Eins geta myndast í gúlnum steinar.4 Bæði góðkynja og illkynja æxli hafa fundist í Meckles-gúl.16 17 Sjúkdómar í Meckles-gúl koma fyrir á öllum aldri. Tilfellum er lýst, þar sem gúll- inn hefur sprungið fyrir fæðingu.9 Sjúk- dómur í Meckles-gúl hefur fundist hjá ný- fæddum 1000 g fyrirburði og hjá 92 ára konu.16 Þarmablæðingar og sár eru algengasta sjúkdómsmyndin hjá börnum, og þar næst garnastífla, en hjá fullorðnum er bólga (diverticulitis) aftur á móti algengasta sj úkdómsmyndin. Æxli og steinar koma aðeins fyrir hjá fullorðnum. EFNIVIÐUR OG UMRÆÐA Frá því Barnaspítali Hringsins tók til starfa á árinu 1957 og til ársloka 1976, fengu 27 sjúklingar sjúkdómsgreininguna diverticulum Meckeli. Sjúkraskrár þeirra voru teknar og athugaðar nánar. Einn sjúklingur hafði haft vessandi nafla og fyrirferðaraukningu ofan við hann, en hvort tveggja var horfið eftir 4 vikur án nokkurra aðgerða. Ekkert sýni var tekið og því óvíst um greiningu. Hann var því ekki talinn með. Sjúklingarnir eru því endanlega 26 tals- ins. Hjá 23 sjúklingum var Meckels-gúll- inn mögulegur eða sannaður meinvaldur, en 3 sjúklingar höfðu Meckels-gúl, sem flokkast sem meinlausir eða fundnir af til- viljun. Það voru tvær stúlkur (8 og 9 ára), sem höfðu bráða botnlangabólgu og ósjúkan Meckels-gúl og 10 ára drengur, sem hafði garnalömun af völdum blæðingar bak við lífhimnu (retroperitonealt) eftir slys, hafði Meckels-gúl, sem var látinn eiga sig. Gúll- inn var meinleysislegur, þ.e. hafði vítt op inn í görnina og ekki sjáanlegan aðskota- vef. Kyn og aldur Eins og sjá má á mynd III skiftust sjúk- lingarnir 26 í 18 drengi og 8 stúlkur. Það er svipuð skifting milli kynja og fundist hefur annars staðar. Rutherford11 fann 111 drengi og 37 stúlkur. Aitken1 fann 47 drengi og 26 stúlkur, og Vaage10 fann 64% drengi og 36% stúlkur. Börnin voru á aldr- inum 4 vikna til 11 ára. Þriðjungur barn- anna var á fyrsta ári og helmingur innan 3ja ára. í athugun Söderlund15 voru 34 barn af 115 á fyrsta ári og 40 innan 2ja ára, og hjá Rutherford11 var helmingur innan 2ja ára. Vaage10 fann 30% barnanna á fyrsta ári og 54% innan 5 ára. Aðrir meðfæddir gallar Af okkar 26 sjúklingum höfðu 4 aðra galla. Einn klofna vör, annar var fæddur með klumbufót og nárakviðslit og tveir voru vangefnir, þar af annar með marga skapnaðargalla. Fleiri galla var ekki vitað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.