Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 48

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 48
28 LÆKNABLAÐIÐ opinu. Hann vitnar einnig í Maddock og Coventry, sem lýstu sári í görninni þó nokkru (several inches) neðan við opið á gúlnum. Rutherford11 athugaði blæðing- arnar nánar og fann, að blæðing var oftast mikil. Hann fann álíka oft dökkrauðar og ljósrauðar hægðir, en tjöruhægðir í aðeins 7% tilfellanna. Bólga Gúlbólga (diverticulitis) hagar sér svip- að og botnlangabólga og eins og hún, er sjúkdómurinn svæsnari hjá börnum, og hlutfallslega fleiri tilfelli af drepi og hol- sárum en hjá fullorðnum, enda þótt gúl- bólga sé algengari hjá fullorðnum en börn- um. f þeim hópi eru tvær stúlkur (5 og 7 ára) og tveir drengir (8 og IOV2 árs). (17%). Að auki fundust hægfara og bráðar bólgubreytingar hjá dreng, sem flokkast sem garnastífla (strangulationsileus). Ætti því þessi hópur að vera enn stærri (21,7%). Garnasmokkun Þrír drengir (4 mán. og tveir 2V2 árs) og ein stúlka (4 mán.) höfðu garnasmokk- un (17%) í einum þessara gúla fannst við smásjárskoðun, vefjafláki líkur briskirtli og annar fláki af magaslímhúð, eins og áður er getið. í hinum þremur gúlunum var drep, svo vefirnir þekktust ekki. Meckels-gúll er algeng ástæða til garna- smokkunar hjá fullorðnum, en ekki hjá börnum. Garnasmokkun er þó miklu al- gengari hjá börnum. Brookes:i fann, að af þeim börnum, sem skorin voru upp vegna garnasmokkunar á 10 árum, var Meckels- gúll ástæðan í aðeins 1% tilfellanna, og þeir, sem höfðu garnasmokkun með Meckels-gúl, voru allir eldri en 1 árs. Garnastífla af öðrum ástæðum en garna- smokkun Þetta ástand höfðu tveir sjúklingar (8,7%), 11 mán. drengur með kríueggsstór- an gúl á löngum stilk, sem hafði lóðast fast- ur aftur fyrir hengið og upp undir þverrist- il og kyrkti nær allt smágirnið. Einnig 10 ára stúlka með mjög óvenjulega sjúkdóms- mynd. Sjá kaflann um aðskotahluti. Óákveðið (truflaðar þarmahreyfingar) í þessum flokki eru tvær stúlkur (10 V2 og 11 ára) og 8 ára dengur (13%). Þau höfðu haft verkjaköst með ógleði af og til í marga mánuði. Önnur stúlkan hafði aðeins „ávala útbungun“ út úr þarmaveggnum, sem var látin kyrr. Bæði Meckels-gúlar og botnlangar reyndust án sjúklegra breytinga við smásjárskoðun. Verkjaköstin hættu aftur á móti eftir uppskurðina hjá annarri stúlkunni og drengnum. í hina náðist ekki. Aitken1 hefur lýst svipuðum tilfellum, og kemur fram með þær tilgátur, að gúllinn geti valdið truflun á eðlilegri þarmahreyf- ingu og þar af leiðandi verkjum. Einnig vitnar hann og Vaage18 í Sibley, sem gat sér til, að saltsýra og pepsin yllu samdrætti í þarminum og þar af leiðandi verkjum, jafnvel þó ekki væri um sármyndun að ræða, svokölluð Sibley’s dyspepsi eða dyspepsia Meckeli. Naflagúll Tveir drengir (4 og 10 vikna) höfðu sjúkdóminn í naflanum (8,7%) Annar hafði rúsínustóran rauðan nabba, sem klipptur var burt. Nabbinn reyndist gerður úr dausgarnarslímhúð. Þessi sjúklingur var ekki skorinn upp. Hinn drengurinn hafði opin göng úr görn og út í naflann. Sáust þessi göng vel á röntgenmynd, þegar sprautað var röntgenþéttu efni inn um naflann. Drengurinn var skorinn upp og gangurinn numinn burtu. Gangurinn var þakinn smágirnisslímhúð og magaslímhúð. Kviðslit (Littre’s Hemia) Einn drengur (2V2 árs) hafði innkýlt nárakviðslit vinstra megin. Hann var skor- inn upp 2 klst. eftir að hann fór að kvarta um verki. Aðskotahlutir Eina tilfellið (10 ára stúlka) er talið undir garnastíflu. Tilfellið er mjög óvenju- legt. Hún hafði haft magaverki og upp- köst og dreifð eymsli í kvið í tvo daga, en hafði annars verið hraust fyrir utan sams konar kast í tvo daga þrem vikum fyrr. Við aðgerðina sást, að stúlkan hafði garna- stíflu. Henni olli tappi úr stráum, sem fyllti alveg Meckels-gúl (á mjóum stilk) og görnina umhverfis hann á 20 cm. löngu svæði. MEÐFERÐ OG AFDRIF Einn sjúklinganna var ekki skorinn upp, sá hafði naflagúl. Allir hinir voru skornir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.