Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 29 upp næsta fljótt (sjá mynd IV.) og gúllinn tekinn burt, nema úr tveimur, eins og fyrr sagði. Einn sjúklingur fékk ígerð í skurð- inn og hjá honum og öðrum til, rifnaði skurðurinn upp. Þeir sjúklingar lágu á sjúkrahúsinu í 19 og 36 daga. Tveir sjúk- lingar fengu eyrnabólgu samfara sjúkdómi í Meckels-gúlnum og lágu þess vegna í 13 og 16 daga á deildinni. Öllum hinum heilsað- ist vel, og fóru þeir heim eftir 5—14 daga, að meðaltali 8,6 daga. Dauðsföll voru engin í þessum sjúklinga- hópi. í flestum stærri samantektum koma fyrir dauðsföll frá 5—15%n 15 16 og upp í 20%.1 3 Lýst hefur verið 54% dánartíðni hjá nýfæddum börnum með Meckels-gúl.9 BOTNLANGINN Botnlanginn var tekinn úr 21 af þessum 26 sjúklingum. Fimm sjúklingar héldu eft- ir sínum botnlöngum, 4 vikna drengur með naflagúl, tvö 4 mán. börn með garnasmokk- un, sem komið var drep í, og tveir 1V2 árs drengir, annar með nárakviðslit, en hinn með bjúg í görnum af völdum sárs. Af þessum 21 botnlöngum, sem teknir voru, reyndust 11 vera eðlilegir, og í tveimur fannst njálgur, en engin bólga. í þrem botnlöngum voru menjar um afstaðna bólgu, í öðrum þrem fundust greinilegar hægfara bólgubreytingar og í tveimur fundust bráðar bólgubreytingar. Fjórir þessara fimm síðasttöldu sjúklinga höfðu jafnframt bólgubreytingar í Meckels-gúln- um (diverticulitis). Þetta er mjög athyglis- vert, og það því fremur, að höfundur hefur aðeins á einum stað (Vaage)10 fundið skrifað um, að botnlangabólga og bólga í Meckels-gúl fylgdist að, nema í þeim tilfellum, þar sem komin er útbreidd lífhimnubólga. Vaage16 aðvarar við því, að telja roða á botnlangatotu örugga á- stæðu fyrir magaverkjum, án þess að leita að Meckels-gúl um leið. Hann segir frá sjúklingi, sem var skorinn upp aftur vegna versnandi ástand þrem dögum eftir botn- langaskurð, og fannst hjá honum Meckels- gúll með drepi. LOKAORÐ Greining sjúkdóma í Meckels-gúl hefur löngum verið læknum bæði ögrun og hvatning til dáða. Röntgenmyndatökur hafa verið reyndar lengi og stundum með nokkrum árangri,4 5 enda þótt mjög sjald- gæft sé, að þær sýni óyggjandi sönnun. Á síðari árum hafa verið reyndar rannsóknir með isotopum (99mTc-pertechnetate ab- dominal scan) og hafa þær gefið góðan árangur, þegar um blæðingu eða sár hefur verið að ræða,7 en því miður hafa líka fengist fölsk-jákvæð svör. Er því trúlegt, að enn um hríð verði greiningin erfið. Að- eins í þeim tilfellum, þar sem gangurinn er opinn út í naflann, ætti greining að vera auðveld. Hafa ber Meckels-gúl í huga við alla þráláta vessandi sjúkdóma í nafla og minnast þess, að oft fylgja þeim innri gallar. Steck og Helwig14 lýsa 16 tilfellum, þar sem holskurður var gerður vegna omphaloenteric leifa í nafla. í 10 þessara tilfella fannst líka eiginlegur Meckels-gúll. Menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvort taka eigi burt Meckels-gúl, sem finnst af tilviljun, eða láta hann vera. Sumir telja, að óhætt sé, að láta meinleysislegu gúlana eiga sig. En jafnvel slíkir gúlar hafa orðið meinvaldar.2 Það er vitað mál, að aðskota- vefur fer mjög oft fram hjá mönnum við smásjárskoðun, vegna þess hve svæðin eru oft örsmá og fáar sneiðar skoðaðar. Söder- lund16 leitaði mjög nákvæmlega að að- skotavef í 88 Meckels-gúlum og fann maga- slímhúð í 15 af 20 sjúkum gúlum (%) og í 24 af 68 heilbrigðum gúlumd/3). Briskirt- ilsvef fann hún í 6 gúlum. Tíðni við venju- lega smásjárskoðun var 2/5 af sjúkum gúl- um 2/13 af heilbrigðum gúlum. Fleiri komust að svipaðri niðurstöðu.3 Söder- lund15 ráðleggur eindregið, að taka alla Meckels-gúla og bendir á, að við skurðað- gerðir, þegar teknir eru heilbrigðir gúlar, eru nærri engin dauðsföll, en við þá sjúku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.