Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 52

Læknablaðið - 01.03.1979, Page 52
32 LÆKNABLAÐIÐ mænuhelti (intermittent claudication of the spinal cord). Höfum við skrifað sérstaka grein um þennan sjúkling.1 Hér á eftir verður eingöngu fjallað um þá sex sjúk- linga sem höfðu einkenni um mænutagls- helti. II. AÐFERÐ OG EFNI 1. Skilyrði fyrir réttri kliniskri sjúk- dómsgreiningu voru þessi: Sjúklingar eru einkennalausir í hvíld og engin einkenni finnast þá við skoðun nema sjúkdómurinn hafi staðið lengi. Einkenni koma fram í uppréttri stöðu og fara vaxandi við gang. Einkenni hverfa við hvíld eða stöðubreyt- ingu. Fyrstu einkenni eru ávallt skyn- truflanir, dofi eða nálardofi, sem byrjp ýmist í rasskinnum og breiðast niður eftir ganglimum eða hafa gagnstæða byrjun og útbreiðslu. Þessi útbreiðsla skyntrufl- ana í aðra hvora áttina er mjög ein- kennandi. Verkir hafa sömu útbreiðslu og einkenni oftar beggja vegna en öðru megin. Haldi sjúklingur áfram göngu eftir að þessar skyntruflanir eru komnar fram birtast einkenni frá aflkerfi, þ.e. vaxandi máttleysi. Lokst ef göngu er enn haldið áfram getur komið fram truflun á starfsemi hringvöðva blöðru og endaþarms. Séu sjúklingar skoðaðir eftir áreynslu, eru greinileg einkenni til staðar. Hreyfingar í baki eru hindraðar, Laseque próf er jákvætt, skynbreytingar af mis- jafnri útbreiðslu í lenda- o'g spjald derma- tomum, máttleysi svarandi til einnar eða fleiri rótar í mænutagli og oftast beggja vegna og hné og/eða öklaviðbrögð geta verið upphafin. Allir sjúklingar hafa merki um eðlilega blóðrás í ganglimum. 2. Þær niðurstöður rannsókna, sem verulega styrkja rétta sjúkdómsgreiningu eru: Mænugangur, sem mælist 15 mm eða minna í þvermál (A-P mæling) og myelo- grafia, sem sýnir algjöra eða nær algjöra hindrun á rennsli skyggniefnis (spinal block). Eggjahvíta í mænuvökva er yfir- leitt hækkuð í réttu hlutfalli við þrengingu mænugangsins. 3. Afgerandi skilyrði fyrir réttri sjúk- dómsgreiningu er staðfesting á þröngum mænugangi við skurðaðgerð. Sjúklingar okkar uppfylltu allir hin klinisku skilyrði. Allir höfðu lendar mænu- gang < 15 mm í þvermál og hjá fimm sjúklinganna voru þessi þrengsli staðfest við skurðaðgerð, en einn sjúklingur hefur ekki farið í slíka aðgerð. III. Niðurstöður Allir sjúklingarnir hafa „intermittent claudication“, þ.e. einkenni eru ekki til staðar í hvíld, en koma fram og fara versn- andi við gang, en lagast síðan við hvíld. Þetta á nákvæmlega við um I-hópinn, en P-hópurinn fær einkenni strax við réttingu hryggjarins og einkenni hverfa ekki fylli- lega nema breytt sé um stöðu. A.ö.l. eru niðurstöður athugana okkar sundurliðaðar í tbl. nr. 1. Þar er lýst einkennum hjá sjúk- lingum við skoðun fyrir og eftir gang. Allir hafa sjúklingarnir einkenni eftir gang um truflaða starfsemi í mænutagli. Fyrir gang finnst aðeins einkenni hjá þeim, er hafa haft langvarandi truflun á þessari starf- semi, en einnig þessi einkenni fara vaxandi við áreynsluna. Hjá öllum sjúklingum koma skyntruflanir fram sem fyrsta ein- kenni og allir hafa s.n. „sensory march“, þ.e. skyntruflanir sem byrja hjá tveim nær- lægt (proximalt), breiðast síðan út fjar- lægt (distalt) og hjá hinum fjórum byrja fjarlægt og breiðast út nærlægt. Þetta er mjög sérkennandi í þessari sjúkdómsmynd. Eftir skyntruflanirnar kemur máttleysi næst í ljós hjá öllum sjúklingum nema ein- um, sem fær næst truflanir frá starfsemi hringvöðva blöðru- og endaþarms. Slík einkenni koma ekki hjá hinum sjúklingun- um fimm. Hjá þremur sjúklinganna koma einkenni eingöngu við gang og lagast við hvíldina eina saman og eru þeir dæmi um I-hóp. Hjá hinum þremur koma einkenni strax fram við réttingu á hryggnum og hvíldin ein dugar ekki til að aflétta ein- kennum heldur þarf stöðubreytingu á hrygg jafnframt til þess að einkenni hverfi algjörlega og eru þessir sjúklingar því í P-hópi. Allir sjúklingarnir höfðu þröngan lendar mænugang við sneiðmyndun á ganginum á því svæði. Hinn þrengsti mældist 8 mm í þvermál, en sá víðasti 15 mm. Eðlilegt þvermál er 15—28 mm á þessu svæði. Á myelografiu var algjör hindrun á rennsli skyggniefnis hjá einum sjúklinganna, mæl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.