Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 66
38
LÆKNABLAÐIÐ
engar sphinctertruflanir og engin óhljóð yfir
æðum og æðasláttur eðlilegur í ganglimum.
Einkenni hverfa eftir 5 mín. hvíld.
Þessi sjúklingur var upphaflega talinn hafa
„intermittent claudication" vegna blóðstreym-
ishindrana til vöðva. Það var síðar útilokað.
Eftir þvi sem neurologisk einkenni komu fram,
sem virðist hafa verið um það bil 8—9 árum
eftir að hann fyrst fann fyrir einkennum, veir
sjúklingur grunaður um æxli í mænugangi.
Endurteknar tilraunir til mænuástungu mis-
heppnuðust, en tókst þó loks og var þá gerð
myelografia, sem sýndi algjöra hindrun á
rennsli skyggniefnis strax við L V. Sneiðmynd-
ir af mænugangi á lendarsvæði sýndu þvermál
8—10 mm á svæðinu L III—L V.
Við skurðaðgerð fannst iítið hliðlægt brjósk-
los milli L IV L V h.megin og mjög þröngur
mænugangur vegna þykkra liðbanda og lamina
og grófra liðflata. Gerð var alger laminectomia
beggja vegna L III—L V. Mænutagl sýndi för
eftir þrýsting frá beinum og fyrst eftir fjar-
lægð lamina fóru ræturnar að slá. Epidural
fita var horfin. Árangur af aðgerð var mjög
góður. Einkenni um „intermittent claudication'
hurfu algjörlega og verkir hafa nær horfið.
Máttleysi það sem komið var fyrir aðgerð hef-
ur mikið minnkað, hnéviðbrögð eru nú til
staðar, en öklaviðbrögð fást ekki fram. Enn er
skyntap yfir L V svæði h.megin.
Sjúklingur nr. 2: L.Ó. Karl. Fæddur 1934.
Sjúklingur hefur ávallt verið frískur og engir
sérstakir sjúkdómar í ætt hans. Einkenni byrj-
uðu er hann var 32 ára gamall. Við gang fékk
hann verk í mjóbak og leiddi niður eftir báð-
um aftanverðum lærum og rétt niður fyrir
hnésbætur. Þessu fylgdi dofatilfinning, er byrj-
aði i rasskinnunum og lagði niður eftir báðum
aftanverðum ganglimum alveg niður í ökla.
Þessi einkenni löguðust strax við hvild, en fóru
vaxandi þannig, að hann gat gengið æ skemmri
vegalengd, án þess að einkenna yrði vart. Ein-
kenni voru heldur verri samfara hósta og
hnerra eða rembingi af öðru tagi, heldur meiri
h.megin.
Explorative laminectomia m.t.t. að sjá
brjóskið L IV/L V og brjóskið L V/S I var
framkvæmd 1970 en brjósklos fundust ekki.
Sjúklingur hafði áframhaldandi einkenni og
þau fóru vaxandi, þannig að hann gat rétt
orðið gsngið 2—300 m án þess að þurfa að
stansa og hvila sig. 1972 tók hann eftir því að
ef hann reyndi að halda áfram að ganga missti
hann frá sér saur og þvag.
Við neurologiska skoðun i hvíld 1973 finnast
engin óeðlileg neurologisk einkenni hjá þessum
sjúklingi, en hann kvartar mjög um verki, dofa
og sphinctertruflun við göngu. Sjúklingur er
skoðaður eftir að hafa gengið upp 3 hæðir á
Landspitalanum. Hann ber tæplega af sér
fyrir verkjum og hefur dofa sem hefur breiðst
frá rasskinnum og niður í hæla beggja vegna.
Hann hefur einnig mist frá sér saur og þvag.
Við skoðun finnst skyntruflun á svæðinu L V
til S III beggja vegna og öklareflexar horfnir
en annað er eðlilegt. Hann hefur eðlilegan
æðaslátt í ganglimaæðum og engin óhljóð yfir
æðum i nára. Gerð er myelografia á þessum
sjúklingi, sem sýnir ekki einkenni um brjósk-
los, en gangurinn mælist þröngur og mest vdð
L V, eða 12 mm. Við aðgerð á þessum sjúklingi,
fannst ekkert brjósklos, en þröngur mænu-
gangur á svæðinu L IV—V. Gerð var alger
laminectomia beggja vegna á þessum stað og
eftir þessa aðgerð hafa einkenni sjúklings
alveg horfið. Hann hefur stundað fulla vinnu
og ekki leitað læknis síðan, nema að beiðni
þeirra m.t.t. þessa uppgjörs.
Sjúklingur nr. 3: E.G. Karl. Fæddur 1923.
Sjúklingur hafði áður verið vel friskur og
engin ættarsaga er um neina sérstaka sjúk-
dóma. Einkenni hans í ganglimum byrja er
hann var 41 árs. Hann tók þá eftir því að við
stöður fékk hann verki í mjóbak og lagði
niður eftir báðum ganglimum, meira þeim v.,
allt niður í hæla. Með þessum verk vildu gang-
limir dofnt upp aftanvert og byrjaði dofinn i
hælum og leitaði upp í rasskinnar. Hann fann
ekkert fyrir þessum einkennum útafliggjandi,
en við gang jukust Þau verulega og reyndi
hann að hrista þau af sér, fór hann að sletta
v. fæti. Einkenni minnkuðu verulega við hvíld
en hurfu ekki algjörlega nema hann beygði
sig áfram eða legðist. Þrem árum eftir
að einkenni hans byrjuðu var hann skorinn
upp á Landspítalanum grunaður um brjósklos
v.megin milli L IV og L V. Við þá aðgerð
fannst litið hliðlægt brjósklos, sem var fjarlægt
en af þess fékk sjúklingur mjög lítinn bata og
aðeins tímabundinn.
11 árum síðar er hann til rannsóknar á
Taugasjúkdómadeild Lsp. og er Þá lýst í hvíld
að nokkuð máttleysi er komið í v.fót svarandi
til L V og lítilsháttar dofi er einnig í gang-
limum svarandi til þessa svæðis. Myelografia
sem framkvæmd var á þessum tíma mistókst,
en létt hækkun var á eggjahvítu i mænuvökv-
anum (53mg%). Einkenni sjúklings fóru jafnt
og þétt versnandi og hann gat nú orðið gengið
æ styttri vegalengd og hafðist raunar ekki við
vegna verkja og dofa í uppréttri stöðu einni
saman. Máttleysið í v.ganglim var nú orðið við-
Ioðandi sem og dofi neðst i v. kálfa. Þessi ein-
kenni voru einnig til staðar h.megin, en væg-
ari. 1973 er sjúklingur að nýju tekinn til rann-
sóknar. Hann kvartar um mikla verki og hefur
jákvæðan laseque við 75° beggja vegna. 1 hvíld
er skyntap á L V svæði beggja vegna og mátt-
leysið er verulegt v.megin svarandi til L V, en
minna í þeim hægri. Sinaviðbrögð í ganglimum
eru eðlil. í hvíld. Hyperextension á hrygg fram-
kallar einkenni, sem siðar aukast við gang og
skoðaður að honum loknum fæst Laseque já-
kvæður beggja vegna við 45°, skyntruflanir ná
nú yfir L V—S II beggja vegna, en máttleysi er
áfram bundið við L V beggja vegna og nokkuð
meira og öklareflexar finnast ekki. Þessi ein-
kenni minnka er sjúklingur hvílist og enn frek-
ar er hann leggst út af og dregið er úr extensio
hryggjarins. Hann hefur eðlilegan æðaslátt í