Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 75

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 75
LÆKNABLAÐIÐ .41 Páll Sigurðsson LÖG UM HEILBRIGÐISÞJÖNUSTU Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973, sem gildi tóku 1. janúar 1974, leystu af hólmi ýmis eldri lagaákvæði um skipan heilbrigðisþjónustu, sjúkrahús og heilsu- vernd. I þeim lögum, var í fyrsta sinn hér á landi, reynt að steypa saman í eina heild þeim lagaákvæðum, sem snerta almennar lækningar, heilsuverndarstörf og sjúkra- hússtörf, en jafnframt var hugmyndin að fá glögg ákvæði um yfirstjórn heilbrigðis- mála, bæði í stjórnarráði og úti í héruðum. Aðdragandi þessarar lagasetningar varð alllangur, þvi fyrstu drög að frumvarpi um heilbrigðisþjónustu komu fram vorið 1971 og hafði þá verið unnið að lagasmíðinni þann vetur. Þegar til afgreiðslu frumvarpsins kom á Alþingi, voru það einkum tvö atriði, sem deilum ollu: Annars vegar það, hvernig yfirstjórn heilbrigðismála í stjórnarráði skyldi háttað og hins vegar, hvernig yfir- stjórn heilbrigðismála í héruðum skyldi háttað. í endanlegri gerð laganna var ákveðið að falla frá hugmyndum, sem uppi höfðu ver- ið um sameiningu landlæknisembættis og embættis ráðuneytisstjóra heilbrigðis- ráðuneytis. Einnig var fallið frá að lög- ákveða deildarskiptingu heilbrigðisráðu- neytis eftir verkefnum og slegið var á frest að taka afstöðu til, hvernig haga skyldi stjórnun heilbrigðismála í héruðum og var því 2. kafli laganna um læknishéruð sam- þykktur, en gildistöku hans frestað um ó- ákveðinn tíma. Þegar litið er yfir þann tíma, sem lögin hafa verið í gildi, þá kemur glögglega í ljós, að þau áhrif, sem þau hafa fyrst og fremst haft, eru í þá átt, sem þeim var fyrirhugað, þ.e. að hafa veruleg áhrif á uppbyggingu heilsugæslumála landsins. Ákvæði laganna um stofnun heilsugæslu- stöðva um allar oyggðir landsins hafa gengið hraðar fram, en flestir gerðu ráð fyrir við setningu laganna og fjölgun starfsliðs í heilbrigðisþjónustu við heilsu- gæslustörf hefur verið töluverð, enda þótt aðhalds hafi verið gætt í öllum fjármálum rikisins á þessum tíma. Segja má að uppbygging heilsugæslu stöðva sé það vel á veg komin nú utan Reykjavíkursvæðis og Akureyrar, að gera megi ráð fyrir að uppbyggingu þeirra ljúki á næstu 5—6 árum og þegar þetta er ritað, þá hefur starfslið í heilbrigðisþjónustu, sem vinnur að heilsugæslu, aukist þannig að þar starfa nú 126 manns við störf, þar sem áður unnu 60—65 manns. Mest hefur fjölgunin verið á starfssviði hjúkrunar- fræðinga svo sem vænta mátti, því mjög fáir hjúkrunarfræðingar voru í starfi sam- kvæmt fyrri læknaskipunarlögum. Svo sem fyrr sagði, þá var það ákveðið strax við setningu laganna, að 2. kafli þeirra um læknish.éruð skyldi ekki taka gildi og einnig að ákvæði laganna um heilsugæslustöðvar á hluta Suðurlands, skyldu ekki taka gildi um óákveðinn tíma. Frumgerð laga um heilbrigðisþjónustu var unnin í ráðherratíð Eggerts G. Þor- steinssonar, er full vinnsla þeirra og sam- þykkt fór fram í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar. Þegar Matthías Bjarnason varð ráðherra, á miðju ári 1974, kom fljót- lega í ljós, að hann hafði áhuga á því að lögin yrðu endurskoðuð, þannig að þau ákvæði þeirra, sem ekki höfðu tekið gildi við setningu, yrðu gild. Nefnd var sett til að endurskoða lögin í árslok 1975 og skil- aði hún tillögum til ráðherra haustið 1977. Nýtt frumvarp til laga um heilbrigðisþjón- ustu var svo lagt fyrir Alþingi á útmánuð- um 1978 og samþykkt vorið 1978. Gildandi lög eru nr. 57 frá 1978. Nú verða raktar nokkrar þær breytingar, sem eru í gildandi lögum frá fyrri lögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.