Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 79

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 45 AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 1978 Útdráttur úr fundargerð Formaður Læknafélags Islands, Tómas ÁrrJ •Tónasson, setti fundinn þann 23. júní kl. 9.30 i hátíðasal Menntaskólans á Akureyri. Kjörbréf fulltrúa Læknafélags Vesturlands og Lækna- félags Norð-Vesturlands höfðu ekki verið send, en fulltrúar þessara félaga höfðu verið til- kynntir skrifstofu læknafélaganna áður og nöfn þeirra birt í ársskýrslunni. Vegna fyrirhug- aðrar aðildar Félags íslenzkra lækna í Svíþjóð að Læknafélagi Islands var tilkynnt að Lækna- félag Reykjavíkur hefði rétt til að bæta við einum fulltrúa. Fulltrúar á aðalfundi L.I. voru þá eftirtaldir: Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Benedikt Sveinsson, Guðmundur H. Þórðarson, Haukur S. Magnússon, Lára Halla Maack, Ólafur Þ. Jónsson, Stefán Karlsson, Víkingur H. Arnórs- son, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Örn Smári Arnaldsson og Sigurður B. Þorsteinsson. Frá Læknafélagi Austurlands: Eggert Brekkan, frá Læknafélagi Suðurlands: Brynleifur H. Steingrimsson, frá Læknafélagi Akureyrar: Er- lendur Konráðsson og Ólafur Hergill Oddsson, frá Læknafélagi Norð-Austurlands: Gísli G. Auðunsson, frá Læknafélagi Vestfjarða: Úifur Gunnarsson, frá Læknafélagi Vesturlands: Jón Jóhannesson, frá Læknafélagi Norð-Vestur- iands: Sigursteinn Guðmundsson og frá Félagi íslenzkra lækna í Bretlandi: Katrín Fjeldsted. Auk réttkjörinna fulltrúa svæðafélaganna á aðalfundi L.I. sátu fundinn stjórnarmennirnir Tómas Á. Jónsson, formaður, Auðólfur Gunn- arsson, ritari og Guðmundur Sigurðsson, gjald- keri, varafulltrúarnir Magnús L. Stefánsson frá Læknafélagi Akureyrar, Kristján Sigurðs- son og Guðjón Magnússon frá Félagi íslenzkra lækna i Svíþjóð og Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri. Gestir fundarins voru: Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri, Skúli G. Johnsen, borgarlæknir í Reykjavík, Eggert Steinþórsson, formaður stjórnar Domus Medica og Stefán Carlsson frá Félagi ungra lækna. Fyrsta mál á dagskrá var tillaga stjómar Læknafélags Islands um aðild Félags íslenzkra lækna i Svíþjóð og var aðildin samþykkt mót- atkvæðalaust. Tilkynnt hafði verið að Guðjón Magnússon yrði fulltrúi félagsins á fundinum, og var hann mættur. Þá var tekið fyrir næsta mál á dagskrá, sem var skýrsla stjórnar. Formaður bauð Félag íslenzkra iækna í Sví- þjóð velkomið í L.I. Hann minntist í upphafi tveggja félaga, sem látist höfðu á starfsárinu, þeirra Kjartans R. Guðmundssonar og Kjartans Árnasonar, og risu fundarmenn úr sætum i virðingarskyni. 1 upphafi skýrslunnar ræddi hann um að L.l. væri 60 ára á þessu ári og rakti síðan nokkur atriði úr sögu félagsins og ræddi ýmis mál, sem það hefur látið til sín taka. Er sá kafli úr ræðu formanns birtur á öðrum stað í blaðinu. Árs- skýrsla félagsins hefur verið gefin út prentuð og rakti hann efni skýrslunnar og gerði nánari grein fyrir ýmsum atriðum. Að lokinni skýrslu formanns þakkaði Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, fyrir boð á fund- inn og flutti árnaðaróskir til félagsins og kveðjur Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðis- málaráðherra, sem boðið hafði verið á fundinn en gat ekki verið viðstaddur vegna anna. Þessu næst hófust umræður um skýrslu stjórnar. Þar sem skýrslan verður send út fjölrituð fyrir næsta aðalfund, þykir ekki ástæða til þess að birta umræður hér. Á aðalfundinum voru nýjar Siðareglur lækna samþykktar, svo og ný lög Læknafélags Islands og hafa siðareglurnar og lögin þegar verið send læknum sérprentuð. Önnur aðalmál fundarins voru: Bókasafnsmál og almenningsfræðsla um heil- brigðismál, tilvísanir til sérfræðinga, Lækna- blaðið, gagnkvæm lækningaleyfi á Norður- löndum, samningamál, reikningar félagsins og fjárhagsáætlun, Styrktarsjóður lækna, rekstur skrifstofunnar, málefni sjálfseignarstofnunar- innar Domus Medica. Árgjald til félagsins var ákveðið krónur 60.000 fyrir árið 1979. Fundi var fram haldið 24. júní. Þá flutti Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri erindi, sem hann nefndi: „Fjármögnun og framkvæmdir á vegum heilbrigðisráðuneytisins á sl. 8 árum‘‘. Erindið er birt í heild á öðrum stað í blaðinu. Miklar umræður urðu um erindi ráðuneytis- stjórans og er sem fyrr vísað til fundargerðar- innar. Ályktanir aöalfundarins voru þessar: „Aðalfundur L.I. haldinn á Akureyri 23.—24. júní 1978 mótmælir eindregið þeirri ákvörðun heilbrigðismálaráðherra að leyfa starfsemi hnykkis (kiropraktors) hér á landi. Fundurinn telur, að með þessu sé stigið skref aftur á bak varðandi menntun þeirra, sem stunda lækning- ar, og með því lögheimiluð starfsemi á þvi sviði, sem ekki byggir á læknisfræðilegri þekk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.