Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 82

Læknablaðið - 01.03.1979, Síða 82
48 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 60 ÁRA Hluti úr ræðu formanns á aðalfundi 1978 Læknafélag íslands var stofnað 1918 og þykir mér rétt að minnast þess með nokkr- um orðum í upphafi aðalfundar á sextugasta afmælisári félagsins. Læknafélag Reykjavíkur hóf útgáfu Lækna- blaðsins árið 1915. í fyrsta tölublaði þess má lesa grein eftir ritstjórann, Guðmund Hann- esson, er hann nefnir „islenzkt læknafélag" Höfundur gerir þar grein fyrir misheppnaðri tilraun til félagsstofnunar 16 árum áður, en rökstyður þörf þess, að íslenzkir læknar bindist samtökum til að efla samvinnu og bróðerni og gefa út tímarit fyrir lækna. Á næstu árum birtust í Læknablaðinu ítrekuð hvatningarorð frá Guðmundi Hannes- syni, en innan Læknafélags Reykjavíkur fjöll- uðu nefndir um málið og sömdu frumvarp að lögum fyrir „íslenzkt læknafélag". Formleg félagsstofnun fór fram á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur þann 14. janúar 1918. Á fundinum voru mættir 16 læknar úr Reykjavík, en áður höfðu 18 læknar utan Reykjavíkur samþykkt félagsstofnun bréílega og lög fyrir félagið, er hlaut nafnið Læknafé- lag íslands. Á sama ári bættust smám saman við félagar, svo að í árslok voru þeir 65, sam- kvæmt upptalningu Læknablaðsins. Stjórnarkjör fór fram bréflega, og hiutu kosningu Guðmundur Hannesson, Guðmund- ur Magnússon og Sæmundur Bjarnhéðins- son. Guðmundur Hannesson var kjörinn for- maður. Hafði nú rætzt margra ára draumur Guð- mundar Hannessonar, og dylst varla ánægja hans í eftirfarandi orðum: „Mitt í öllum harðindunum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenzkir læknar árið með þessari félagsstofnun, víllausir og alls ósmeykir, til þess að búa betur i haginn fyrir komandi ár...“ Læknafélag íslands fékk að njóta hinna fjölþættu hæfileika og dugnaðar Guðmundar Hannessonar um margra ára skeið, en hann gegndi formennsku flest árin þar til 1932. Telja má, að hann hafi átt stærstan þátt í stofnun félagsins og viðgangi þess fyrstu árin, þótt margir ágætir læknar legðu þar einnig hönd á plóginn, en hér gefst ekki tími til að minnast þeirra allra. Sjálfur taldi Guðmundur Hannesson sig þó ekki upphafs- mann félagsstofnunar og gerði um það til- lögu á fyrsta aðalfundi, að Ásgeir Blöndal, héraðslæknir á Húsavík, yrði kjörinn heiðurs- félagi, þar sem Ásgeir hefði fyrstur stungið upp á íslenzku læknafélagi. Þessi tillaga var samþykkt. Þegar flett er í Læknablaðinu fundargerð- um fyrstu funda Læknafélags íslands, ber mikið á málaflokkum, sem ýmsum hér mun koma kunnuglega fyrir sjónir. Er þá fyrst að nefna það, sem þá var kallað „stéttarmál", fyrst og fremst kjaramál, en vegna dýrtíðar þeirra ára voru kjör héraðslækna orðin æði bágborin. í Ijós kom á fyrsta starfsárinu, að verulegur hluti héraðslækna var reiðubúinn, ef þörf gerðist, að hlíta ákvörðun stjórnar og segja upp embættum sínum og praktísera eftir gjaldskrá L.í. Til þessa kom þó eigi og töluverðar kjarabætur náðust á fyrstu tveim árunum. Sjúkraskýli og læknisbústaðir tengj- ast umræðum um kjaramál og er samþykkt krafa um læknisbústað í hverju læknishéraði. Embættisveitingar og embættisframi er all- oft á dagskrá frá byrjun, þótt þau mál verði raunar enn meir í sviðsljósinu áratugi síðar. Sem dæmi um fleiri mál, skyld umræðu- efnum okkar í dag, má nefna skort læknis- fræðilegs bókakostar, ófullnægjandi mögu- leikar til framhaldsmenntunar og nauðsyn alþýðlegrar heilbrigðisfræðslu. Jafnvel chiro- practor-mál bar á góma á þessum árum. Á fyrsta aðalfundi Læknafélags íslands, sem settur var í Menntaskólanum í Reykja- vík 1. júlí 1919, voru mættir 32 læknar, þar af 15 utan Reykjavíkur. Fundurinn stóð í 5 daga, og kvartar Guðmundur Hannesson þó yfir því, að ekki hafi unnizt tími til að ræða öll mál sem skyldi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.