Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 7
Baldur þvertekur fyrir að um bak- tjaldamakk hafi verið að ræða, en nokkurrar óánægju hefur gætt í garð hans meðal kennara skólans. Bald- ur dregur sjálfur úr fréttum um stirð samskipti á milli sín og starfsmanna skólans og bendir á að 40% kennara hafi í upphafi verið jákvæðir fyrir rekstrarbreytingunum. Hugmyndir um iðnháskóla Með sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans telur Baldur að skólinn muni færast nær atvinnulíf- inu, líkt og gert hefur verið í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Við lítum á þetta sem tækifæri til þess að breikka starfssemina sem mun verða til góðs fyrir báða skól- ana. Sameiginlega geta þessir skólar komið á fagháskólastigi.“ Ef af sameiningunni verður mun rekstur skólanna færast í hendur einkahlutafélags í eigu Landssam- bands íslenskra útvegsmanna og Samtaka iðnaðarins. Hefur skólinn fengið vinnuheitið 2T Tækniskólinn. „Þetta hefur átt sér langan aðdrag- anda, vinna fór af stað á síðasta ári, en hreyfing komst á málið í haust. Ég skil þau rök kennara fullkom- lega að ákvörðunin hefði átt að vera tekin opinberlega, en okkur fannst ekki rétt að kynna þessar hugmyndir hálfkláraðar og skapa ástand óvissu meðal kennara.“ Baldur segist ekki hafa greint það sérstaklega hvaða öfl innan skólans séu á móti honum. „Það eru sumir sem taka þann pól í hæðina að vera á móti breytingum. Þarna eru ein- hverjir sem fara þá leið að ætla að vera á móti þessum breytingum án þess að hafa rök fyrir því og án þess að spá í menntunarmöguleikanum.“ Hann segir engan hafa boðað upp- sögn ennþá, en segist þó búast við því að einhverjir sem eigi rétt á bið- launum kjósi að taka þau. „Það verð- ur öllum starfsmönnum skólans boðin ný ráðning á sömu kjörum og engin breyting verður á rekstrar- forminu nema nemendurnir munu finna fyrir því að þeir eru í metnað- arfyllri og faglegri skóla. Skráning- argjöld nemenda munu heldur ekki hækka við breytinguna.“ Fullkomlega ábyrgðarlaust Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs gagnrýnir framgöngu skólanna og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur í málinu. Hann segir að málið hafi átt að eiga heima á Alþingi fyr- ir löngu síðan. „Það er mjög ábyrgð- arlaust að taka einn stærsta og mik- ilvægasta framhaldsskóla og vöggu iðnmenntunar í landinu úr ábyrgð ríkisins og færa reksturinn á einu bretti yfir á félag í einkaeigu. Þetta mál er með öllu órökstutt af hálfu ráðherra og þetta er keyrt í gegn algjörlega óundirbúið. Þorgerður Katrín hljóp fram úr sjálfri sér og öll- um öðrum í málinu. Þetta eru ólíð- andi vinnubrögð.“ Í fyrirspurn á Alþingi á mánudag sagði Þorgerður að málið væri ennþá á frumstigi og því segir Jón það koma sér verulega á óvart að málið sé á lokastigi hjá skólunum. Ráðherra ber greinilega ekki saman við það sem skólameistari Iðnskólans segir, það þarf að skýra þessi mál.“ Ekki náðist í ráðherra við vinnslu fréttarinnar. DV Fréttir föstudagur 23. febrúar 2007 7 InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Valgeir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Sameining Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans er á lokastigi, þetta segir Baldur gíslason skólameistari Iðnskólans í Reykjavík. Í svari við fyrirspurn á Alþingi á mánu- dag sagði menntamálaráðherra hins vegar að málið væri á frumstigi. Jón Bjarnason gagnrýnir sameininguna harðlega og segir málið mjög illa undirbúið. óundirbúin sameining keyrð í gegn Fyrirhuguð sameining Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskól- ans er á lokastigi af hálfu skólanna, samkvæmt Baldri Gíslasyni, skólameistara Iðnskólans í Reykjavík. Hugmyndir um samein- inguna og um leið einkavæðingu skólanna hafa verið í vinnslu í um það bil eitt ár en starfsmönnum Iðnskólans voru ekki kynntar áætlanirnar fyrr en í upphafi mánaðar. Jón Bjarnason. segir málið illa rökstutt af hálfu ráðherra. Baldur gíslason skólameistari Iðnskólans í reykjavík segir skráningar- gjöld nemenda ekki hækka ef af einkavæðingunni verður. bankarnir í hár saman „Við sendum bréf til bæjar- ins og erum ekki sátt við þessa staðsetningu,“ segir Eva Rós Jó- hannsdóttir, útibússtjóri Spari- sjóðs Hafnarfjarðar í Garðabæ. Stjórnendur sparisjóðsins eru ósáttir við auglýsingaskilti sem Kaupþing hyggst setja upp, rétt hjá skilti sparisjóðsins við Vífils- staðaveg. „Þetta er frekar nálægt,“ segir Eva Rós og óttast að nýtt skilti Kaupþings skyggi á skilti Spari- sjóðs Hafnarfjarðar sem hefur verið þarna árum saman. Bæjarráð Garðabæjar fjallaði um kvörtun sparisjóðsins í fyrra- dag. Niðurstaða þess var að rétt hefði verið staðið að ákvörðun um að leyfa Kaupþing að koma skiltinu fyrir. „Það eru sumir sem taka þann pól í hæðina að vera á móti breyt- ingum.“ ungir þjófar Fimmtán ára gamall piltur úr Hafnarfirði var staðinn af þjófan- ði í matvöruverslun í hafnarfirði í gær. Talsvert virðist vera um þjófnað ungmenna því sextán ára piltur var einnig gripinn í Kringlunni um kaffileytið í gær. Þá var þrítugur karlmaður hand- tekinn eftir þjófnað í sérverslun á Laugaveginum á miðvikudags- morginum. Svo voru allnokkrir bensínþjófnaðir tilkynntir víða um borgina. Á hverju ári verða verslanir af milljarði vegna þjófn- aðar í verslunum samkvæmt Samtökum atvinnulífsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.