Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 8
föstudagur 23. febrúar 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Fellibylur í ofanálag Ekki er ein bár- an stök í Mósam- bík. Nokkrum dögum eftir stór- flóð þar sem 40 týndu lífi og 120.000 manns misstu heimili sín gengur stærsti fellibylur síðan mælingar hófust á land af Ind- landshafinu. Ríkisstjórnin þykir hafa brugðist vel við flóðunum en hefur nú miklar áhyggjur af heimilislausum sem hafast við í tjöldum eða skúrabraki eftir flóð- in. Fellibylurinn Favio er sterkari en öflugasti fellibylurinn stór- slysaárið 2000, þegar 700 manns létust og hálf milljón flosnaði upp frá heimilum sínum. Meðan Mugabe forseti gúffar í sig afmælisköku eiga þegnar hans í Simbabve nær engan kost á því að finna brauð á hillum búða og bakaría. Bakarar í landinu neita að halda áfram að selja brauð því þeir segjast vera farnir að borga með brauðinu. Verðbólga er nærri 1600 prósentum en forsetinn hefur sett reglugerð um lögboðið brauðverð til þess að hlífa almenningi við verð- hækkunum. Því er brauðið nú löngu farið að gefa minna í aðra hönd en kostar að kaupa hráefnin í það. Mugabe heldur sjálfur upp á af- mæli sitt á morgun með íburðar- mikilli afmælisveislu, sem gagnrýn- endur hans segja að gæti brauðfætt þúsundir þegnanna svo mánuðum skiptir. Mugabe bannaði alla fundi og mótmæli í landinu eftir að átök blossuðu upp milli lögreglu og póli- tískra andstæðinga forsetans, sem þó höfðu fengið leyfi dómstóls til að halda útifund. Andstæðingar Muga- bes segja fundabannið örþrifaráð forseta sem óttast vaxandi and- spyrnu í þjóðfélaginu. Verðbólgan í Simbabve étur upp hagnað bakara: Sagan af brauðinu dýra 83 ára afmælisbarn robert Mugabe sendir löndum sínum kaldar kveðjur meðan hann sjálfur býður í afmæli. Nýja Ungdómshúsið skólabyggingin við stevnsgade sem ungdómshúsið vill aðeins borga eina danska krónu fyrir. Engin sátt virðist í sjónmáli í deilum um Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn þrátt fyrir stíf fundahöld í vikunni. Lögregla hafði gefið út að húsið yrði rýmt en þeim aðgerðum var frestað meðan viðræður voru í gangi. Tilboði borgaryfirvalda um að selja eða leigja forsvarsmönnum Ungdómshússins tómt skólahúsnæði undir starfsemina var hafnað. Það lítur því út fyrir að lögregla rými húsið með valdi og óttast menn uppþot og róstur í kjölfarið. Vilja aðeins borga eina krónu fyrir nýtt hús Nú síðast fyrir upphæð sem sam- svarar hundrað og fjörutíu milljón- um íslenskra króna. Borgin er tilbúin til að selja sjóðnum tóma skólabygg- ingu fyrir þá upphæð en forsvars- menn Ungdómshússins segjast ekki borga meira en eina danska krónu. Það ber því töluvert á milli. Samkvæmt núverandi plönum borgarinnar á að nýta skólabygging- una fyrir fötluð börn í framtíðinni og því yrði söluverðið nýtt til að finna þeirri starfsemi annan stað. En þar sem Ungdómshúsið er ekki til í að borga uppsett verð kom fram tillaga frá lögmanni sjóðsins um að borg- in myndi gefa skólann en sjóðurinn kaupa nýtt húsnæði undir börnin. Í tilkynningu frá Ungdómshúsinu segir að enginn munur sé á þessum tveimur tillögum og þær því felldar. Hugmyndir um að húsið yrði leigt af borginni voru sömuleiðis skotnar niður af báðum aðilum. Ritt Bjerre- gaard borgarstjóri segist ekki sjá aðra lausn á málinu en þá að sjóðurinn kaupi skólabygginguna og ekki sé von á nýju tilboði frá borginni. Á miðvikudag sendi Knud Fold- schack frá sér tilkynningu þar sem segir að hann og sjóðurinn hafi gefist upp á að ná sáttum um málið. Lögreglan gaf það út í vikunni að hún myndi ekki hefjast handa við að rýma húsið á meðan samningafund- ir stæðu enn yfir. En þar sem þeir eru fyrir bí er útlit fyrir að húsið verði rýmt með lögregluvaldi á næstunni. Er bú- ist við hörðum mótmælum í fram- haldinu og hefur upplýsingabæklingi verið dreift í skóla og verslanir á svæð- inu í kringum húsið með leiðbeining- um um hvernig brugðist skuli við ef mótmæli brjótast út. Á vefsíðu Ung- dómshússins kemur fram að mót- mæli muni standa yfir í nokkra daga verði samtökin húsnæðislaus. Enginn árangur hefur náðst á fundum borgaryfirvalda í Kaup- mannahöfn og forsvarsmanna Ungdómshússins í vikunni. Deilu- aðilar hafa sest að samningaborði fyrir tilstuðlan lögmannsins Knuds Foldschack sem fer fyrir sjóði sem ítrekað hefur reynt að kaupa núverandi húsnæði Ungdómshússins. lögreglan gaf það út í vikunni að hún myndi ekki hefjast handa við að rýma húsið á meðan samningafundir stæðu enn yfir. Prinsinn í skýjunum Harry Breta- prins er hæst- ánægður með að verða sendur til Íraks. Prins- inn hafði lýst því yfir að hann tæki ekki í mál að sitja heima ef félagar hans í herdeild- inni færu á víg- völlinn. Hann útskrifaðist úr Sandhurst- herskólanum í apríl á síðasta ári og mun leiða um það bil 12 manna hópa í Suður- Írak í 6 mánuði. Ólíklegt má hins vegar telja að hann verði sendur í hættuleg verkefni, þó hann óski ekki eftir sérmeðferð. Það myndi einnig setja félaga hans í hættu að vera við hlið svo eftirsótts skotmarks. blair til bjargar Ef Írakar ná ekki tökum á ástandinu í suðurhluta landsins þá mun ekki standa á Bretum að fjölga í liði sínu á svæðinu á nýjan leik. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands í gær daginn eftir að hann kynnti áform sín um draga verulega úr herstyrknum í Írak. Blair sagði Breta geta verið stolta af störf- um hersins í Írak og vísaði á bug ásökunum um að hann bæri per- sónulega ábyrgð á því ófremdar- ástandi sem þar ríkti. hillary örg Ummæli Davids Geffen, framámanns í Hollywood, um að Clinton hjónin ættu svo auðvelt með að ljúga að það ylli honum áhyggjum hafa hleypt illu blóði í stuðningsmenn Hillary Clinton. Geffen er fyrrum stuðningsmað- ur Bill Clinton en styður nú við bakið á Barack Obama. Talsmað- ur Hillary Clinton krefst þess að Obama lýsi andúð sinni á þess- um ummælum og skili því fé sem Geffen hafi lagt til baráttu hans. Obama segist ekki ætla að verða við þeirri beiðni. bloggari dæmdur Egypskur dómstóll hefur dæmt bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga íslam og forsetann. Þetta er í fyrsta skipti sem bloggari hefur verið sóttur til saka í landinu fyrir skrif sín. Hann er dæmdur fyrir að gagnrýna æðstu stofnun íslams í landinu, al-Azhar háskólann og að kalla Hosni Mubarak einræð- isherra. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt dóminn harð- lega og segja hann mjög harðan. Margir bloggarar hafa verið fang- elsaðir í Egyptalandi fyrir skrif sín en hafa allir verið leystir úr haldi fljótlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.