Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Side 18
föstudagur 23. febrúar 200718 Helgarblað DV Hið íslenska borgríki Miðað við byggðaþróun síðustu áratugi hefur Ísland þróast hratt í átt til þess að verða borgríki. Á hinum Norðurlöndunum búa um 15–25% íbúa á höfuðborgarsvæðum, en á Íslandi búa um 63% á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur rannsakað byggðaþróun hér á landi og líkir Íslandi við Kúveit og Djíbútí í þessu samhengi. Fleiri fluttu frá Fjarðabyggð en til sveitarfé- lagsins á síðasta ári, þrátt fyrir álversframkvæmdir. Byggðaþróun á Íslandi hefur verið á einn veg síðustu áratugi. Á með- an Íslendingum fjölgar um tæplega 3000 á ári fækkar íbúum á lands- byggðinni á hverju ári. Um þessar mundir búa rösklega 75% lands- manna á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem afmarkast frá Hvítá í Borgar- fiði að Þjórsá á Suðurlandi. Sam- kvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands mun íbúafjöldi hér á landi verða kominn upp í 325.000 árið 2020. Spár gera jafnframt ráð fyrir því að íbúahlutfall á suðvesturhluta landsins verði komið upp í 85%. Yfirburðir suðvestursvæðisins eru gífurlegir og er þróunin hér á landi nær einsdæmi á Vesturlöndum, þar sem langstærstur hluti íbúa býr á sama svæði. Ef Akureyri er undan- skilin er enginn þéttbýliskjarni hér á landi með meira en 5000 íbúa. Er hið íslenska borgríki að verða að veruleika? Fólksfækkun þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands hefur íbúum á Austurlandi fækkað þrátt fyrir álvers- og virkj- anaframkvæmdirnar. Fólksfækkun er í flestum byggðakjörnum á Aust- urlandi og fækkaði íbúum í lands- hlutanum um sjö árið 2006. Reyð- arfjörður er eini þéttbýliskjarninn í Fjarðabyggð þar sem íbúum af íslenskum uppruna fjölgaði á síð- asta ári, eða um 45. Í Fjarðabyggð var hlutfall aðfluttra umfram brott- flutta þó í heildina neikvætt, en 71 fleiri fluttu frá bæjarfélaginu en til þess. Gunnar Gunnarsson, blaða- maður á Austurglugganum, hef- ur fylgst náið með byggðaþróun á Austurlandi. Gunnar var inntur eft- ir því hvort það hlytu ekki að telj- ast vonbrigði að fólksfækkun væri raunin, þrátt fyrir hinar kostnaðar- sömu stóriðjuframkvæmdir. „Mið- að við það sem haldið hefur verið á lofti um uppbygginu á Austurlandi hefði ég talið þessar tölur ákveðin vonbrigði. Að vissu leyti finnst mér réttara að tala um meinta uppbygg- ingu. Það verður ekki fyrr en árin 2008-2009 sem við komum til með að hafa í höndunum gögn um hvort meiri uppbygging sé staðreynd á Austurlandi en var áður en fram- Reykjavíkurborg 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. ValgEiR ÖRn RagnaRsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.