Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 21
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 21 Heillandi og Hrottafullur Úgandabúum þyk- ir kvikmyndin um Idi Amin sann- gjörn lýsing á ein- ræðisherranum. Hún vekur hins vegar upp óþægi- legar minningar hjá þeim sem lifðu átta ára ógnartíð hans á áttunda ára- tugnum. Svipir liðinna tíma og látinna vina vakna upp í kvikmynda- húsum í Úganda þegar myndin fer í almenna sýningu þar í dag, föstudag, sama dag og hún er frumsýnd hér. Idi Amin réðist miskunnar- laust gegn óvinum sínum – eða þeim sem hann taldi að væru sér óvinveittir. Sögur segja að á tímabili hafi svo mörg lík flotið niður eftir Níl að starfsmenn raf- orkuvers við ána hafi eytt heilu dögunum í að draga líkin á þurrt svo þau stífluðu ekki inntakið að virkjuninni. Á sama tíma er hon- um lýst sem hrífandi manni og góðum í viðkynningu. Efnahag- ur landsins hrundi eftir að hann rak alla innflytjendur af asískum uppruna frá landinu árið 1972 og versnaði enn við að lands- menn bjuggu í stöðugum ótta við tilviljanakennd ofbeldisverk. Úganda í dag Efnahagsleg uppbygging, árangursrík barátta gegn al- næmi og aukin lífsgæði hafa fylgt stöðugleikanum í stjórn- artíð Yoweris Museveni, forseta Úganda, síðastliðið 21 ár. Á síðustu 5–6 árum hefur landið siglt fram úr meðal- tali Afríkulanda sunnan Sahara og náði árið 2005 lágmarkslífsgæðum til að teljast í flokki meðal- þróaðra landa. Ein helsta ófriðarógn landsins, Andspyrnuher drott- ins, hefur hætt skærum í bili meðan friðar- viðræður eru í gangi. Tímabundinn friðar- samningur rennur hins vegar út þann 28. febrúar og eins og er neita skæruliðarnir að mæta til áframhaldandi friðar- viðræðna. „Hann var bæði heillandi og hrottafullur. Hann gat hlegið með blaðamönnum meðan fjölda­ morð voru framin eftir hans fyrirmælum. Þess vegna voru svona margir drepnir.“ Yoweri Muse­ veni, forseti Úganda, á frumsýningu Last King of Scotland í Úganda síðastliðinn laugardag. IdI AmIn Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.