Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 34
föstudagur 16. febrúar 200734 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Þórður Guðjónsson sem lék og æfði við bestu aðstæður um margra ára skeið sem atvinnumaður segir að Akraneshöllin breyti öllu íþrótta- starfi ÍA. „Þetta er algjör snilld, ef við ber- um þetta saman við síðasta vet- ur þar sem við vorum með fimm gervigrasæfingar allan veturinn en við náum því á einni viku núna. Við æfðum í fjörunni þegar var ekki flóð og næg birta. En það var upp og ofan hvernig sandurinn var þannig að þetta er ótrúlegur munur. Í gamla daga var hægt að spila heila leiki á sandinum en þetta var orðið þannig að þetta var orðinn smá skiki sem var sæmilega spilanlegur. En það var ekkert hægt að æfa fyrirgjafir og sendingar.“ Nokkur umræða hefur verið meðal leikmanna, sem æfa í Egils- höll og Fífunni, að það sé of mikið af gúmmíi í grasinu þar. Þórður segir að grasið í Akraneshöllinni sé betra en í höllunum á höfuðborgarsvæð- inu. „Grasið er það sama og í Fífunni og Egilshöll en það hefur eitthvað misfarist í bænum því grasið hér er miklu betra. Ég er mjög svekktur að vera kom- inn yfir þrítugt núna get ég sagt þér. Fyrir þá sem eru að koma upp í meistaraflokk núna er þetta algjör draumur og ef menn bæta sig ekki núna þá bæta menn sig aldrei. Það sést mikill munur á liðinu okkar núna og á sama tíma í fyrra. Sérstak- lega ungu leikmennirnir og hvað þeir eru búnir að bæta sig, ef menn eru í fullu fjöri og æfa fimm til sex sinnum í viku við svona aðstæður þá er náttúrulega ekki spurning um að þeir bæti sig.“ Knattspyrnuhúsin á Íslandi eru nú sjö talsins. Í Reykjanesbæ, Reykjavík, Kópavogi, Reyðarfirði, Akureyri, Hafnarfirði og Akranesi. Fleiri hús eru væntanleg, með- al annars hjá Val, KR og annað hús mun rísa í Kópavogi. Þórður er ekki í vafa um að þessi hús muni gjörbylta íslenskri knattspyrnu. „Þegar það eru komin svona mörg hús og fleiri eins og þetta þá verður þetta algjör snilld fyrir ís- lenska knattspyrnu. Mér finnst fínt að höllin hér sé ekki upphituð, hún er opin í gegn þannig að það er alltaf hreyfing á loftinu. Höllin fyrir norð- an kólnar rosalega mikið, en hér er alltaf tveimur til þremur gráðum heitara, logn og þurft og það seg- ir sig sjálft að það er miklu betra að æfa við þessar aðstæður. Við höfum fyrsta aðgang að húsinu á meðan liðin í Reykjavík berjast um æfinga- tímana.“ Getur alltaf bætt sig Guðjón Þórðarson er kominn aftur í brúna uppi á Skaga. Eins og flestir vita er hann faðir þeirra Þórðar og Bjarna sem leika með ÍA. Guðjón var ekki á æfingunni þegar blaðamann bar að garði, þar sem hann er á Englandi að leita að leik- mönnum. Þórður lék með ÍA, Stoke og íslenska landsliðinu undir stjórn Guðjóns en hvernig finnst honum að vera kominn aftur undir stjórn gamla mannsins? „Það er bara gaman, ég var með hann fyrst sem þjálfara 1990 og það hefur margt breyst á þessum tíma. Þjálfunaraðferðir og aðstæður. En ég þekki hann vel og þekki hvern- ig hann reynir menn og prófar og annað slíkt. Maður þekkir allt sem hann er að segja og hann miðlar vel af reynslunni, en maður er aldrei of gamall til að læra. Maður getur alltaf bætt sig,“ segir Þórður og glottir. Ungt lið núna Með komu Akraneshallarinn- ar hafa æfingar breyst mikið frá því í fyrra. Lið ÍA æfir nú miklu meira með bolta og er minna í útihlaup- um sem hafa verið aðalsmerki und- irbúningstímabilsins þar. Þórður segir að lið ÍA sé í allt öðruvísi formi nú en á sama tíma í fyrra. „Við erum í miklu betra bolta- formi núna en á sama tíma í fyrra, erum reyndar þungir þar sem við erum í þungu prógrammi, sem er eðlilegt þar sem við erum 5–6 sinn- um á viku með bolta og svo lyftum við þrisvar sinnum í viku. Við erum með 19 leikmenn núna, þar af eru 12 gjaldgengir í 21 árs landsliðið þannig við erum með ansi ungt lið núna sem er mikill munur frá því í fyrra. Þá vorum við með 8 leikmenn yfir þrítugu, nú eru bara þrír, svo erum við með fjóra á ByLTing á AkRAnesi „Við erum í miklu betra boltaformi núna en á sama tíma í fyrra, erum reyndar þungir þar sem við erum í þungu prógrammi, sem er eðlilegt þar sem við erum 5-6 sinnum á viku með bolta og svo lyftum við þrisvar sinnum í viku. Tilkoma þessa mikla mannvirkis breytir gríðarlega miklu fyrir íþróttalíf á Akranesi. Hlaupabraut er í kringum völlinn og nýta frjálsíþróttamenn hana mikið og þá var einn eldri borgari að klára átta hringi í kringum völlinn þegar blaðamann bar að garði. Þann 21. október var nýtt og glæsilegt fjölnota íþróttahús opnað á Akranesi, Akraneshöllin. Höllin gjörbreytir knattspyrnuaðstöðunni í bænum og er vel nýtt af ungum sem öldnum. Hver er Hassler? bolaji Ojo-Oba, fram- kvæmdarstjóri nígeríska knattspyrnusambandsins, kom af fjöllum þegar fjölmiðlar þar í landi spurðu hann út í nýjan aðstoðarmann bertis Vogts, thomas Hassler. „Hann hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann,“ sagði Ojo-Oba en fjölmiðlar bentu honum á grein sem birtist í þýska blaðinu bild þar sem Vogts lýsti ánægju með að vera búinn að fá Hassler í lið sitt. „Við verðum þá bara að ræða þessa ráðningu þegar Vogts kemur næst til Nígeríu,“ sagði framkvæmdastjórinn furðu lostinn. Makaay vill vera Hjá Bayern Hollenski markahrókurinn roy Makaay hefur lýst því yfir að hann vilji enda ferilinn hjá bayern Munchen. Makaay, sem er 31 árs, er með samning út júní 2008 við þýska liðið og hefur skorað 11 mörk í deildinni. „ef ég mætti ráða þá myndi ég vilja vera hér um ókomna framtíð. en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?“ sagði þessi magnaði framherji. WeMBley ekki tilBúinn Miklum hátíðarhöldum til að fagna nýjum Wembley- leikvangi sem fara áttu fram 17. mars hefur verið slegið á frest vegna tafa. um 60 þúsund manns var boðið og átti sjálf drottning- in að mæta á svæðið. Þetta er í enn eitt skiptið sem ástralska fyrirtækið Multiplex, sem sér um byggingu vallarins, stendur ekki við gefin loforð. Þeir segja þó að völlurinn verði tilbúinn fyrir bikarúrslitaleikinn í maí. jUninHo áfraM Hjá lyon Hinn 32 ára gamli brasilíumaður Juninho hefur framlengt samning sinn við Lyon um eitt ár, til ársins 2009. Juninho sem er af mörgum talinn einn besti spyrnumaður heims um þessar mundir gekk í raðir franska liðsins frá Vasco de gama árið 2001 og hefur síðan þá verið einn besti maður liðsins. Hann er í dag fyrirliði þess og andlit þess út á við. speGill, speGill Patrice evra sagði í viðtali við hinn áreiðanlega miðil the sun að Christiano ronaldo væri ástfanginn af sjálfum sér. „Hann er sá eini sem er með prívat og persónulegan spegil í búningsklefanum. Hann eyðir heilu klukkutímunum fyrir framan spegilinn að laga á sér hárið og skoða líkamann.“ ekki lét frakkinn staðar numið þar og sagði að nokkrir leikmenn hefðu ansi skrautleg gælunöfn, Wayne „the Hummer“ rooney, Paul „the Pitbull“ scholes, ryan „the rocket“ giggs, Ole „the Legend“ solskjaer og Louis „the Panther“ saha. ekki ódýrt prógramm þar á ferð. DynaMo kiev vill fá sHevcHenko forseti dynamo Kiev Igor surkis vill endilega fá fyrrverandi leikmann liðsins andriy shev- chenko aftur til liðsins. „Ég hef sagt honum að hann geti ekki náð því besta fram í sjálfum sér því þeir hjá Chelsea treysta honum ekki. Ég vona að hann komi aftur til okkar í sumar,“ segir þessi bjartsýni maður. shevchenko var seldur á sínum tíma frá dynamo til aC Milan þar sem hann sýndi og sannaði að hann er einn besti framherji í heimi þótt fátt hafi gengið upp í vetur. scHWarzer til Bayern? Markvörður Middlesbrough Mark schwarzer gæti verið á leið til bayern Munchen. Hann sleit samstarfi við umboðsmann sinn til tíu ára og vill endilega snúa aftur til þýskalands. Þar lék hann með Kaiserslautern áður en hann var keyptur til bradford. Kona schwarzers er þýsk og vill ólm komast aftur til heimalandsins. talið er að bayern Munchen sjái schwarzer sem eftirmann Olivers Kahn sem leggur skóna á hilluna í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.