Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 35
föstudagur 16. fEBrúar 2007 35Sport DV Bylting á AkrAnesi aldrinum 21–30 og svo er restin bara kjúklingar. Hópurinn er lítill en mér finnst gæðin hafa aukist mikið, sér- staklega í vetur, þannig að framtíðin er mjög björt.“ Gaman að vera 11 ára í dag Þriðji flokkur karla í fótbolta var á æfingu og segir Hjálmur Dór Hjálmsson þjálfari að húsið sé al- gjör bylting. „Þetta breytir öllu og er algjör draumur. Á sama tíma í fyrra var ég að æfa á sparkvelli og innan- húss tvisvar sinnum í viku, þannig að þetta er algjör bylting. Í stað- inn fyrir að vera í snjó, rigningu og vondum veðrum er maður í 8 stiga hita og logni hér inni. Það hefði ver- ið munur að vera 11 ára í dag,“ seg- ir Hjálmur í léttum tón. Hann þótti einn efnilegasti hægri bakvörður landsins á sínum tíma en meiðsli bundu enda á feril hans. Hjálmur segir að þegar hann var ungur hafi tímarnir verið aðrir. „Þegar ég var í öðrum flokki æfðum við á malarvellinum fjór- um sinnum í viku í hvaða veðri sem er. Nú er ég með þriðja flokk fimm sinnum í viku í fótbolta við bestu að- stæður. Miðað við ágúst í fyrra hefur fjölgað um 70 iðkendur, þeir voru á tímabili um 100, en ég er með tæp- lega 40 stráka á skrá í þriðja flokki. Það eru líka nokkrir sem eru byrj- aðir aftur eftir að hafa hætt og þeir væru klárlega ekki að æfa værum við enn að æfa úti.“ Grasið sem er í húsinu er einn- ig mjög gott og er ekki jafnmikið af gúmmíkúlum og í Egilshöllinni og Fífunni í Kópavogi. Hjálmur fór úr skónum og ólíkt því sem er í Eg- ilshöll og Fífunni, þar sem skórnir verða fullir af svörtum gúmmíkúl- um detta ekki nema fjögur korn úr skónum hans. Þrátt fyrir að hann hafi verið í höllinni í þrjá tíma. Algjör bylting Margrét Ákadóttir var að ljúka æfingu með sjötta og sjöunda flokki kvenna og hún tekur í sama streng og Hjálmur og segir að höllin breyti öllu íþróttastarfi félagsins. „Ef þessi höll væri ekki þá væri ég tvisvar sinnum í viku innanhúss á parketi. Ég er þrisvar í viku núna. Það er náttúrulega miklu minna pláss innanhúss og eins og á æfing- unni áðan þá vorum við með sam- eiginlega æfingu hjá stelpunum og strákunum. Þannig að við höfum verið að nýta stærðina með því að spila við aðra flokka.“ Aðspurð hvort iðkendum hafi eitthvað fjölgað segir Margrét að svo sé því miður ekki hjá sér þó að fjölg- unin sé mikil hjá strákunum. „Það sem er stór plús við þessa höll er að hún er opin öllum og hingað geta iðkendur komið um helgar og leikið sér. Meðan er opið í sundlaugina er opið hér og þegar það er ekkert um að vera í höllinni þá mega krakkarnir koma hingað. Þannig að hún er mjög vel nýtt. Ungir krakkar nýta sér hana vel um helgar þegar hún er laus. Þetta er algjör bylting og breytir alveg helling og við eigum eftir að sjá það þegar fram líða stundir.“ Miklu betra Almar Knörr Hjaltason er 10 ára gamall og er því í sjötta flokki. Hann er himinlifandi með að það sé kom- ið fjölnota hús á Akranesi. „Það er miklu betra að vera hér en úti á gervigrasi og inni á parketi. Ég held að ég hafi bætt mig pínu þó að ég geti ekki gert fleiri trikk. Ég get sko spilað eiginlega allar stöður nema frammi. Við æfum þrisvar sinnum í viku og Óli þjálfari er mjög góður þjálfari.“ Hrafn Darri Guðbjörnsson er með Almari í sjötta flokki og finnst gott að spila í höllinni. „Við erum búnir að spila við Þrótt, Val, Víking og Þór og það hef- ur bara gengið mjög vel hjá okk- ur. Ég er alveg ágætur í fótbolta og þetta er miklu betra en að vera inni á parketinu.“ Ellert Jón Björnsson leikmað- ur meistaraflokks félagsins segir að ýmislegt hafi breyst með komu hallarinnar. „Við æfðum innanhúss- fótbolta á parketi tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Það voru ekkert all- ir sem gátu æft þar vegna meiðsla og þeir sömu æfðu þá engan fót- bolta alla vikuna. Við fórum reyndar stundum til Reykjavíkur og æfðum í Egilshöll klukkan átta á morgnana. Vorum lagðir af stað héðan ofan af Skaga um sjö, en það var sjaldan. Við hlupum 15 km á malbiki og lyft- um. Það gerðum við allan veturinn. Í gamla daga var mikið æft í fjör- unni, þó að við höfum gert töluvert af því í fyrra. Það var bara þegar veðrið var þannig, en það var ekkert hægt að treysta á það.“ “Það sem er stór plús við þessa höll er að hún er opin öllum og hingað geta iðkendur komið um helgar og leikið sér. Meðan er opið í sundlaug- ina er opið hér og þegar það er ekkert um að vera í höllinni þá mega krakkarnir koma hing- að. Þannig að hún er mjög vel nýtt. Ekki lengur í fjörunni Meistaraflokkur Ía hefur æft á Langa- sandi undanfarin ár en nú er öldin önnur og segir Þórður guðjónsson að gæðin í hópnum séu meiri en á sama tíma í fyrra. Að gefa góð ráð Hjálmur dór Hjálmsson þjálfari þriðja flokks karla miðlar hér upplýsingum til yngri iðkenda. Ánægð með höllina Yngri kynslóðin er mjög sátt við nýju akraneshöllina og nýtir hana mjög vel. Bylting Margrét Ákadóttir segir að höllin breyti gríðarlega miklu fyrir allt íþróttastarf á akranesi.dv Myndir Eiríkur kristófErsson leiðin í úrslitin Arsenal og Chelsea mætast í úrslitum deildarbikarsins á Englandi á sunnudag- inn. Liðin hafa hvort um sig mætt þrem- ur úrvalsdeildarliðum á leið sinni í úrslit- in. Það vekur athygli að Chelsea hefur eingöngu fengið á sig eitt mark til þessa í keppninni. ArsEnAl: W.B.a. (ú) 2-0 Everton (ú) 1-0 Liverpool (ú) 6-3 tottenham (ú) 2-2 tottenham (h) 3-1 ChElsEA: Blackburn (ú) 2-0 aston Villa (h) 4-0 Newcastle (ú) 1-0 Wycombe (ú) 1-1 Wycombe (h) 4-0 BAptistA MArkAhæstur í dEildArBikArnuM Julio Baptista er markahæstur í deildarbik- arnum á þessari leiktíð. Hann hefur skorað sex mörk í tveimur leikjum. Mörk Arsenal: Julio Baptista 6 Jeremie aliadiere 4 Emmanuel adebayor 2 alexandre song 1 sjálfsmark 1 alls 14 mörk Mörk Chelsea: frank Lampard 3 andriy shevchenko 3 didier drogba 2 Joe Cole 1 salomon Kalou 1 Michael Essien 1 Wayne Bridge 1 alls 12 mörk Markahæstu menn á Englandi didier drogba, Chelsea 17 Cristiano ronaldo, Man. utd 15 ayegbeni Yakubu, Middlesbrough 11 robin van Persie, arsenal 11 Nwankwo Kanu, Portsmouth 10 thierry Henry, arsenal 10 frank Lampard, Chelsea 10 Wayne rooney, Man. utd 10 Benedict McCarthy, Blackburn 10 Kevin doyle, reading 10 Obafemi Martins, Newcastle 10 Markahæstu menn á spáni frederic Kanoute, sevilla 18 ronaldinho, Barcelona 16 diego Milito, r. Zaragoza 15 ruud van Nistelrooy, r. Madrid 11 david Villa, Valencia 10 fernando Baiano, Celta Vigo 9 fernando Morientes, Valencia 9 Luis garcia, Espanyol 8 roberto soldado, Osasuna 8 f. sinama Pongolle, recreativo 8 raul tamudo, Espanyol 8 Markahæstu menn á ítalíu francesco totti, roma 14 Luca toni, fiorentina 12 rolando Bianchi, reggina 12 gionatha spinesi, Catania 11 fabio Quagliarella, sampdoria 10 Vincenzo Iaquinta, udinese 10 Zlatan Ibrahimovic, Inter 10 Cristiano doni, atalanta 10 adrian Mutu, fiorentina 10 Christiano Lucarelli, Livorno 10 Markahæstu menn í Þýskalandi Mario gomez, stuttgart 13 Kevin Kuranyi, schalke 11 roy Makaay, Bayern München 11 Miroslac Klose, Werder Bremen 11 Marko Pantelic, Hertha Berlin 11 theofanis gekas, Bochum 9 alexander frei, dortmund 9 diego, Werder Bremen 9 Ivan saenko, Nurnberg 8 sergiu radu, E. Cottbus 8 Mike Hanke, Wolfsburg 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.