Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 44
vatni og kaffirjóma og bætið grænmetisteningi út í. Bætið pastanu út í, ásamt beikoninu og slurki af rjóma og að síðustu niðurskornum döðlum og vínberjum. Berið fram með hvítlauksbrauði og lambhagasalati með balsamiksírópi. KLESSUKAKA l 150 g smjörlíki l 200 g suðusúkkulaði Brætt saman á hæsta styrk í örbylgjuofni í þrjár mínútur. l Hrærið saman fjórum eggjum og 15 grömmum af sykri þar til blandan er ljós og létt. l Súkkulaðibráðinu hellt út í ásamt 2 dl af hveiti og hrært létt saman. Setjið í form og bakið í örbylgjuofni í sex mínútur á hæsta styrk. Skerið jarðarberin niður og dreifið þeim yfir kökuna sem síðan er borin fram með þeyttum rjóma. föStudagur 23. feBrúar 200744 Helgarblað DV Elín María skorar á bróður sinn Ólaf Má Björnsson augnlækni. „Hann er algjör snilldarkokkur og sá sem hefur verið hvað duglegastur við að bjóða fjölskyldunni í mat (fyrir utan mömmu auðvitað!),“ segir Elín María um arftaka sinn. Elín María Björnsdóttir, verslun- arstjóri í versluninni EGG og dag- skrárgerðarmaður, er matgæðingur DV þessa vikuna. Áslaug Hulda Jóns- dóttir skoraði á hana og sagði við það tækifæri að Elínu Maríu hefði farið mikið fram í matargerðarlistinni og það væri bæði gott og gaman að vera boðið í mat til hennar og Hrafnkels eiginmanns hennar. Þessa dagana er Elín María í skíðaferð með stór- fjölskyldunni í fjallakofa í Noregi og skíðin eru óspart notuð. Elínu Maríu finnst ekki leiðinlegt að elda ofan í þennan stóra hóp. „Þegar ég byrjaði að búa eld- aði ég oftast soðinn fisk, nautahakk og spæld egg, svona dæmigerðan heimilismat, og kunni ákaflega lítið að nota framandi krydd. Áslaug vin- kona mín kom mér upp á lagið með að elda sannkallað sælkerafæði og í dag myndi ég leyfa mér að fullyrða að ég sé sómakokkur. Ég styðst við upp- skriftir til þess að fá hugmyndir en á erfitt með að fara nákvæmlega eftir þeim og þá skiptir ekki máli hvort ég er að baka eða elda. Útkoman er ekk- ert verri fyrir það og ég er viss um að vinir og vandamenn geta tekið undir þá fullyrðingu. „Ég er verslunarstjóri í versluninni EGG þar sem selt er nánast allt fyr- ir heimilið og ég legg mikla áherslu á að þar sé á boðstólum gott úrval af eldhúsáhöldum og fylgihlutum. Ég reyni að elda á hverjum degi og þá gjarnan eitthvað einfalt og fljótlegt og er jafnframt dugleg við að kenna börnunum mínum að borða hollan mat. En skemmtilegast finnst mér að elda hátíðarmat og bjóða til veislu. Ég á stóra fjölskyldu og stór- an vinahóp og ég er dugleg að bjóða þeim í mat og á sumrin er grillið í mikilli notkun. Það er ekki óalgengt að við séum frá tíu og upp í tuttugu manns sem komum saman og njót- um þess að borða góðan mat,“ segir Elín María að lokum. Elín María gefur uppskrift að gráðostapasta og svokallaðri klessu- köku sem hún segir að sé tilbúin á borðið tíu mínútum eftir að byrjað er að baka hana. GRÁÐOSTAPASTA l tagliatelle-pasta – einn pakki l Beikon l Laukur l Paprika l Sveppir l Hvítlaukur l döðlur l Vínber Steikið beikonið á pönnu og leggið til hliðar. Hitið grænmetið á pönnu og leggið til hliðar. Bræðið gráðostinn á pönnu í smá Dv m ynD GúnDi deig: l 300 g fínt hveiti l 100 g flórsykur l 200 g smjör l fínrifinn börkur af ½ sítrónu l 1 eggjarauða, hrærð saman við 1 msk. af vatni fylling: l 50 g ljós hrásykur l 50 g dökkur púðursykur l fínrifinn börkur af hálfri sítrónu l fínrifinn börkur af hálfri appelsínu l 2 msk. fínt hveiti l 1 tsk. mulinn kanill l ½ tsk. rifin múskathneta l 50 g mjúkar rúsínur l 50 g möndlur, afhýddar og hakkaðar l 500 g súr epli, skræld og skorin í báta Sigtið hveitið og flórsykurinn saman í skál. Myljið smjörið út í ásamt sítrónu- berki og hrærðu eggjarauðunni. Hnoðið deigið hratt og látið þá standa á köldum stað í að minnsta kosti klukkutíma. Blandið hrásykri og púðursykri vel saman við sítrónu- og appelsínubörk, hveiti, kanil, múskat, rúsínur og möndlur. Notið 2/3 af deiginu til að þekja botn og hliðar kökuformsins. dreifið helmingi eplabátanna jafnt ofan á deigið og hellið helmingi af fyllingunni yfir. Setjið annað lag af eplabátum ofan á og svo hinn helming fyllingarinnar. Notið afganginn af deiginu sem lok ofan á fyllinguna. Klemmið það fast við deigið sem liggur upp frá hliðunum. Búið til örfá göt á lokið svo rakinn frá eplunum komist út. Hitið ofninn í 180°C. Penslið lokið með þeyttu eggi og bakið tertuna í 30–40 mínútur þar til hún er orðin gyllt. ef lokið bakast of hratt má setja álpappir yfir tertuna undir lok bökunartímans. Berið fram með þeyttum eða sýrðum rjóma. Ensk eplaterta (fyrir 8-10) U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Frá Ástralíu, nánar tiltekið Limestone Coast, kemur þessi flotti Chardonnay sem er ljósgulur á lit með grænum tónum. Ilmurinn minnir á þroskuð epli og suðræna ávexti. Vínið er meðalbragðmikið og ber hvað mest á sítrus og mel- ónu, einnig vanillu og smá eikartónum. Þetta er feitt og flott vín sem hentar vel með feitum fiski og rjómasósum, einnig með ljósu kjöti eins og kjúklingi og grísakjöti. La Habanera (Spánn) Hér er komið afar gott vín sem fær góða dóma nánast alls staðar þar sem það snertir tungu. Dökkrauður litur með miklum og flóknum ilm sem ber vanillu og eik. Smá sæta og silkimjúk tannín. Þetta vín hefur legið á eikartunnum í sex mánuði sem er frekar sjaldgæft á meðal kassavína og er útkoman hreint frábær. Eitt af fáum kassavínum sem þolir stórar steikur eins og naut og lamb. Verð í vínbúðum ÁTVR: 3.590 kr. J.P. Chenet Caber- net/Syrah (Frakk- land) Enn og aftur vill ég fjalla um Chenetinn, einfaldlega vegna þess að hann er alveg að gera sig, hér kominn í boxútgáfu og stenst öðrum vínum vel snúning. Sætt og þroskað bragð, kirsuber, rósapipar og súkkulaði. Ilmurinn er meðal- opinn og grípur fljótt í nefið. Fékk góða dóma í Wine Spectator sem segir allt sem segja þarf um þetta vín. Prufaðu það með réttinum hennar Ellu hér að ofan, ég veit hún mælir með því sjálf. Verð í vínbúðum ÁTVR: 3.650 kr. Wolf Blass Eaglehawk Shiraz (Ástralía) Fékk þetta vín í veislu um daginn þar sem gestgjafinn bauð upp á smárétti alls staðar að úr heiminum og ég verð að segja ykkur að þarna er vín á ferðinni sem vert er að gefa gaum. Fallega litað, kirsuberjatónn, pínu þurrt og sýruríkt, frekar lítil tannín en höfugt í alla staði. Ef þú ert þessi týpa sem vilt eiga vín í matargerð og til drykkjar, smelltu þér þá á þetta. Verð í vínbúðum ÁTVR: 4.090 kr. AxEL ó. skrifar: axelo@visir.is Súkkulaðikaka Brons silfur Gull á tíu mínútum Stórfjölskyldan snæðir saman í fjallakofa í Noregi „Hér verður boðið upp á pasta og súkkulaðikökuna góðu í kvöld.“ Veldu vínið Sætur matur kallar á sætt vín. Með sterkkrydduðum mat á ekki að hafa kröftug vín. Besta mótvægið við sterkt krydd- bragð er fremur létt vín sem er sætt eða ávaxtaríkt. Með feitum mat er gott að vínið sé alkóhólríkt. Vínandinn brýtur niður fituna. að sama skapi sé maturinn léttur, á vínið sömuleiðis að vera létt. Elín María Björnsdóttir: MatGæðinGurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.