Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Side 54
Leikurinn Chili Con Carnage kom út í síðustu viku og er þar á ferðinni frumlegur, skemmti-legur og öðruvísi hasarleikur. Leikmenn fara í hlutverk Ramiros Cruz, eða Rams, og hann kallar ekki allt ömmu sína. Faðir Rams er lög- regluþjónn og í upphafi leiksins er hann drepinn af eiturlyfjasamtökum í Mexíkó. Kemur þá í ljós að pabbinn var á góðri leið með að knésetja sam- tökin og ákveður Ram því að klára hálfnað verk föður síns. Með aðstoð hins gáskafulla en grimma frænda Marco er ekkert ómögulegt en rétt- lætið er oft látið sitja á hakanum í Mexíkó. Að upplagi minnir leikur- inn mikið á Grand Theft Auto leik- ina með klípu af Max Payne, en svo- leiðis blanda klikkar seint. Í leiknum er boðið upp á margar nýjungar sem ekki hafa sést áður í leikjum af þessu tagi. Skotbardagar hafa sjaldan verið jafn spennandi, en hægt er að miða nákvæmar en nokkru sinni fyrr og taka massíft flott stökkskot eins og þekktist í Max Payne. Umhverfi leiks- ins er líka nýjung út af fyrir sig, en Mexíkó hefur aldrei litið jafn hættu- lega út. Vopnin eru svo ekki af skorn- um skammti en nóg er af allskyns byssum og basúkum. Þá er tónlist- in einnig til fyrirmyndar en helstu hip-hop sveitir Suður-Ameríku, til dæmis Molotov og Delinquent Ha- bit hafa tekið saman höndum til þess að tryggja rétta stemmingu. Leikur- inn kemur aðeins út á hina knáu en smáu PSP fyrst um sinn en eins og með aðra vinsæla PSP-leiki eru all- ar líkur á því að leikurinn komi út á Playstation 2 fyrir árslok. Chili Con Carnage er toppleikur. Hann ætti að gleðja alla þá sem hafa gaman af góðum hasar og sýnir hve miklu er hægt að áorka í tölvuleikjagerð með dassi af frumleika. dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 23. febrúar 200754 Helgarblað DV leikirtölvu MortaL KoMbat á Wii Mortal Kombat: armageddon er væntanlegur í apríl á Nintendo Wii. Í leiknum verður notast við Wii- fjarstýringuna og hreyfitækni hennar. Þar framkalla hreyfingar með stýripinn- anum mismunandi hreyfingar hjá persónunum í leiknum. Hægt er að velja úr 60 mismunandi persónum til að berjast með eða öllum þeim sem komið hafa fram í leikjunum í gegnum árin. Crash tag team racing Platinum - PSP supreme Commander - PC gunpey - PSP/NDS Hot Pxl - PSP Infernal - PC ghost rider - PS2/PSP/GBA Warriors - PSP Kíkið á þessa TölvuleiKur SKotgLaðir MexíKóar Fyrir Eurovision-partíið síðast- liðinn laugardag settumst við niður félagarnir og ætlaði ég að sýna þeim nýjustu viðbótina í leikjasafnið; NFL Street. Mikil spenna var í loftinu, því ekki var maður lítið búinn að hrósa NFL Madden í vinahópnum. Í stuttu máli, þá slökktum við á leiknum eft- ir hálftímaspilun og ég efast um að ég setji leikinn aftur í. Það er ein- hvern veginn allt að þessum leik. Leikmenn hreyfa sig asnalega, eru hægari en í Madden (gríðarleg von- brigði) völlurinn er þrengri og styttri og 10 mínútna leikur tekur um 40 mínútur að spila þar sem lítið sem ekkert gerist, minna en í Madden að minnsta kosti. Hægt er að fara í gegnum æfingakerfi þar sem maður lærir á leikinn en það er gríðarlegur ókostur við leikinn að það eru ekki sömu takkar og í Madden. Eitthvað hefur gerst í hönnunarherbergi EA Sports Big þegar leikurinn var hann- aður. Ég held að það yrði allt vitlaust ef takkarnir væru ekki þeir sömu í FIFA Street og Fifa 07. Eftir að hafa orðið Super Bowl-meist- ari með Caro- lina Panth- ers í Madden þori ég alveg að segja að ég er þokka- legur í þeim leik. Að nota ekki sömu takka er fá- ránlegt og eyðileggur alla stemmingu. Kaninn kallar þá sem eru vitrir eftir á „mon- day morning quarterback“ og þeir sem gerðu þennan leik eiga ekkert hrós skilið því það er aðeins til eitt tækifæri á að eiga góð fyrstu kynni. Ég veit að það á að gefa stjörnur í þessu en ég get því miður ekki gert það, gef leiknum fjórar hauskúpur af fimm mögulegum. Benedikt Bóas Ný borð fyrir LoSt PLaNet Xbox 360 leikurinn Lost Planet: extreme Condition hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarið. Nú hefur Camcom, framleiðandi leiksins, tilkynnt að væntanlegur sé aukapakki fyrir leikinn með að minnsta kosti sjö ný borð fyrir multi-player hluta leiksins. einnig er búið að hnýta nokkra lausa enda sem leikmenn hafa kvartað sáran yfir. Hægt verður að nálgast aukapakkann á Xbox Live heimasíðunni, gegn vægu gjaldi auðvitað. HouSe- StjarNa í C&C Leikkonan Jennifer Morrison kemur til með að leika hlutverk í leiknum Command & Conquer 3. Morrison sem er þekktust fyrir að leika í sjónvarps- þáttunum House mun leika Lautinant Kirce James í gdI-liðinu og munu leikmenn þurfa að fylgja fyrirmælum hennar í gegnum allan leikinn. fleiri þekktir leikarar hafa skráð sig til leiks í þessum þriðja Command & Conquer, meðal annars billy dee Williams, Michael Ironside og Josh Holloway. Hasarleikurinn Chili Con Carnage kom út í síðustu viku. Leikurinn hefur hlot- ið einróma lof gagnrýnenda og segja margir að hér sé á ferðinni stórmerkilegur kok- teill, nokkurs konar blanda af Grand Theft Auto og Max Payne. Eins og er fæst leikur- inn bara á Playstation Port- able en líklegt þykir að hann komi út fyrir stærri leikja- tölvur seinna á árinu. NFL Street 3 Íþróttaleikur PS2 og fl. TölvuleiKur gTa-maður dæmdur Síðastliðinn miðvikudag gerðist það að Ryan Brant, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins Take Two, játaði sig sekan um að hafa falsað bókhald fyrirtækisins. Ryan hefur staðið í löngum og ströngum málaferlum en sátt hefur greinilega náðst í málinu. Take Two átti stóran þátt í gerð leiksins GTA á sínum tíma og hlakkar nú í andstæðingum ofbeldisfullra tölvuleikja. Því nú er það staðreynd að skapari GTA er dæmdur glæpamaður. NFL Street 3 Mikil vonbrigði og fékk aðeins að staldra við í tölvunni í 30 mínútur. Chili Con Carnage Game Informer - 70% Pro-G - 90% Games Master UK - 78% Playstation Official Magazine UK - 80% og rótSterKt CHiLi Frumleikinn í fyrirrúmi Leikurinn er frumlegur og skemmtilegur með eindæmum. Ramiro Cruz aðalhetja leiksins kallar ekki allt ömmu sína. vonbrigði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.