Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 62
FÖSTUDAGUR 16. FebRúAR62 Helgarblað DV Sandkorn Hjálmar og fyrirspurnin Jóhanna Sigurðardóttir og Sigurjón Þórðarson hafa bæði spurt út í kostnað við Baugsmálin. Einu svörin sem þau hafa fengið til þessa hafa verið að engin svör væri að hafa. Þetta hefur þó ekki dregið úr þeim kjark heldur hafa þau nú sameinast og fengið nýja samherja með sér þau Kolbrúnu Halldórsdóttur og stjórnarliðann Hjálmar Árnason. Spurning hvort aðild þingflokksformanns Framsóknar auki líkur á svari. Svo má auðvitað spyrja hvers vegna enginn sjálfstæðismaður skrifar undir fyrirspurnina. Framboð og eftirspurn Búast má við að framboðsmál Frjáls- lyndra taki á sig mynd um helgina, eða í síðasta lagi fljótlega eftir helgi. Þannig gæti ráðist hvort Grétar Mar Jónsson fái ósk sína uppfyllta og leiði lista flokks- ins í suðurkjördæmi. Þá á eftir að koma í ljós hvort annar nýju þing- manna flokksins fái vænlegt sæti. Kristinn H. Gunnarsson skipar auðvitað annað sætið í norðvest- urkjördæmi og Valdimar Leó Frið- riksson bíður væntanlega spennt- ur eftir að vita hvort hann leiði Frjálslynda í kraganum. Margrét undir feldi Hljótt hefur farið um framboðs- mál Margrétar K. Sverrisdóttur undanfarið og reyndar svo mjög að sumir fyrrum félagar hennar í Frjálslynda flokknum eru farnir að gæla við möguleikann á að hún fari ekki fram. Yrði sú niðurstaðan kynni að fara svo að þeir sem ella hefðu kosið Margréti héldu tryggð við Frjáls- lynda flokkinn. Á móti kemur að Mar- grét er ekki hætt. Bjartsýnustu raddir herma að hún kynni fyrir- ætlanir sínar á morgun, laugar- dag. Margrétarvandinn Talandi um Margréti og Frjálslynda flokkinn má velta einu fyr- ir sér. Hvers vegna helst frjálslyndum svona illa á Margrétum? Þeir áttu varaborgar- fulltrúann Margréti Sverrisdóttur í Reykjavík. Hún yfirgaf flokk- inn. Svo státuðu þeir af varaþing- manninum Sigurlín Margréti Sig- urðardóttur í suðvesturkjördæmi. Hún hvarf líka á braut. Spurning hvort hættandi sé á fleiri slíkar. Vægt frost um allt land um helgina “Það er svo merkilegt með veðrið þessa dagana að það er afskaplega bærilegt um mest allt land nema með ströndinni sunnanlands, þar sem sums staðar hefur verið hávaðarok og sandbylur. Um helgina virðist hins vegar ætla að verða lát á þegar vind- ur hallar sér meira til norðausturs og norðurs,” segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hann segir að um leið kólni heldur og gera megi ráð fyrir vægu frosti um nær allt land. “Suðvestanlands mun sólin skína glatt, en einhver él eða snjómugga verður viðloðandi norðanverða Vest- firði og norðanvert landið. Ekki lítur út fyrir að fólk komist á skíði á höfuð- borgarsvæðinu. Enn vantar snjóinn þó að öllu öðru leyti sé ekki undan veðrinu að kvarta. Nægur skíðasnjór er hins vegar í Hlíðarfjalli og á Dal- vík. Síðan mik- ill náttúru- legur snjór í Oddskarði, loks- ins eftir nokkur mögur skíða- ár þar og skíða- snjór er einn- ig á Ísafirði og ekki má gleyma Siglufirði.” ...Vernharði Þorleifssyni að leika í Venna Páer. Vernharð á það sameiginlegt með... ...Thor Vilhjálmssyni að vera með svarta beltið í júdó. Thor á það sameiginlegt... ...Hugleiki Dagsyni að vera rithöfundur. Hugleikur á það sameiginlegt með... ...Begga í Sóldögg að hafa rappað. Beggi á það sameiginlegt með... ...Jóa Fel að vera bakari. Jói á það sameiginlegt með... ...Arnari Grant að vera helmass- aður. Arnar á það sameiginlegt með... ...Gillzenegger að vera einkaþjálf- ari. Gillzenegger á það sameigin- legt með... ...Siennu Miller að vera ljóshærð- ur. Sienna á það sameiginlegt... ...með Höllu að hafa átt góðar stundir með Jude Law. TengslTrúbadorinn og mannvinurinn JoJo varð orðlaus þegar hann gerði sér grein fyrir að símtalið sem hann fékk austur í Hvera- gerði var ekkert grín. Gítarvinafélagið hafði ákveðið að færa hon- um að gjöf forláta, flottan gítar. JoJo fékk gull- friðarverkfæri að gJöf veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is LAuGArDAGur SunnuDAGur Halla Vilhjálmsdóttir á það sameiginlegt með... “Mér datt ekki annað í hug en þetta væri Spaugsmál!” segir JoJo, stoltur og glaður með nýja gítarinn. Trúbadorinn og mannvinur- inn JoJo sem glatt hefur marga með tónlist sinni á götum úti um árabil, varð fyrir líkamsárás í fyrra eins og kunnugt er. Kappinn tók upp á því að forðast þá staði, sem áður höfðu verið vinnustaður hans. “Já, ég átti erfitt með að upplifa þessa vondu reynslu og var farinn að einangra mig,” sagði JoJo, þar sem hann sat sæll og glaður í gær með nýjan gítar í fanginu. “Ég leit- aði mér áfallahjálpar á Heilsuhæl- inu í Hveragerði og var að útskrifast þar áðan. Þar var gott að vera, góð- ur félagsskapur og allt til alls og þar gat ég sýnt vilja minn í verki. Þegar ég fékk upphringingu frá Gítarvina- félaginu á miðvikudaginn, þar sem mér var tilkynnt að félagið ætlaði að gefa mér glænýjan gítar, datt mér ekki annað í hug en þetta væri Spaugsmál!” segir hann hlæjandi. “En þetta er raunin og hér held ég nú á þessum forláta Ovation 347 gít- ar, sem er sannkallað gull-friðar- verkfæri að njóta.” JoJo segist ætla að taka upp fyrra starf og syngja fyrir vegfarendur í miðbænum. “Ég læt ekki nokkra slæma skemma lífið,” segir hann. “99% Ís- lendinga eru virkilega gott fólk, en vissulega eru til “bömmerar” hér á landi eins og annars staðar í heim- inum. Þeir eru bara í svo miklum minnihluta að þeir mega ekki kom- ast upp með að varpa myrkri á lífið í landinu.” Og þakklæti JoJo til félaga í Gít- arvinafélaginu er takmarkalaust. “Veistu það, að kann ekki einu sinni að koma orðum að því hversu þakklátur ég er,” segir JoJo, sem brátt mun gleðja miðborgargesti með tón- list sinni og stefnir að bjartari fram- tíð með gullgítarinn sér við hlið. annakristine@dv.is DV MYND Júlíus Valsson 6 6 6 6 4 6 6 6 11 1 0 1 1 1 1 1 0 04 6 6 6 18 4 6 6 6 31 1 0 1 1 1 1 1 0 22 Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is VANTAR FÓLK DV vex og vantar að ráða eira fólk til starfa. · Við leitum að prófarkalesara í fullt starf. · Við leitum að góðum sölumanni í auglýsingasölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.