Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Side 6
„Það er klárt mál að vinnumarkað- urinn þarf þetta fólk, því það er mik- ilvægt að nýta þekkingu þeirra og reynslu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ um þá sem farið hafa af vinnumarkaði vegna ör- orku. Unnið er að útfærslum innan Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins til að breyta að- ferðum við mati á örorku og leggja meiri áherslu á endurhæfingu. Vilji er til að fara í heildarendurskoðun kjarasamninga. 1.200 bætast í hóp öryrkja á ári Vilhjámur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir nýgengi örorku vera tólf hundruð manns á hverju ári og það sé of mikið og meira en í þeim lönd- um sem við miðum okkur við. „Það var svipuð þróun á Norðurlöndun- um um tíma en bylgjan kom seinna hingað. Góður árangur náðist í Danmörku og Noregi við að snúa þessari þróun við og þangað horf- um við. Við þurfum á þessu fólki að halda á vinnumarkaðinn,“ segir Vil- hjálmur. Nefnd forsætisráðherra, sem fjall- aði um tillögur um breytingar á ör- orkumati, telur að forsendur örorku- mats eigi að vera fjölþættar en ekki einungis læknisfræðilegar. Þar skipti mestu að efla vilja fólks til sjálfshjálp- ar og það sé félagslegt viðfangsefni en ekki læknisfræðilegt. Bótaréttur miðast við fulla örorku og fólki sem getur eða vill vera á vinnumarkaði að hluta er refsað með skerðingu bóta. Getur leitt til varanlegrar fátæktar Gylfi segir veikindaréttinn vera frá sex til tólf mánuði og á þeim tíma geti fólk verið veikt heima en rannsóknir sýna að endurhæfing sé oft ekki nýt- anleg nema hún sé hafin eins fljótt og hægt er. Því telur Gylfi mikilvægt að inn í kerfið um veikindaréttinn sé fléttað endurhæfingu og að fólk geti verið að hluta til í vinnu á meðan á endurhæfingu stendur. „Við viljum ekki svelta fólk úr veikindum í vinnu og því má ekki skerða bætur svo mik- ið að fólk verði að vinna,“ segir Gylfi. Hann telur því nauðsynlegt að til viðbótar við bæturnar komi afkomu- trygging sem tengd yrði starfsend- urhæfingu til að auðvelda leiðina fyrir fólk aftur í vinnu. Hann bend- ir á að oft þurfi fólk endurmenntun frá grunni til að halda vinnugetu og til geta aflað sér tekna. „Nýtt kerfi yrði til þess að auka lífsgæði fólks því tekjur til viðbótar bótum auka lífsgæði,“ segir Gylfi og bætir við að veikindaréttur sé takmarkaður og tímabundinn á meðan veikindi geti varað í mörg ár. Gylfi segir breytinga þörf því núverandi kerfi geti leitt fólk til varanlegrar fátæktar. Beina fólki af blindgötu örorku Vilhjálmur telur mikilvægt að vinnunni við þetta nýja kerfi verði lokið fyrir gerð næstu kjarasamn- inga því í stað þess að beina fólki inn á blindgötu til örorku og stimpla það út af vinnumarkaði þurfi að grípa inn í og breyta þessu ferli. „Þetta verð- ur samt ekki heildarlausn fyrir alla. Sum áföll verða til þess að fólk verð- ur alltaf óvinnufært en í þeim tilvik- um þar sem fólk getur orðið vinnu- fært að nýju á að reyna það,“ segir Vilhjálmur. föstudagur 30. mars 20076 Fréttir DV Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins vilja breytingar á örorkukerfinu, sem fælist í endurhæfingu svo meiri líkur séu á að þeir sem gætu snúið aftur á vinnumark- aðinn hafi tækifæri til og fái til þess hjálp. Nýtt fyrirkomulag er í vinnslu og standa von- ir til að það verði fullbúið fyrir næstu kjarasamninga. Þurfum Þetta fólk á vinnumarkaðinn „Sum áföll verða til þess að fólk verður alltaf óvinnufært en í þeim tilvikum þar sem fólk getur orðið vinnufært að nýju á að reyna það.“ Hjördís rut siGurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Gylfi Arnbjörnsson Vilhjámur Egilsson Veiddi sprengju Togbáturinn Dala-Rafn fékk djúpsprengju í veiðarfærin sem áhöfnin kom með að landi í Vestamannaeyjum í gærmorg- un. Aðalsprengjuhleðsla djúp- sprengjunnar var að mestu óvirk en hluti hennar þó virkur þrátt fyrir sextíu ára veru í hafn- inu. Menn frá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar gerðu sprengjuna óvirka áður en henni var fargað. Sprengjan var aðeins hluti afla Dala-Rafn, því áhöfnin kom með sextíu tonn af fiski, aðallega ýsu, eftir fjög- urra daga túr. Þetta kom fram á sunnlenska.is. Stýrivextir óbreyttir Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 pró- sentum. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að þetta megi þakka aðhaldssamri stefnu í pen- ingamálum auk þess sem ytri aðstæð- ur hafa verið hagstæðar. Þá hafi verð- bólgan hjaðnað og verðbólgu- horfur batnað frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá. Að óbreyttu telur Davíð að ekki þurfi að hækka stýrivexti frekar og megi búast við að þeir fari að lækka á fjórða ársfjórðungi. missti prófið á fyrsta degi Sautján ára drengur var tekinn á ofsahraða í ártúnsbrekkunni í fyrrakvöld. Mældist hann á 136 kílómetra hraða þar sem aðeins má aka á áttatíu. Fyrir brot af þessu tagi hlýst 75 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting í mánuð. Ökumaðurinn ungi fær því mynd- arlega afmælisgjöf frá sýslumanni þar sem hann var nýbúinn að fagna sautján ára afmæli sínu og fékk ökuskírteinið afhent sama dag og hann var tekinn. Margítrekuð brot í umferð- inni Nærri fimmtíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í höfuð- borginni á einum sólarhring. Ungir ökumenn voru áberandi en einn átján ára var stöðvaður á Hafnarfjarðarvegi er bíll hans mældist á 127 kílómetra hraða. Sá hinn sami var tekinn fyrir ámóta hraðakstur á Kringlu- mýrarbraut í síðasta mánuði. Hann hafði einnig verið gripinn fyrir umferðalagabrot síðasta sumar og um haustið var hann sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði. Ökumaðurinn virðist því lítið hafa lært af reynslunni. Grófasta brotið í vikunni var hinsvegar framið á Vestur- landsvegi en þar mældist bíll tvítugs karlmanns á 148 km hraða. Sá hefur áður verið stað- inn að hraðakstri en þó ekkert í líkingu við þetta. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Munkar leita til verktakafyrirtækja á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka: Impregilo styrkir klaustur á Reyðarfirði „Þetta passar. Munkarnir leituðu til velviljaðra kaþólikka og fyrirtæk- ið hefur sterka kaþólska tengingu. Ákveðið var því að bregðast vel við þessari beiðni,“ segir Ómar R. Valdi- marsson, upplýsingafulltrúi Impreg- ilo. Í undirbúningi er stofnun munka- klausturs á Kollaleiru í Reyðarfirði. Rómversk-kaþólska kapúsínareglan hyggst starfrækja þar klaustur sem verður fyrsta munkakaklaustrið eftir siðaskiptin hér á landi.Leitað var til verktakafyrirtækja á virkjanasvæð- inu við Kárahnjúka sem tengingu við kaþólska trú og Impregilo styrk- ir klaustrið um tæpa eina og hálfa milljón króna. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurbiskupsdæmi rómversk-kaþólsku kirkjunnar kost- ar verkið ríflega hundrað milljónir króna í heildina. David Tenser, kaþólskur prest- ur og einn af umsjónarmönnum verkefnisins um byggingu klaust- urs, kannast ekki við fjárstyrk frá Impregilo og telur allt fé koma frá biskupsstofunni sjálfri. Hann veit ekki hversu mikið hefur safnast fram til þessa. „Auð- vitað er mjög gott ef einhverjir vilja styrkja okkur. Peningarnar hafa að mestu komið að utan og líklega leitum við til fyrirtækja hér líka,“ segir Tenser. Aðspurður segir Ómar meira en sjálfsagt að styrkja verkefnið þar sem sterk kaþólsk tengsl sé að finna innan fyrirtækisins. „Bæði stjórn- endur fyrirtækisins og vel flestir starfsmenn þess eru rammkaþólsk- ir. Þess vegna var sjálfsagt að bregð- ast vel við,“ segir Ómar. trausti@dv.is Klaustur á reyðarfirði Leitað hefur verið til verktakafyrirtækja á Kárahnjúkum, sem hafa tengingu við Kaþólsku kirkjuna, eftir fjárstyrkjum vegna byggingu klausturs á Kollaleiru í reyðarfirði. Impregilo er eitt þeirra fyrirtækja sem brugðust vel við enda fjöldi starfsmanna og yfirmanna rammkaþólskir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.