Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 16
föstudagur 30. mars 200716 Fréttir DV LeikskóLabörn í skerandi hávaða Hávaði í leikskólum getur valdið óbæt- anlegu heyrnartjóni og hegðunarvanda- málum. Á þessu fyrsta skólastigi landsins er á köflum talið ómögulegt að tjáskipti og einbeit- ing geti átt sér stað. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir að von sé á úrbótum þar sem endurskoðuð reglu- gerð geri ráð fyrir sérstakri hljóð- vernd barna. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Á álagstímum getur þetta verið ansi þrúgandi og hávaðinn mikill. Það er margt sem við reynum til að draga úr hávaðanum, annars væri þetta einfaldlega bugandi. Það er alltaf líf og fjör þar sem börn eru og þannig viljum við hafa þau. Álag- ið og streitan geta verið þrúgandi til lengdar og maður þarf að passa sig sjálfur að tala ekki of hátt til að börnin hækki ekki róminn,“ segir Þóra Þorvaldsdóttir leikskólakenn- ari. Leikskólabörn og starfsmenn leikskóla þurfa að dvelja í óbærileg- um hávaða sem getur valdið varan- legu tjóni á heyrn. Fjöldi leikskóla- bygginga samræmist ekki lögum, þar sem hávaðinn varir alltof lengi. Fyrir utan hættu á heyrnarskemmd- um hefur verið sýnt fram á teng- ingu hávaða við hegðunarvanda- mál og námsörðugleika. Starfsaldur íslenskra leikskólakennara er styttri í samanburði við aðrar þjóðir og sumir þeirra hafa leitað dauðupp- gefnir eftir aðstoð vegna raddveilu- einkenna. Menntamálaráðherra og umhverfisráðherra ætla að skoða vandann. Óbærilegur hávaði Sigurður Karlsson, sérfræðingur á hollustuháttadeild Vinnueftirlits ríkisins, hefur framkvæmt hávaða- og ómtímamælingar á leikskólum víða um land. Hann segir niður- stöðurnar berlega sýna óbærileg- an hávaða sem valdi börnunum og starfsfólki óþægindum. „Hávaðinn er kominn yfir þau hámarksmörk sem sett eru til að vernda heyrnina. Það er alveg klárt mál að óþægilega mikill hávaði mælist á leikskólum. Streita, þreyta og álag geta kom- ið fram við miklu lægri gildi,“ segir Sigurður. Þau hámarksmörk sem Sigurð- ur vísar til eru mörk samfellds há- vaða yfir daginn án þess að hann valdi heyrnarskaða. Til eru önnur hávaðagildi í reglugerð yfir vinnu- staði þar sem krafa er um að sam- ræður og einbeiting geti átt sér stað. Á þessu fyrsta skólastigi landsins, leikskólum, mælist hávaðinn langt yfir þeim mörkum og því ógerlegt á köflum að tjáskipti, fræðsla og ein- beiting fari fram undir þeim kring- umstæðum. Valdís Jónsdóttir, dokt- or í talmeinafræði, er sannfærð um að munnleg fyrirmæli og fræðsla fari framhjá börnunum. „Auðvit- að er verið að brjóta lög. Miðað við þann hávaða sem mælist má gera ráð fyrir að mörg börn heyri illa eða ekki það sem talað er til þeirra. Há- vaðinn er ótækur ef haft er í huga hvaða starfsemi á að fara fram í leikskólunum,“ segir Valdís. Óbætanlegar skemmdir á heyrn Sérfræðingar segja engan vafa leika á því að sá hávaði sem mælist í leikskólum geti valdið varanleg- um skaða á heyrn leikskólabarna og starfsmanna leikskólanna. Hættan er talin enn meiri sökum þess hversu lengi hávaðinn var- ir yfir daginn. Ingibjörg Hinriks- dóttir, yfirlæknir Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands, segir hættu á fjölda fylgikvilla vegna of mikils hávaða. „Hætta á skemmdum eykst með styrk hljóðsins og tímanum sem dvalið er í hávaðanum. Börn eru í sérstökum áhættuhópi. Há- vaði hefur áhrif á hegðun og athygli barna og getur valdið streitu og ein- beitingarörðugleikum. Einnig get- ur hann valdið svefntruflunum og jafnvel vaxtarseinkun barna,“ segir Ingibjörg. Undir þetta tekur Málfríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar. Hún segir tjón á heyrn vegna hávaða óbætanlegt. „Ef einstaklingur er allan liðlang- an daginn í mikum hávaða er veru- lega verið að ógna heyrn. Þetta er hvorki gott fyrir börnin né starfs- fólkið. Heyrnartap vegna hávaða er varanlegt og óbætanlegt,“ segir Málfríður. aðrir fylgikvillar hávaða Raddheilsa leikskólakennara er bágborin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem fram fór í fyrra. Frið- rik Rúnar Guðmundsson, formaður Félags talmeinafræðinga, segir að vandinn hafi verið ræddur meðal félagsmanna. Til hans leita reglu- lega dauðuppgefnir leikskólakenn- arar með raddveilueinkenni. „Í þessum hávaða er ekki fræðilegur möguleiki fyrir röddina að drífa yfir. Annað hvort gefur röddin sig á end- anum eða leikskólakennarinn gefst upp á starfinu,“ segir Friðrik Rúnar. Hluti leikskólabarna er í áhættu- hópi vegna hegðunarvandamála og námsörðugleika. Að mati hljóðvist- arsérfæðings, sem hefur gert ítar- legar rannsóknir á áhrifum hávaða á hegðun barna, færast flest íslensk leikskólabörn í þennan áhættuhóp vegna hávaðans sem mælist. Grét- ar Marínósson, prófessor í kennslu- fræðum við Kennaraháskóla Ís- lands, telur líkur á sambandi þarna á milli. „Ég efast ekki um að þarna geti verið samband á milli. Hávað- inn er mikill og maður ímyndar sér að það valdi truflunum á hegð- un, sjálfur hef ég reynslu af því að mörgum börnum finnst óþolandi að vera í hávaða,“ segir Grétar. Fyrir utan hættu á heyrnar- skemmdun, ógnun við raddheilsu leikskólakennara og möguleg hegð- unarvandamál leikskólabarna eru ýmsir kvillar sem geta komið fram í því streituumhverfi og þeim hávaða sem fyrirfinnst á leikskólum lands- ins. Brot á byggingareglum Fjöldi leikskólabygginga brjóta gegn byggingareglum því að ómtími hljóðs mælist víða yfir leyfilegum mörkum. Það þýðir að hinn mikli hávaði á leikskólunum varir lengur en eðlilegt þykir. Skipulagsstofnun ber að fylgjast með því að sveitarfé- lög sinni ákvæðum byggingareglu- Vernduð fyrir hávaða Vinna við nýja reglugerð þar sem kveðið verður á um sérstaka hljóðvernd barna er langt komin. Hávaðamælingar á leikskólum sýna berlega fram á óbærilegan hávaða sem geta valdið óbætanlegum skemmdum á heyrn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.