Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 30
föstudagur 30. mars 200730 Sport DV Íslenska liðið lék þrjá leiki í undan- riðlinum sem leikinn var í Portúgal. Auk okkar Íslendinga tóku, Rússar, Norður-Írar auk heimamanna þátt. Liðið gerði jafntefli við Portúgal og Norður-Íra en lék síðan ótrúlegan leik gegn Rússum sem endaði 6- 5 og komst áfram á fleiri mörkum skoruðum. Ísland komst þar með í lokakeppni EM sem haldin verður í Belgíu í maí, ásamt sjö öðrum lið- um meðal annars, Þýskalandi, Eng- landi og Hollandi auk gestgjafanna frá Belgíu en lokaleikirnir fara fram í hinum undanriðlunum um helg- ina. „Það var hörkuleikur og mikið hlaupið,“ segir Eggert og rifjar upp fyrsta leikinn sem var gegn Norður- Írum sem endaði 2-2. „Við byrjuðum vel og komumst í 2-0, en það var mikill mótvindur og þeir byrja að liggja á okkur og ná að skora nánast strax eftir hálfleikinn. Einhvern veginn fór boltinn í netið, og einhvern veginn datt liðið niður í seinni hálfleik. Þetta var ekki okkar besti leikur en við náðum jafntefli. „Ég var nelgdur niður einu sinni, kom svona góð bresk tækling,“ segir Eggert og hlær. Næsti leikur liðsins var gegn heimamönnum í Portúgal þar sem náðist jafntefli 0-0. Portúgalar hafa alið af sér margan góðan knatt- spyrnumanninn í gegnum tíðina og nægir þar að nefna Luis Figo og Christiano Ronaldo. „Þeir voru hörkugóðir, við átt- um bara frábæran leik á móti þeim. Óheppnir að nýta ekki færin í leikn- um sem við fengum, en þeir voru ekki að fá nein færi. Það var einn sem var að semja við Arsenal í liðinu hjá Portúgal, framherjinn hjá þeim og hann var góður.“ Lokaleikurinn var ótrúlegur svo ekki sé sterkar að orðið kveðið. Leik- ið var við Rússa og varð íslenska lið- ið að vinna til að eiga möguleika á að fara í lokakeppnina sem haldin verð- ur í Belgíu í maí. Leikurinn fór 6-5 eftir að íslenska liðið komst í 6-0. „Við vorum 5-0 yfir í hálfleik og náðum 6-0 í upphafi síðari hálfleiks. Menn voru ekki að gera sér grein fyrir þessu. Það var eins og menn ætluðu sér að slaka á. Það þýðir ekk- ert á móti svona liði. Þetta er nátt- úrulega stórlið og þeir refsuðu okk- ur fyrir það.“ Þegar Rússarnir náðu að minnka muninn niður í eitt mark skömmu fyrir leikslok segir Eggert að leik- menn hafi verið orðnir stressaðir. „Eftir leikinn þá hélt ég að við værum ekki að komast áfram. Ég var mjög svekktur að við hefðum misst þetta niður. En svo sagði dómarinn við bekkinn: „Til hamingju, þið eruð komnir áfram,“ og þá ruku vara- menn og fleiri inná völlinn. Þá var maður bara alveg í sjokki en fagnaði alveg svakalega. Dómarinn frétti að leikur Portúgala og Norður-Íra hafði farið 2-1 þannig að við komumst áfram með því að skora fleiri mörk. Þetta var ólýsanleg tilfinning, frá- bær og ein sú besta sem ég hef upp- lifað á ferlinum,“ segir Eggert greini- lega enn í skýjunum. Mikið er um að stórlið Evrópu sendi njósnara sína á svona mót og því ekki ólíklegt að lið úr hinum stóra heimi muni setja sig í sam- band við leikmenn Íslands sem léku í Portúgal. „Ég heyrði að útsendari frá Ars- enal hefði verið á svæðinu og svo var einhver frá West Ham þarna og trúlega einhverjir fleiri.“ Íslenska liðið sem lék útí Portú- gal var skipað tveimur atvinnu- mönnum, þeim Viktori Illugasyni, Reading og Birni Jónssyni sem leik- ur með Heerenveen. „Þegar við vorum að slappa af þá spurðu Rússarnir okkur í hvaða liðum við værum og það var fynd- ið að segja þeim að við værum í HK, KR and Breiðablik. Þeir voru allir í einhverjum stórliðum á við CSKA Moskva og einhverju álíka.“ Ferðin útí Portúgal tók vikutíma og segir Eggert að lítið hafi verið gert annað en að æfa og spila fótbolta. „Þetta er mjög stíft prógramm. Þegar ekki voru leikir þá voru tvær æfingar og KSÍ reynir að leyfa okk- ur að fara eithvað í bæinn og versla og slaka á. En annars eru bara fund- ir og reynt að slaka á og sofa og hvíla sig. Þetta er svo mikil keyrsla.“ Eggert er við nám í Kvennaskól- anum og líkar vel. Auk þess að iðka námið, sem hefur reyndar setið á hakanum að hans eigin sögn vegna ferða með landsliðinu, æfir hann hjá KR og þrátt fyrir að vera á yngsta ári í öðrum flokki er hann nú þegar farinn að æfa með meistaraflokki. „Það er mjög fínt að æfa með meistaraflokknum. Frábært lið og gefur manni forskot á jafnaldra mína. Ég æfi með meistaraflokki en spila með öðrum flokki. Bíð bara ró- legur eftir tækifærinu með meist- araflokki.“ benni@dv.is Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum undir 17 ára náði þeim merka áfanga ekki alls fyrir löngu að komast í lokakeppni Evrópumóts landsliða. DV settist niður með fyrirliða liðsins Eggerti Rafni Einarssyni og spjallaði við hann. Ólýsanleg tilfinning Stefnir á atvinnumennsku Eggert rafn Einarsson fyrirliði u-17 ára landsliðsins segist stefna á atvinnu- mennsku. Hann leikur með öðrum flokki Kr en æfir með meistaraflokki. Mikill heiður að vera fyrirliði „Þetta var ólýsanleg tilfining, frábær og ein sú besta sem ég hef upplifað á ferlinum,“ segir Eggert þegar hann rifjar upp augnablikið þegar Ísland var komið í lokakeppnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.