Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Side 38
föstudagur 30. mars 200738 Helgarblað DV Á Skattstofunni í Reykjavík stóð ung stúlka og flokk- aði skattskýrslur. Hún var að safna sér fyrir fyrstu ut- anlandsferðinni sinni. Ásdís Lofts- dóttir var nítján ára og vissi hvað hún vildi. Hún elskaði sviðsljósið. Þar sem við sitjum yfir kaffibolla og randalínu að hætti húsmæðra í verslun hennar Dizu við Laugaveginn snemma á sólríkum morgni, segir hún brosandi að hún ætli ekkert að vera með einhver látalæti í þessu viðtali. Sannleikurinn lætur henni best, enda er hún kunn af því að vera það sem kallast á góðri íslensku „húsbónda- holl“. „Ég er ekkert fyrir læti og rifrildi og ef mér misbýður pakka ég bara niður og held á nýjar slóðir,“segir hún. „Ég held fast í það sem ég elska og berst fyrir því.“ Við blöðum gegnum möppur sem eru fullar af ljósmyndum af Ásdísi og blaðagreinum sem hún skrifaði fyr- ir Morgunblaðið og fleiri blöð. Kom- umst að því okkur til mikillar gleði að núna eru nákvæmlega þrjátíu ár síð- an hún hóf fyrirsætuferilinn. Ég spyr hvað ég eigi að titla hana í viðtalinu: fatahönnuð, fyrirsætu, fyrrum flug- freyju, fegurðardrottningu, fjölmiðla- konu, verslunareiganda...? „Hvað með móður og eiginkonu?” spyr hún á móti. „Mér finnst móður- hlutverkið mikilverðasta starf sem ég hef gegnt. Ég gekk lengi með þann draum að eignast ellefu börn og var orðin þrítug þegar draumur minn um að eignast barn rættist.“ Kynni af breskri rottu Ásdís Loftsdóttir er yngst fimm barna hjónanna Aðalheiðar Steinu Scheving, geðhjúkrunarfræðings og Lofts Magnússonar, kaupmanns. Fædd og alin upp í Vestmannaeyjum til tólf ára aldurs, þangað sem hún sótti á hverju sumri eftir það, þar til útlönd heilluðu meira en Eyjarnar. „Fyrstu ferðina mína til útlanda fór ég nítján ára að aldri. Þá fór ég í frönskunám til Suður Frakklands; lærði lítið í frönsku en skemmti mér þeim mun betur. Ég hafði viðkomu í London á leið minni til Frakklands og féll kylliflöt fyrir borginni.“ Franska Rívíeran var ekki alveg nákvæmlega eins og Ásdís hélt hún væri. „Það vantaði sko tónlistina!“ seg- ir hún hlæjandi. „Ég hélt ég myndi ganga inn í senu úr bíómyndum eins og „How to catch a thief“ og James Bond myndunum, en svo var þetta auðvitað allt öðruvísi. Núna get- ur ungt fólk haft I-pod í eyrunum og hlustað á tónlistina, en þannig var það nú ekki fyrir þrjátíu árum!“ Þegar Ásdís kom til Lundúna í fyrsta sinn hélt hún af flugvellinum að því heimili sem átti að hýsa hana þá viku sem hún ætlaði að dvelja í borg- inni. Hún kom að læstum dyrum; eig- andinn var ekki heima. „Það var verkfall sorphirðumanna í London á þessum tíma, grenjandi rigning og þoka og þegar ég færði töskuna mína bak við öskutunnu til geymslu, hitti ég þessa fínu rottu. Þetta voru mín fyrstu kynni af Lond- on, en ég elskaði borgina frá fyrstu mínútu. Meðan ég beið þess að mað- urinn kæmi heim, fór ég í bíó og smakkaði pizzu í fyrsta skipti á æv- inni. Ég hef oft ferðast ein um Evrópu með lestum og flugvélum og aldrei lent í vandræðum eða hættu. Aðeins einu sinni verið rænd og það var fyrir nokkrum árum þegar eiginmaðurinn var mér við hlið!“ En þótt hún hafi skoðað heiminn og búið víða, eru það Vestmannaeyjar sem hún ber sterkustu taugarnar til. „Já, ég virkilega sakna Vestmanna- eyja,“ segir hún. „Ég var ósátt við að flytja þaðan og eina ástæðan fyrir því hversu sjaldan ég fer þangað er sú að ég á svo erfitt með að fara þaðan aft- ur...“ Hefur alltaf elskað sviðsljósið Fyrirsætuferilinn hóf Ásdís skömmu áður en hún hélt til Frakk- lands. „Við fluttum í Kópavoginn frá Eyj- um og þar tók ég barnapróf og fór svo í Kvennaskólann og síðan í Mennta- skólann við Hamrahlíð. En ég fékk námsleiða þar á þriðja vetri og hætti. Pabbi gaf mér fyrirsætunámskeið hjá Unni Arngrímsdóttur hjá Mód- elsamtökunum, því hann vissi að ég hef alltaf viljað vera áberandi. Ég var krakkinn í barnaskólanum sem rétti stöðugt upp hendi til að fá að lesa upp, leika í leikritum og annað eftir því!“ segir hún skellihlæjandi. „Mig langaði alltaf á svið. Pabbi var kaup- maður í Eyjum, en hann lék þar með leikfélaginu og ég hafði fylgst með honum allar stundir. Mig langaði allt- af í sviðsljósið og sé eiginlega eftir því að hafa verið svo spéhrædd í gamla daga að hafa ekki lagt í að fara í leik- listarnám. Þeir sem elska sviðsljósið skilja hvað ég á við. Mörgum finnst það hreinn hégómi að vilja standa á sviði, en mér finnst gott að standa á sviði og finna ljósin á andliti mínu. Ég sakna sviðsljóssins!“, bætir hún við brosandi en það er ómögulegt að lesa úr svip hennar hversu mikil alvara henni er með þessari yfirlýsingu. „Ég sýndi með Módelsamtökunum í ell- efu ár og segist ennþá vera í þeim, því aldrei hef ég sagt upp þar né verið rek- in! Með Módelsamtökunum upplifði ég mörg ævintýri, við fórum víða um heim og kynntum íslenska lopann. Við hittumst ennþá árlega stelpurnar úr Módelsamtökunum með Unni og það eru alltaf jafn góðar stundir.“ Þegar hún lagði af stað í fyrstu ut- anlandsferð sína var hún klædd fatn- aði sem hún hannaði, prjónaði og saumaði sjálf. Áhugann hafði hún alltaf haft og tólf ára var hún farin að safna peningum til að eiga fyrir tísku- blöðum. „Ég spáði mikið í samsetningu fatanna, prjónaði mjög mikið og hef aldrei farið eftir uppskriftum. Með fyrstu peysunum sem ég prjónaði og hannaði á sjálfa mig var peysan sem ég var í þegar ég fór í fyrstu utanlands- ferðina. Hún var marglituð og með mynstri sem ég hannaði sjálf. Yfir „Ég var krakkinn í barnaskólanum sem rétti stöðugt upp hendi til að fá að lesa upp og leika í leikritum.Mig langaði alltaf á svið. Þeir sem elska sviðs- ljósið skilja hvað ég á við. Mörgum finnst það hreinn hégómi að vilja standa á sviði, en mér finnst gott að standa á sviði og finna ljósin á andliti mínu. Ég sakna sviðsljóssins!“ ELSKAR sviðsljósið Nú eru nákvæmlega þrjátíu ár frá því Ásdís Loftsdóttir gerðist fyrst fyrirsæta. Störf hennar báru hana víða um heim, hún var eftirsótt og hafði nóg að gera. En hún hafði ákveðið að verða fatahönnuður og eignast ellefu börn. Hún er þrælpólitísk en segir litið á heimavinnandi mæður sem annars flokks þjóðfélagsþegna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.