Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 47
DV Helgarblað föstudagur 30. mars 2007 49 Sakamál Deilur um hass og peninga urðu þess valdandi að hinn 38 ára gamli Arshad Mahmood pyntaði þrjá Marokkómenn í fleiri daga. Mahmood sem býr í Osló hélt Marokkómönnunum föngnum í kjallara húss síns og var kjallarinn sérstaklega út- búinn til pyntinga. Mahmood, sem er foringi klíku sem kallast Young Guns, og félagar hans rændu með nokkurra daga millibili þremur meðlimum keppinauta sinna. Þeir tilheyra hassgengi sem er með rætur í Marokkó. Í kjallaranum var mönn- unum haldið í níu, átta og þrjá daga, hettur voru settar yfir höfuð þeirra og þeir voru berstrípaðir og þurftu að þola grófar pyntingar, en verðir við kjall- aradyrnar komu í veg fyrir flótta. Hinn 38 ára gamli höfuðpaur segist hafa verið neyddur til aðgerðanna; honum hafi sjálfum verið hótað af keppinautunum, sem og fjölskyldu hans, ef hann reiddi ekki af hendi fjárhæð sem nemur 18 milljónum norskra króna. „Ég fékk þrjá daga til að útvega 18 milljónir. Svo ég tók þá. Ég vildi hræða þá svo þeir létu af hótununum,“ segir hann í viðtali við hverfisblað. Arshad Mahmood ku vera þekktur og alræmdur glæpamaður og á marga óvildarmenn. Árið 2001 varð hann fyrir skotárás og hann hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi, kúgun, hótan- ir og frelsissviptingu. Ákærurnar núna eru vegna líkamsmeiðinga, kúgunar, þjófnaðar, ólöglegrar vopnaeignar, peningafals og dópsölu. Hann hefur játað sig sekan um flest ákæruatriðin, en eins og kemur fram að ofan, telur aðstæður sínar að sumu leyti mildandi. Pyntaði keppinauta í sérútbúnum kjallara: Telur aðstæður sínar mildandi Lee Shelton fæddist 16. mars, árið 1865 í Texas. Flestar sögur segja hann hafa verið fjárhættu- spilara, en ekki er loku fyrir það skotið að hann hafi gert út vænd- iskonur sér til lífsviðurværis. St. Louis hafði, líkt og New York, San Francisco og New Orleans, rautt hverfi og ríkti Lee yfir hverfi sem var kallað Deep Morgan. Það var eitt af fáum hverfum borgarinn- ar þar sem samgangur var á milli hvítra og þeldökkra. Það var á krá í þessu hverfi sem Lee Shelton skaut Billy Lyons til bana. Samkvæmt George McFaro sem var vitni að atburðinum kom Stagg- er Lee inn á Curtis-krá um klukkan 10 að kvöldi jóladags árið 1895 og settist fljótlega að drykkju með Billy Lyons og fór vel á með þeim drjúga stund eða þar til umræðurnar fóru að snúast um stjórnmál. Lyons var nefnilega stækur repúblikani líkt og nær allir 25.000 þeldökkir íbúar St. Louis. Marie Brown, stjúpmóðir hans, var kráareigandi og sterkefn- uð og tengdasonur hennar Henry Bridgewater var sagður ríkastur þeldökkra í St. Louis. Billy Lyons tilheyrði því voldugri ætt og var hún fylgispök repúblikanaflokkn- um. Stagger Lee var á hinn bóginn fylgismaður demókrata og átti sem slíkur ekki upp á pallborðið hjá Ly- ons og hans nótum. Allt að einu. Þegar stjórnmála- deilur þeirra höfðu staðið ein- hverja stund tóku þeir að skiptast á höggum með því að slá í hatta hvor annars og endaði það með því að Stagger Lee reif til sín harðkúluhatt Lyons og setti í hann brot. Lyons krafði þá Stagger Lee um bætur fyrir hattinn og fór fram á „six-bits“ sem samsvaraði 75 sentum. Fyr- irvaralaust greip Billy Lyons hatt Lees og skyndilega varð Stetson- hattur Staggers Lee aðalþrætuefn- ið. Lee heimtaði hatt sinn og til að leggja áherslu á kröfur sínar dró hann upp Smith & Wesson skam- byssu og sló Lyons í höfuðið, en allt kom fyrir ekki, Lyons lét ekki hatt- inn af hendi. Stagger Lee sagðist þá myndu drepa Lyons ef hann af- henti ekki hattinn. Skambyssa og hnífur Dró þá Lyons hníf úr pússi sínu, gekk að Lee og sagði „Þú rang- eygi tíkarsonur, ég ætla að láta þig drepa mig.“ Þá hörfaði Stagger Lee og miðaði byssu sinni. Flestir krá- argestirnir þustu þá til dyra, en eft- ir voruw barþjónar og örfáir gestir. Þeir staðfestu síðar að Stagger Lee hefði skotið Billy Lyons. Eitt vitn- anna, Leslie Stevenson, sagði að Billy hefði, eftir að hafa verið skot- inn, haltrað að barnum, hallað sér upp að skenknum og haldið um hattinn, virst verða veikburða og því sleppt hattinum. Í sömu andrá hafi Stagolee sagt: „Láttu mig fá hattinn minn, negri“, tekið upp hattinn og gengið út í hressandi goluna. Dómur Farið var með Billy Lyons á sjúkrastofu og kom í ljós að skotið hafði hæft hann í kviðinn og ekk- ert hægt að gera og honum ekki lífs auðið. Stagger Lee var handsam- aður og dreginn fyrir dóm. Verjandi Staggers Lee var hvítur lögfræðingur að nafni Nat Dryden. Dryden var ópíumfíkill og bóhem, en hvað sem því leið eða kannski þess vegna, því Dryden fór ekki hefðbundnar leiðir sem verjandi, gat kviðdómur ekki komið sér sam- an um sekt eða sakleysi Lees og var hann ekki sakfelldur. En tveimur árum síðar, eftir að málið hafði þvælst fram og til baka í réttarkerfinu var það tekið upp aftur. Árið 1997, með nýjum dóm- ara og Dryden fjarri góðu gamni, var Stagger Lee dæmdur til 25 ára fangelsisvistar. Fangelsisdvöl hans var þó stytt af demókrötum og honum sleppt og um nokkurra ára skeið gat hann um frjálst höfuð strokið. Hann var seinna dæmdur til fangelsisvist- ar fyrir að berja annan mann með skambyssu. Stagger Lee dó árið 1912 í ríkisfangelsi. Hann var 46 ára að aldri. Goðsögnin Stagger Lee Þessi glæpur var í eðli sínu hvorki merkilegri né forvitnilegri en hver annar. En fyrir einhverjar sakir hefur sagan lifað með fólki allar göt- ur síðan í formi tónlistar. Fyrsta út- gáfan kom út árið 1910 og var eftir John Lomax, en síðan þá hafa útgáf- ur af sögu Staggers Lee skipt hundr- uðum. Meðal þeirra sem gert hafa Stagger Lee ódauðlegan eru Chuck Berry; Brown Eyed Handsome Man, Muddy Waters; Rollin’ Stone, Wilson Pickett; Midnight Mover og fleiri.14 ára handtekin fyrir morð Aðkoman var ekki falleg þeg- ar lögreglan kom í íbúð í Halifax á Englandi á þriðjudaginn. Þar lágu hlið við hlið tvær systur og blæddi báðum mikið eftir hnífsstungur. Áverkar þeirrar eldri voru það slæmir að hún lést síðar á sjúkrahúsi. Nú hefur lögreglan handtekið þá yngri, 14 ára gamla, vegna morðsins. Ekki er vitað hverjar orsakir verknað- arins voru, en systurnar bjuggu ásamt þriðju systurinni hjá móður sinni og manni hennar. Að sögn nágranna var þetta róleg fjölskylda sem blandaði ekki mikið geði við aðra. Lög- reglu hefur ekki tekist að varpa ljósi á atburðinn þrátt fyrir að hafa yfirheyrt hina 14 ára gömlu stúlku. Braveheart Lögfræðingar Mel Gibson hafa látið stöðva framleiðslu á Braveheart bjór. Málið er búið að vera í gangi í hálft annað ár og var eigandi hins fjónska brugghúss ekki á því láta undan kröfum Gibson og lögfræðinga hans. Hinn 72 ára gamli bruggmeistari, Keld Andersen, gaf þó á endanum eftir. Hon- um finnst þó súrt í broti að einhver geti haft einkarétt á ein- hverju orði. Braveheart bjórinn naut mikilla vinsælda. Pyntingarklefi Ekki sá sem um ræðir í greininni. Dáin í baðkari Í japanska bænum Ichik- awa, austur af Tokíó höfuðborg Japan, fannst líkið af Lindsay Ann Hawker. Lindsay var bresk og hafði unnið við kennslu í Japan frá því í október síð- astliðinn. Hennar hafði verið saknað síðan á mánudaginn, er hún skilaði sér ekki heim frá vinnu. Lík hennar fannst í baðkari fullu með sandi á svölum íbúðar í bænum. Gefin hefur verið út handtökuskip- un á hendur Tatsuya Ichihashi, atvinnulausum athafnamanni, sem náði að flýja á síðustu stundu, er lögreglan bankaði uppá hjá honum. Ekki hefur verið upplýst hvor hann og Lindsay þekktust. Ekki ferð til fjár David Posman frá Rhode Island hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann rændi peningasendingu úr brynvörðum bíl. Eftir að hafa rotað bílstjór- ann greip hann fjóra peningasekki sem næstir voru. Seinna kom í ljós að þeir voru fullir með 800 dollurum hver, í penníum og vó hver um sig um 15 kíló. Lögreglan átti ekki í erfiðleikum með að handsama hann þar sem hann staulaðist af vettvangi með ránsfenginn öll 60 kílóin. Jóladagskvöld á Curtis-kráNNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.