Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 2

Fréttatíminn - 17.12.2010, Page 2
„Konungur ævintýrabóKanna.“ The Irish Times Töframaðurinn er önnur bókin um hinn ódauðlega nicolas Flamel. Frábæ r fantas ía fyri r unglin ga Pylsuvagn á hrakhólum Aldrei hafa jafnmargar beiðnir um hjálp borist og fyrir þessi jól á þeim fimm árum sem ég hef þjónað hér í Vídalíns- kirkju, sem segir mér að það eru misjöfn kjör í þessu landi,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ. „Á móti kemur að það hafa aldrei borist eins mörg boð um hjálp.“ Hún segir það reynslu margra í kreppunni að ekki sé erfiðara að fá hjálp en var á uppgangstímum. „Fólk er að mörgu leyti velviljaðra að gefa,“ segir hún. „Þjóðin hefur tekið út þroska [frá hruni].“ Ragnhildur G. Guðmunds- dót t ir, st jórnar formaður Mæðrastyrksnefndar, tekur undir orð Jónu Hrannar. „Ansi margir sóttu hjálp í fyrra og það stefnir í að það verði fleiri í ár,“ segir hún en sækja þarf um jólaúthlutun á tilteknu eyðublaði og hjálparbeiðnir streyma inn. „En fólk er nú líka afskaplega viljugt að gefa, bæði fyrirtæki og einstakling- ar, sem og félagasamtök.“ Jóna Hrönn segir einnig áberandi nú fyrir þessa jólahá- tíð að fyrirtæki sem hafi ekki fyrr beðið um hugleiðingar og hugvekjur leiti nú til hennar og biðji hana að koma og tala um gildi og uppbyggilega um- ræðu. Það eigi til dæmis við um fjármálafyrirtæki, síma- fyrirtæki og fleiri. „Fólk lang- ar í innihald sem hefur áhrif á líf þess og hjálpar því að opna augun fyrir verðmætum lífs- ins.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Sigurður Bollason fluttur til Lúxemborgar Athafnamaðurinn Sigurður Bollason, fyrrum viðskipta- félagi Magnúsar Ármanns og Þor- steins M. Jónssonar, hefur flutt lögheimili sitt til Lúxemborgar. Þar með fetar hann í fótspor Kaup- þingsmannanna Hreiðars Más Sigurðs- sonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, Pálma Haraldssonar, sem einatt er kenndur við Fons, og Stefáns H. Hilmarssonar, fjármálastjóra 365. Sigurður flutti lögheimili sitt til Bretlands skömmu eftir hrun í tengslum við nám konu sinnar. Hann er talinn einn af þeim sem komu best út úr hruninu þar sem hann seldi hlut sinn í FL Group og fleiri fyrirtækjum árið 2006. Sigurður komst síðan í fréttirnar í fyrra vegna þriggja félaga í hans eigu sem skulduðu milljarða vegna hlutabréfakaupa í Landsbankanum, Existu og Glitni. -óhþ Sektarmáli olíu félag- anna aftur frestað Fyrirtöku í máli olíufélaganna gegn ríki og Samkeppniseftirlitinu var á mánudag frestað fram til 21. janúar. Matsgerðir sér- fræðinga á skaða samráðs olíufélaganna á fyrirtækjamarkaði, sem unnar eru að beiðni olíufélaganna, voru ekki tilbúnar. Fimm ár eru liðin frá því að málið var fyrst dómtekið í héraði og hefur Heimir Örn Herbertsson, lögmaður ríkisins og Samkeppniseftirlitsins, sagt í samtali við Fréttatímann að það sé áfellisdómur yfir réttarfarinu í landinu að málið sé þar enn. Málið höfðuðu olíufélögin Ker, sem rak Esso og N1 byggir á, Olís og Skeljungur til að fá hrundið 1,5 milljarða króna sekt vegna samráðs á árunum 1993-2001. - gag Þjónusta við íbúa á Sólheimum tryggð Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi hefur heimilað framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða. Ráðningar- samningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum verður einnig sagt upp. Í kjölfar þessa verður skipað áfallateymi til þess að takast á við breyttar og óvæntar aðstæður. Fulltrúaráðið segir fjárveitingar ríkisins ekki duga en frá áramótum flytjast málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Í yfirlýsingu félags- og tryggingamálaráðu- neytisins, sveitarfélagsins Árborgar og þingmanna Suðurkjördæmis er ákvörðun fulltrúaráðsins hörmuð en jafnframt lýst yfir að íbúum á Sólheimum verði tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvars- menn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum. Þar segir að fjárframlög næsta árs verði í fullu samræmi við framlög þessa árs. -jh Ekki er talið koma til greina að taka afstöðu til þess hvort selja megi pylsur úr pylsuvagni í bænum án þess að gefa upp hvar hann verður stað- settur. Það er mat bæjarlögmanns Kópavogs og því hafnaði bærinn erindi manns sem sótti um að fá að selja pyslur úr vagni sem hann er að láta smíða fyrir sig erlendis. „Nú, nú,“ sagði maðurinn, sem vill ekki vera nafngreindur. „Svo ég á ennþá séns.“ Maðurinn hefur lagt inn sambærilega beiðni í Reykjavík og er von- góður um að fá starfs- leyfi áður en vagninn kemur til landsins. - gag  Hjálparstofnanir Margir þurfa Hjálp uM jólin Stefnir í metúthlutanir um þessi jól Aldrei fleiri sóst eftir hjálp og aldrei fleiri lagt hönd á plóginn til að hjálpa þeim, segja sóknarprestur og formaður Mæðrastyrksnefndar. Á móti kemur að það hafa aldrei borist eins mörg boð um hjálp. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hug- leiðingar í fyrirtækjum fyrir jólin og segir aldrei fleiri hafa sóst eftir hjálp en nú. Ljósmynd/Hari Styrktarsjóðir settir út á gaddinn Fáist engir vextir af innlánum geta margir styrktarsjóðir ekki úthlutað fé. Aðrir þurfa í meiri mæli að reiða sig á gjafir einstaklinga og fyrirtækja. Velferðarsjóður barna greiðir tólf milljónir í skatt en sér ekki fram á að geta ávaxtað fé sitt á innlánsreikningum og leitar annarra leiða.  fjárMagnstekjuskattur Ætla að HÆkka skattinn uM áraMót l ítið sem ekkert verður til ráðstöf-unar hjá ýmsum styrktarsjóðum, hækki ríkisstjórnin fjármagnstekju- skattinn úr 18% í 20% um áramótin, eins og hún stefnir á, segir Vilhjálmur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Hann benti efnahags- og skattanefnd Alþingis á þetta fyrir rúmum hálfum mánuði. Hann segir að þar sem ávöxtun styrktarsjóða ýmissa nálgist núllið þyrftu þeir að ganga á höfuðstól sinn ætluðu þeir að gegna hlutverki sínu. „Margir styrktarsjóðir mega aðeins ráð- stafa ávöxtun sinni en ekki ganga á höfuð- stólinn. Eins og skattlagningin er orðin er því ekkert til ráðstöfunar,“ segir Vilhjálm- ur. „Það er því verið að gera þessa sjóði að innheimtustofnun fyrir skatta.“ Það segir hann að eigi til að mynda við um styrktar- sjóði Háskólans. Ekkert til fatlaðra barna „Það er augljóst að ef ávöxtunin er engin verður ekki úthlutað. Það er bara þannig,“ segir Vilmundur Gíslason sem situr í stjórn tveggja styrktarstjóða sem heyra undir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Annar sjóðurinn er bundinn af því að vernda höfuðstól sinn, sem er sjóður Kristínar Björnsdóttur. Sá veitir styrki til að aðstoða fötluð börn og ungmenni til menntunar svo að þau fái sem líkasta upp- vaxtarmöguleika og heilbrigð börn. „Þetta voru styrkir sem skiptu ein- staklingana máli; frá 100 til 500 þúsund krónur á mann,“ segir Vilmundur. Hinn sjóðurinn, Sjóður Jóhönnu og Svanhvítar Erasmusdætra, er ætlaður til góðra verka innan félagsins og ekki bundinn þessu ákvæði og má því úthluta: „Ef við ætlum að úthluta úr þeim sjóði þá tæmist hann smám saman með þessu móti.“ Ragna Kristín Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, segir styrktarsjóð þess ekki í hættu eins og er. „Við getum haldið eitthvað áfram en það fer eftir því hvað fólk og fyrirtæki verða hjálpfús.“ Tólf milljónir í skatta Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðis- ráðherra og formaður Velferðarsjóðs barna sem úthlutaði í fyrra um 160 milljónum króna í styrki, segir blóðugt að höfuðstóll- inn vaxi ekki á sama tíma og sjóðurinn greiði 12 milljónir í skatta. Sjóðurinn leiti því allra leiða til að ávaxta fé sitt. „[Skatt- féð] væri betur komið hjá fjölskyldum sem þurfa á að halda,“ segir hún og finnst að yfirvöld ættu að skoða að styrktarsjóðir yrðu undanþegnir fjármagnstekjuskatti. „Við sjáum samt fram á að geta veitt styrki fyrir 70 til 90 milljónir króna en það er gengið hart að þessum sjóðum,“ segir hún. Velferðarsjóðurinn á tæplega 600 milljónir króna og segir Ingibjörg hann hafa veitt álíka háa upphæð í styrki á síðustu tíu árum, til að mynda 110 millj- ónir króna í tómstundastarf fyrir börn á síðasta ári. Þá reiði margir foreldrar sig á sumargjafir sjóðsins þar sem börn sem standa höllum fæti fá íþróttaföt, komast á sumarnámskeið, í sumarbúðir og fá jafnvel reiðhjól. Spurð hve lengi sjóðurinn haldi vaxtalaust áfram svarar hún: „Ég ætla ekki að spá neinu um það. Það eru nógu dimmar spár í samfélaginu. Á meðan við getum, gerum við þetta glöð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Það er augljóst að ef ávöxtunin er engin verður ekki úthlutað. Þetta voru styrkir sem skiptu einstak- lingana máli; frá 100 til 500 þúsund krónur á mann. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Sam- taka fjárfesta. Ljósmynd/Hari Styrkir til fatlaðra barna, fátækra barna sem og styrkir til menntunar og tómstunda á öllum skólastigum gætu rýrnað verulega, nái styrktarsjóðir ekki að ávaxta fé sitt. Velferðarsjóður barna hefur t.d. fært börnum hjól að gjöf. Ljósmynd/Hari 2 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.